blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 2
2 innlent ‘Wmpjm fimmtudagur, 26. maí 2005 i blaðið Forsetinn til Noregs Ólafur Ragnar Grímsson staldr- aði stutt við á landinu eftir komu sína frá Kína á sunnudag- inn. í gær hélt hann til Noregs til að taka þátt í ráðstefnu um samstarf evrópskra borga í bar- áttunni við fikniefnavandann. Forsetinn flytur ræðu við setn- ingu ráðstefnunnar, sem um 200 þátttakendur víða að úr Evrópu sitja; borgarstjórar, borg- arfulltrúar, stjórnendur á sviði skóla og velferðarmála, ásamt sérffæðingum á sviði löggæslu og forvama. Meðal þátttakenda er Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir, borgarstjóri í Reykjavík. f gærkvöldi snæddu svo for- setahjónin kvöldverð í boði Har- aldar Noregskonungs og Sonju drottningar á Konungssetrinu í Osló. Reykjavík kennir Evrópu Meðal viðfangsefna ráðstefn- unnar í Noregi er umfjöllun um vaxandi útbreiðslu eiturlyfja í Evrópu, skipulagða alþjóðlega glæpastarfsemi og vaxandi hörku og ofbeldi sem beitt er við sölu eiturlyfja í evrópskum borgum. Einnig verður fjallað um hvaða aðferðir hafa dugað best í forvarnarstarfi og hvern- ig fræðsla í skólum og stuðn- ingur við heilbrigt fjölskyldulíf geta forðað unglingum frá því að verða fórnarlömb fíkniefna. Þá verður einnig greint frá reynslu Reykjavíkurborgar af skipulagðri fræðslu í grunnskól- mn, hvernig hún hefur skilað jákvæðum árangri og hvaða lærdóm aðrar borgir geta dregið af henni. Ráðstefnunni lýkur á fóstudaginn. í lífshættu með hermannaveiki Eldri karlmaður er í lífshættu eftir að hafa smitast af hermannaveiki á ftal- íu en þaðan kom hann úr fríi í síðustu viku. Maðurinn nýtur nú aðhlynning- ar á gjörgæsludeild Landspítala Há- skólasjúkrahúss. Að sögn Más Kristjánssonar, yf- irlæknis á smitsjúkdómadeild, ligg- ur maðurinn nú þungt haldinn af veikinni, og er í raun í lífshættu. Einkenni hermannaveiki eru ekki ósvipuð lungnabólgu og er eldra fólk sérstaklega viðkvæmt. „Það koma af og til upp tilfelli af veikinni hér á landi, og ég held að það hafi þegar greinst fjögur til- felli á þessu ári. Það er rétt að taka það sérstak- lega fram að her- mannaveiki smit- ast ekki manna á milli. Bakterían sem myndar hermannaveiki þrífst á rökum stöðum, t.d. í vatns- og loft- ræstikerfum. Veikin dreifist því í gegnum slík kerfi en ekki beint manna á milli. Það að maðurinn liggi hér á gjögæslu þýðir alls ekki að upp sé kominn faraldur," segir Már. „Hér hafa eingöngu komið upp stök tilfelli sem ekki eru tengd í tíma og rúmisegir Haraldur Bri- em sóttvarnalæknir, „en ekki hafa komið upp tilfelli hópsmita. Það er reyndar ekki óalgengt að tilfelli greinist hjá ungu fólki. Þeir einstak- lingar ná sér nánast í öllum tilfellum en þegar um eldra fólk er að ræða get- ur sjúkdómurinn verið mjög skæður,“ sagði Haraldur. I Blaðinu í gær var haft eftir Boga Jónssyni, sérfræðingi í loftræstikerf- um hjá ISS, að raunveruleg hætta væri á að hópsýking af hermanna- veiki myndi stinga upp kollinum hér. Forsendan fyrir því væri að loftræsti- kerfi hér á landi væru mörg gömul og illa við haldið, og ef bakterían sem myndar veikina myndi ná að grass- era í slíku kerfi væri voðinn vís. Fjögur tilfelli á fjórum - mánuðum. Umferðarauglýsingar bannaðar Samkeppnisráð hefur bannað auglýs- ingar Umferðarstofu, þar sem sýnt var hvernig börn voru lögð í hættu á ýmsa lund. Niðurstaða Samkeppnis- ráðs var að auglýsingarnar væru til þess fallnar að misbjóða bömum og vekja hræðslu hjá þeim Markmið auglýsinganna var að sýna fráleit dæmi um breytni sem enginn myndi iðka í daglega lífinu en er sambærileg við hegðan sem sumir sýna í