blaðið - 24.05.2005, Side 24

blaðið - 24.05.2005, Side 24
þriðjudagur, 24. maí 2005 I blaðið Rannsóknir á heila Iris Murdoch kolbrun@vbl.is Breski rithöfundurinn Iris Murdoch lést árið 1999 af völdura alzheimer. Eiginmaður hennar, John Bayley, ánafnaði taugasjúkdómadeild Há- skólans í Cambridge heila hennar. Allt frá þeim tíma hefur heilinn verið til rannsóknar ásamt röntgenmyndum, sjúkraskýrslum og skáldsög- um Murdoch. Niðurstöðurnar voru nýlega birt- ar í fagtímaritinu Brain. Árið 1996 las breskur taugasérfræðingur, John Hodges, blaðagrein þar sem því var haldið fram að Iris Murdoch þjáðist af ritstíflu. Hún hafði nýlega gefið út Jackson’s Dilemma sem fékk misjafna dóma. Einn gagnrýnandi sagði bókina minna á verk 13 ára stúlku sem færi ekki nógu mikið á mannamót. Hætti að þekkja nöfn John Hodges tók að velta því fyrir sér hvort andleg hrörnun væri farin að hijá Murdoch og átti fund með henni. Þegar hún spurði hvaðan hann kæmi sagðist hann vera frá Cambridge. „Cambridge er fallegur staður," sagði hún. Þau spjölluðu saman stutta stund og þá spurði hún aftur hvaðan hann væri. „Cambridge," svaraði hann. Hún endurtók: „Cambridge er fallegur staður.“ Irís Murdoch. Niðurstöður úr rannsókn á heila henn- ar voru nýlega birtar. Hodges rannsakaði Murdoch næsta árið og tók eftir því að orðaforða hennar fór stöðugt hnignandi og að hún notaði einungis algeng og almenn orð. Þegar hann sýndi henni mynd af kengúru vissi hún ekki nafnið á dýrinu en sagði: „Fallegt dýr sem stekkur." Hann sýndi henni mynd af Díönu prinsessu. „Hún er fræg en ég veit ekki hver hún er,“ sagði Murdoch. Um mynd af Bill Clinton sagði hún: „Konungur hin- um megin á hnettinum.“ Á þessum tíma hrakaði Iris Murdoch ört og lést hún í febrúarmánuði 1999, 79 ára gömul. Skáldsaga undir áhrifum alzheimer Peter Garrard taugaskurðlæknir, sem er í for- svari fyrir hópnum sem rannsakað hefur veik- indi Irisar Murdoch, hafði einnig umsjón með rannsókn á texta í þremur bókum hennar. Þær eru Under the Net, fyrsta skáldsaga hennar, The Sea, The Sea, sem hún skrifaði á hátindi frægðar sinnar, og Jackson’s Dilemma, síðasta skáldsaga hennar. Rannsóknir leiddu í ljós að alzheimer-sjúkdómurinn var á lokastigi þegar Iris var að vinna að síðustu bók sinni en þá hafði hún ekki greinst með sjúkdóminn. Orðaforðinn var takmarkaður, setningamar voru stuttar og mikið var um endurtekningar. Garrard segir að svo geti verið að afburða- greind manneskj a, eins og Iris Murdoch, sem ein- beitti sér alla tíð að því að vinna með texta, hafí átt auðveldara en margir aðrir með að berjast gegn andlegri hnignun eða fela hana. Hann og aðrir vísindamenn telja líklegt að sjúkdómurinn hafi gert vart við sig hjá Murdoch áratugum áð- ur en læknavísindunum tókst að greina hann. Margbreytileiki lífsins Margbreytileiki lífsins og mannkyn- ið er heiti alþjóðlegrar sýningar sem haldin er í Oskju, Sturlugötu 7, og stendur til laugardagsins 28. maí 2005. Á sýningunni eru um 30 verk eftir 15 ljósmyndara, flesta frá Frakk- landi, og eru myndimar teknar víða um heim. Einnig verða sýndar tvær kvikmyndir. I verkunum er fjallað um auðlind- ir jarðar, ferskt vatn og skóga, sem og áhrif loftslagsins á framtíð jarðar- innar. Markmið sýningarinnar er að stuðla að því að fólk verði meðvitað um evðileggingu auðlinda í heimin- um. