blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 8
Stór heimilistæki Þvottav. 1000 sn. 39.900 Þurrkarar 24.900 Kæliskápar 24.900 Frystiskápar 29.900 Eldavélar 29.900 Ofnar 19.900 Viftur 6.990 :l^WkÉ3tjCÍ : ■ Eldavél 58,5 cm AEG Uppþvottavél A/A Óll sýningareldhús á útsölu Ryksuga 1800W VERÐDÆMI Smátæki Kaffivélar 990 Brauðristar 990 Handþeytarar 990 Hraðsuðukönnur 990 Gufustraujárn 990 Heilsugrill 3.990 Samlokugrill 1.490 Djúpst.pottar 3.990 Hrísgrjónapottar 2.490 Blandarar 1.990 Eggjasjóðarar 1.490 Matvinnslutæki 990 Töfrasprotar 1.490 Dósaopnarar rafm. 990 Safapressur 990 Eldhúsvogir 990 Nuddtæki 990 Naglasnyrtitæki 990 Hárklippur 499 Hárblásarar* 299 Baðvogir 990 Hitablásarar 1.490 Hnökrarakvélar 799 Handryksugur 1.490 Magn 10-200 stk af ofangreindum vörum. Alhliða safapressa Hárblásari og krullubursti Handþeytari með skál Borðvifta 23 cm *Aðeins 1 stk. á mann neyten fimmtudagur, 26. maí 2005 ! blaðið r Flutningar geta verið þreytandi, enda mikil vinna sem í þeim felst. Kostn- aður við flutninga getur einnig verið mikill því það þarf að útvega kassa, einangrun og límband, auk þess sem flestum reynist nauðsynlegt að fá fag- menn, a.m.k. til að koma búslóðinni á milli gamla húsnæðisins og hins nýja. Litlir kassar á iækjarbakka... Margvísleg þjónusta stendur fólki til boða þegar kemur að flutningum. Ef flutt er á milli landa má fá fagmenn til að ganga frá öllu um borð í bíla og skip. Einnig má fá fagmenn til að pakka heilu búslóðunum. Margir þeir sem standa í flutningum leita á náð- ir matvöruverslana þegar kemur að kössum og margir segja að kassamir frá ÁTVR séu hinir ákjósanlegustu fyrir bækur, enda burðargeta þeirra mikil. Oft vill það brenna við að versl- anir hendi kössum jafnóðum og fyr- ir þá sem koma að tómum kofanum má benda á Kassagerðina sem hefur kassa í úrvali. Helstu kassar í flutn- inga eru þar seldir fyrir 5.700 krón- ur, 25 stykki í pakka. Fyrirtækið Spír- all býður einnig upp á kassa í ýmsum stærðum sem fá má í stykkjatali ffá 238 krónum og upp í 515 krónur. Pakka fyrir fólk Kassa, plöst og bylgjupappa má einn- ig fá hjá flutningaþjónustunni Flutn- ingur.is. Þar er boðið upp á alla þjón- ustu sem viðvíkur flutningum. Hægt er að fá tvo til fjóra menn í flutning- inn, eftir því hvað fólki liggur mikið á, og ráða þeir yfir hárri vörulyftu sem getur auðveldað flutning stórra hluta úr fjölbýlishúsum. Hjá Flutn- ingi.is er einnig boðið upp á allsherj- arflutningaþjónustu sem felur í sér að menn ffá fyrirtækinu koma inn á heimili og pakka öllu í kassa,allt ffá niðursuðudósum til nærfatnaðar. Kristján Kristjánsson, eigandi fyrir- tækisins, segir að það færist í vöxt að fólk nýti sér þessa þjónustu, sem kostar um 3.500 krónur á tímann á mann. Hann segir að það taki um þijá daga að pakka saman og flytja úr meðalstórri þriggja herbergja íbúð svo það er kannski ekki á allra færi að nýta sér þessa þjónustu. - á meðan þú kemur þér fyrir á nýja staðnum í fasteignasprengjunni sem staðið hefur undanfarin misseri hafa marg- ar íbúðir og hús skipt um eigendur. Mikið rask hlýst af flutningum og sumir undirbúa sig í margar vikur, tína smám saman í kassa og ef færi gefst, flytja smám saman. Að mörgu þarf að huga því það þarf ekki einung- is að koma allri búslóðinni á nýjan stað. Einnig þarf að ganga frá gamla húsnæðinu í viðunandi ásigkomulagi. Eitt af þjóðareinkennum íslendinga er að þeir gera allt sjálfir. Þó hefur það færst í vöxt á undanfómum árum að fólk kaupi sér ýmiss konar flutn- ingaþjónustu, svo sem eins og þrif og pökkim. Guðmundur Vignir Hauksson hef- ur lengi starfað við þrif en hann rek- ur fyrirtækið „Þrif og þvottur". Hann býður upp á allsheijarþrif við flutn- inga. Guðmundur segir að við slík tækifæri sé allt húsnæðið þrifið, hátt og lágt. „Það er bara allt tekið, veggir, loft, gólf og skápar, og ef fólk vill eru skápar einnig þrifnir að innan ásamt bakarofni og öllu.“ Guðmundur reikn- ar verðið út frá fermetrafjölda og tek- ur 350 krónur á fermetrann, án virð- isaukaskatts, ef íbúðin er tóm. Vilji fólk einnig fá þrif inni í skápa kostar það 175 krónur aukalega. Guðmund- ur Vignir, sem hefur starfað við þrif írá árinu 1970, segir að það færist í vöxt að fólk nýti sér þessa þjónustu en mismunandi sé hversu mikið fólk vill að þrifið sé. Hann segir að fjölda- mörg fyrirtæki á þessu sviði hafi bæst í samkeppnina á síðustu misser- um, enda hefur að undanfórnu verið mikið um flutninga. Ókeypis internet um allan bæ OPIÐ ALLA HELGINA Opið virka daga 9-18, laugardag 10-18 og sunnudag 13-17 Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 Þeim flölgar sífellt stöðunum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á þráðlausa háhraða nettengingu. I net- tengingunni felst öll algeng netþjón- usta en reynt er að koma í veg fyrir misnotkun á erlendu niðurhali. Þeir staðir sem bjóða þjónustuna eru víða um bæinn og eru margir greinilega merktir. Þar má nálgast leiðbeining- ar um hvernig þráðlaus nettenging er notuð. Bæði OgVodafone og Síminn bjóða þessa þráðlausu netþjónustu svo allir ættu að komast í hana, t.d. á kaffihúsum. Þjónustan er gjaldfrjáls hjá báðum fyrirtækjunum en sjálfir þurfa notendur að útvega fartölvu með þráðlausu netkorti. Öryggiskröf- ur eru eins og best verður á kosið svo notendur ættu ekki að lenda í nein- um vandræðum við notkunina. Þó ber alltaf að fara varlega og er best fyrir notendur að verða sér úti um veiruvarnarforrit. Nánari upplýsingar um þessi þráð- lausu net má finna á heimasíðum Og- Vodafone og Símans.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.