blaðið - 24.05.2005, Síða 30
þriðjudagur, 24. maí 2005 I blaðið
Russell Crowe
tapar í drykkjukeppni
Það er aðeins ein leið til að drekka
kappann Russell Crowe undir borðið
og það er að svindla.
Leikarinn góðkunni hefur lengi
haft það orðspor að vera óstöðvandi
þegar kemur að drykkju og veislu-
höldum og kynntist gamla kempan
Burt Reynolds því á dögunum. Leikar-
amir tveir vom í Kanada við tökur á
myndinni Mystery Alaska þegar eitt
kvöldið var haldin drykkjukeppni.
Burt, sem orðinn er 69 ára, sá sér leik
á borði og mútaði barþjóninum til að
gefa sér óáfenga drykki í annað hvert
skipti til að geta örugglega haldið í
við kappann. „Russell er algjört dýr.
Ég gaf barþjóninum 100 dollara og
bað um að fá óáfengan drykk í annað
hvert skipti," segir Burt Reynolds. Á
14. drykk var Russell orðinn talsvert
hífaður og steinhissa á þrekinu hjá
Burt og fékk sér sopa af drykknum
hans - en í það skiptið hafði barþjónn-
inn skenkt honum vodka þannig að
Burt slapp með skrekkinn og vann.
Kelly Osbourne
flytur til Englands
„Ég er búin að leigja hús og flyt í lok þessa árs," segir Kelly en söngkonan er
að sögn búin að fá nóg af stjörnulífinu í Hollywood. Hún gefur bandarískum
karlmönnum ekki heldur háa einkunn og segir breska karlmenn skárri val-
kost. „Bandarískir menn eru alltaf að misskilja mann; ef maður kyssir þá einu
sinni þá halda þeir að við séum komin á fast," segir Kelly og hlakkar mikið til
ekki auðveld-
lega keyptir
Hljómsveitinni U2 hefur verið boðið gull og grænir skóg-
ar fyrir að selja auglýsingafyrirtæki lagið sitt „Where the
streets have no name“.
Bono, söngvari U2, sagði þá hafa íhugað tilboðið vel
því þetta væri há upphæð, eða 12,5 milljónir punda, sem
hægt væri að nota í hjálparstarf í Afríku. Eins og kunnugt
er hefur Bono í mörg ár verið dyggur talsmaður þróunar-
aðstoðar í Afríku. „Hefði þetta verið gott málefni eða ann-
að lag hefðum við eflaust selt það,“ sagði Bono sem vill
ekki að lagið verði að auglýsingastefi.
Vinir í bíó
Leikararnir í fyrrum gamanþáttaröðinni „Friends" eru í samningaviðræðum um þessar mundir en til stendur
að leika í bíómynd um vinina í New York.
Þrátt fyrir að leikararnir hafi allir haldið áfram á leiklistarbrautinni þá hefur enginn þeirra náð eins miklum
frama og þegar tökum á þáttunum stóð yfir. Samkvæmt Sunday Express þá mun hver þeirra þéna um það bil
10 milljónir punda fyrir hverja mynd en David Schwimmer og Jennifer Aniston eru sögð vera mjög heit fyrir
þessu tilboði og sagt er að ef þau grípa tækifærið þá muni hinir leikararnir allir fylgja í kjölfarið.
auglysingar ivbLis
blaðiö=