blaðið - 24.05.2005, Síða 20

blaðið - 24.05.2005, Síða 20
20 veiði þriöjudagur, 24. maí 2005 I blaðið - segir Þröstur Eliiðason sem var á veiðislóðum á írlandi. Þeim fjölgar veiði- mönnunum sem fara út fyrir landsteinana og renna fyrirfisk. Rússland, Argent- ína, Grænland og (rland eru vinsæl þetta árið. „Þetta var skemmtilegt en veiðin hefði mátt vera betri. Við fengum þó tvo laxa en samt vorum við ekki að veiða mjög mikið,“ sagði Þröstur Elliðason sem var að koma úr ánni Blackwater á Suður-írlandi fyrir fá- um dögum. „Þessi á er svipuð að stærð og Laxá í Aðaldal og það var mest af fiski á einum stað í henni. Dóttir mín veiddi maríulaxinn sinn á spún þarna en fiskurinn var helst að gefa sig á hann. Laxinn var 10 pund. Það er fal- legt þarna og veiðin á viku er á milli 30 og 40 laxar en þessa viku sem við vorum þarna veiddust aðeins 13 lax- ar. í þessari veiðiá er veitt á fimm stangir,“ sagði Þröstur að lokum. „Við konan fórum til Argentínu fyrr í vetur og það var mjög gaman,“ sagði séra Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum, en þar var hann á veiði- slóðum eins og fleiri á þessum vetri. Árni Baldursson var að koma ffá Rússlandi og þar hefur veiðiskapur- inn gengið ágætlega og fiskurinn er vænn. Blaðið heyrði að veiðimenn ætluðu að hópast til Grænlands í sumar og renna fyrir bleikjuna. Nokkrir hópar hafa bókað sig, enda nóg af bleikju þar og er hún vel væn. Lax-á hefur heldur betur breytt síðunni sinni en Árni Baldursson og fleiri hafa séð um þá breytingu. Mikið fjör er víða á netinu eins og hjá eftirtöldum: Stangveiðifélag Reykja- víkur, Agnið, Strengir, Veiðimenn og Vötn og veiði, sem Guðmundur Guðjónsson, fyrrum blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar inn á. Verður fjör að fylgjast með þessum vefjum f sumar. Það styttist í að laxveiðin hefjist en næsta þriðjudaginn verða opnaðar í Borgarfirði Norðurá og Straumarnir, fyrstar laxveiðiáa. Stjórn Stangveiði- félags Reykjavíkur opnar Norðurá en ekki er vitað hver opnar Straumana. Vertu klár rir sumarið! Loftkœiar og varmadœlur fyrlr skrifstofur og tölvurými. Verð fré 49.900 án vsk. Dóttirin veiddi maríulaxinn Theodóra Gríma Þrastardóttir meö maríulaxinn sinn úr ánni Blackwater á írlandi. Æ fleiri íslendingar fara erlendis til stangveiöa en það er kannski ekki oft sem fyrsti lax ís- lenskra veiðimanna og -kvenna kemur þaöan. Veiðimaður með fisk á í Minnivallarlæk en ágæt veiði hefur verið þar. eðurfarið síðustu daga hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir, skítkalt dag eftir dag, en veiðimenn láta sig hafa það. „Þetta er bara skítakuldi og ansi kalt héma við vatnið en þeir hörð- ustu em að fá ágæta veiði," sagði SKItkalt við veiðlskapinn - 8 stiga frost við Þingvallavatn Einar Óskarsson, veiðivörður við Ell- iðavatn, í gærdag er við spurðum um stöðuna á svæðinu. „Stærsti fiskurinn sem hefur veiðst hjá okkur er 2,5 punda en það fer von- andi að hlýna á allra næstu dögum. Veiðimenn sem vom héma vom að tala um að það hefði verið 8 stiga frost við Þingvallavatn í fyrrinótt," sagði Einar ennfremur. Blaðið hitti veiðimenn við lónið í Hvolsá í Dölum um helgina. Það snjó- aði þar um slóðir og hitastigið var að- eins ein gráða. „Þetta er aðvitað klikkun og ekk- ert annað," sögðu veiðimennirnir og héldu áfram að renna en veiðin var lítil. Helgina áður veiddust á þessum slóðum 28 fallegar bleikjur en þá var tíðin önnur og hlýrri. Það er sama sagan alls staðar; kalt, og það er kannski eitthvað sem veiði- menn vilja ekki viku eftir viku. Veiði- maður sem var að koma af Skagaheiði sagði kuldalegt þar um að litast og að veiðin hefði ekki verið mikil. Einn og einn fiskur veiddist þó. ÍS-hÚSÍð 566 6000 'j'mj URVALIÐ laugard. 12-16 og sunnud. kl. 13-17 TANGARHÖFÐA 1 ■ SÍMI 557 7720 ■ vihurverk.is ■ i« QML H- flJB } 0 Mercedes-Benz Einstakt tækifæri fyrir bílaáhugamenn & safnara Mercedes Benz 280 CE í fullkomnu ástandi Silfurgrár með svörtu leðri Árgerð 1982 Einn eigandi í 20 ár - uppgerður 2002 6 strokka - 2,8 L - bein innspýting - 185 hestöfl ek. 197 þkm. - óslitin þjónustusaga hjá Mercedes Allir fáanlegir aukahlutir þess tíma Verð kr. 1.950.000,- rh M A S T E R. Master ehf_____________________________________________________________ Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík, sími 540 2200, www.masterbill.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.