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að beita öllum mögulegum ráðum til að varðveita margbreytileika lífsins og tryggja stöðuga og jákvæða þróun fyrir komandi líf á jörðinni. ísland er fyrsta landið sem heldur þessa sýn- ingu en þegar er búið að ákveða fleiri sýningar víðs vegar um heiminn á næstu mánuðum. Lfótspor Erlendar, Sigurðar Ola og Elínborgar Á sunnudaginn mátti sjá fjölda fólks á öllum aldri á gangi við Kleifarvatn, skimandi í allar áttir, aðallega þó nið- ur fyrir sig eins og í leit að einhveiju. Ástæðan var bráðskemmtilegur leik- ur sem Edda útgáfa efndi til í tilefni útkomu Kleifarvatns, metsölubókar Arnaldar Indriðasonar, í kilju. Kleif- arvatn kom fyrst út um síðustu jól og er ein mest selda skáldsaga Is- landssögunnar. Leikurinn fólst í því að búið var að koma 50 eintökum af nýju kiljunni fyrir við vatnið og var fólki boðið að koma að leita. Þeir sem fundu bók máttu eiga hana. Blíðskaparveður var á sunnudag- inn og því margir sem fengu sér bíl- túr upp að vatninu og settu sig í spor þeirra Erlendar, Sigurðar Óla og El- ínborgar í von um að finna bók. Tölu- verð umferð var að vatninu fram eft- ir degi og ljóst að mikill spenningur hefur verið eftir þessari vinsælu bók í kiljuformi. Bræðurnir Adam Orri, Páll Grétar og Ax- el Ingi Jónssynir voru meðal þeirra sem tóku þátt í leynilögregluleik Eddu útgáfu og fóru glaðir heim með fundinn. lan McEwan. Hefur fram að þessu fengið nær einróma lof fyrir síðustu bók sína, Sat- urday, en írskur rithöfundur segir góðu dómana fáránlega. Skammir um Saturday Það er nokkuð almennt álit bók- menntamanna að Ian McEwan sé stærsta nafnið í breskum bókmennta- heimi. Síðasta skáldsagahans, Satur- day, hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og ratað á metsölulista. Nú hefur írski rithöfundurinn og gagnrýnandinn John Banville siglt gegn straumnum og lýst því yfir að bókin sé skelfilega léleg. Hann segir hið einróma lof sem McEwan hefur fengið frá gagnrýnendum víða um heim vera á margan hátt fáránlegt. Bókmenntamenn hafa margir hveijir brugðist illa við þessum dómi írska rithöfundarins og segja hann sekan um öfund í garð höfundar sem standi honum svo miklu framar. Stórsveitin í Hásölum Stórsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heldur tón- leika í kvöld, þriðjudags- kvöld, klukkan 21 í Há- sölum. Hljómsveitin var stofnuð fyrir fjórum árum og er skipuð nemendum skólans sem hvað lengst eru komnir í námi. Stór- sveitin hefur haldið fjöl- marga tónleika og fengið til liðs við sig söngdjassd- ívurnar Margréti Eir og Kristjönu Stefánsdóttur. Þess má ing dagana 27.-29. maí. Stjómandi geta að Stórsveitin verður fulltrúi ís- hljómsveitarinnar er Stefán Ómar lands á hátíð sem haldin er í Jönköp- Jakobsson. Aðgangseyrir er 500 kr. Metsölulisti New York Times - innbundnar bækur: 1.4TH OF JULY. James Patterson and Maxine Paetro. 2. TRUE BELIEVER. Nícholas Sparks. 3. BROKEN PREY. John Sandford. 4. THE MERMAID CHAIR. Sue Monk Kidd. 5. THE DA VINCI CODE. Dan Brown. Caruso opinskár Um 1.000 bréf, sem óperusöngvarinn Enrico Caruso skrifaði, em komin í leitimar og em væntanleg til birt- ingar. Sérfræðingar segja bréfin eina mest spennandi uppgötvun á tónlist- arsviðinu í áraraðir. Bréfin varpa nýju ljósi á 11 ára stormasamt ástar- ævintýri Carusos og söngkonunnar Ödu Giachetti. Hún var gift kona og móðir þegar þau Caruso tóku upp ást- arsamband. Ada yfirgaf mann sinn og eignaðist tvö böm með Caruso en giftist honum ekki. Hún svaf hjá bíl- stjóra Carusos og stakk loks af með honum og reyndi parið að beita söngv- arann fjárkúgun. I hinum nýfundnu bréfum er að finna afar persónuleg skrif Carusos um samband þeirra Ödu en hann elskaði hana afar heitt, þrátt fyrir ótryggð hennar. Enrico Caruso. Um 1.000 bréfa hans eru komin í leitimar og varpa nýju Ijósi á einkalíf hans.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.