umferðinni. Þar var sýnt hvern- ig faðir leyfði syni sínum að leika sér að bolta á handriðslausum svölum, hvernig hreifur maður sveiflaði lítilli telpu í kringum sig og hvemig faðir hleypur niður langan hringstiga með bam í fanginu þar til hann rekst á konu á leið upp stigann. Allar end- uðu auglýsingarnar með skelfilegum hætti. Að mati Samkeppnisráðs samrýmd- ust auglýsingarnar ekki lögum þar sem þær misbuðu börnum án þess að verið væri að vara þau við hætt- um við hversdagslegar aðstæður. Líkingamál auglýsinganna þótti ekki nægilega skýrt til þess að það næði til barna hvað varðaði umferðarhættu. Umferðarstofa dregur ákvörðun Samkeppnisráðs í efa og telur máls- meðferð þess ábótavant. Flottari línur og flatari magi Kelp and Greens Þaratöflur m/grænu tei. Flottari línur, hár, húð og neglur. Inniheldur: Kelp, Spírulína Blue Green Algae Chlorella 1 ** P R O í> CAPSuecg Slimming Krómblanda. Dregur úr hungur- tilfinningu og eykur brennslu Inniheldur: Garcina Cambogia HCA Gymnema, Sylvestre Chromium Vega inniheldur ekki: Matarllm (gelatína) né tilbúin aukefni, Irtarefni, bragöefni, rotvarnarefni, kom, hveiti, glúten, sykur, sterkju, salt, ger i mjólkurafuröir. - Fæst í næsta apóteki. Almenningur ánægður Agnes Bragadóttir, talsmaður Almennings ehf., segist vera mjög ánægð með að sá hópur sem Almenningur gerði samn- ing við hafi fengið grænt ljós frá Einkavæðingamefnd á að gefa bindandi tilboð í Símann. Hún segir ekki ennþá ljóst hvaða ferli fari nú í gang, nánari útlistanir á því hvernig það verður komi frá Einkavæðingarnefnd á næst- unni. Agnes vill ekki segja fyrir um neitt í sambandi við hvort hennar hópur muni standa uppi með Símann að lokum: „Eins og komið hefur skýrt fram í máli Einkavæðingarnefndar verður hæsta tilboði tekið og það er bara hið besta mál.“ Tekjur af Vamartiðinu skipta þjóðarbúið æ minna máli með ári hverju. Samdráttur á Keflavíkurflugvelli íslendingar tapa Mikill samdráttur hefur átt sér stað hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli á undanfómum árum. Sem dæmi um samdráttinn þá fækkaði flugvélum um helming á árunum 1990-1996, úr 37 í 18. Þeim hefur fækkað síðan og sem stendur er flug- vélakostur Vamarliðsins að jafnaði flórar til sex F-15 orrustuflugvélar, ein eldsneytisbirgðaflugvél og fjórar björgunarþyrlur. Alls hefur flugvél- um vamarliðsins fækkað um 70% og hermönnum um 56% frá árinu 1990 til dagsins í dag. Mikil fækkun hefur einnig orðið í mannafla á vellinum. Sem dæmi fækkaði hermönnum á vellinum á árunum 1990-1996 úr 3.300 í 2.200 og 1. janúar á þessu ári voru þeir komnir niður í 1.453. íslenskir starfs- menn voru 910 árið 1994 en 1. janúar á þessu ári voru þeir komnir niður í 674. Fækkunin nemur því 236 starfs- mönnum. Tekjur af Varnarliði skipta þjóð- arbúið æ minna máli Það gefur auga leið að tekjur samfé- lagsins af Varnarliðinu hafa dregist saman vegna þessa. Samdrátturinn er þó ekki merkjanlegur í dollurum því ef tekjur íslenska hagkerfisins árið 1994 era skoðaðar þá námu þær tæpum 140 milljónum Bandaríkja- dala en í fyrra námu þær hins vegar um 155 milljónum. Ef tekjur Varnarliðsins, sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu, eru hins vegar skoðaðar kemur í ljós að þær hafa dregist saman rnn helming. Þær námu 2,2% árið 1994 en árið 2004 námu þær 1,1%. Sama má segja ef tekjumar eru skoðaðar sem hlut- fall af útflutningstekjum. Þá kemur í ljós að Varnarliðið skilaði 5,9% af út- flutningstekjum árið 1994 en í fyrra nam þessi tala aðeins 2,7%. Það má því fullyrða að tekjur af Vamarliðinu hafi æ minna vægi í þjóðarbúinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.