blaðið - 26.05.2005, Side 30

blaðið - 26.05.2005, Side 30
fimmtudagur, 26. maí 2005 I blaðið Nýjasta plata Madonnu mun heita „Defying gravity", sem er sama nafn og titillag plötunnar ber. Madonna er komin langt með að semja lögin og heimildir segja að plötuútgefandinn Wamer haldi ekki vatni yfir nýju lögun- um hennar. Lögin hennar eru að þessu sinni meira rokkuð en áður þótt rafttónlistin sé allsráðandi. Búið er að taka upp átta lög og Mad- onna vinnur nú hörðum höndum við að semja nýja smelli en platan nýja verður kynnt snemma á næsta ári. Teri Hatcherí STJÖRNUSPÁ Teri Hatcher virðist vera heit fyrir því að sitja fyrir í Playboy. Hún var í viðtals- þætti hjá Jay Leno á dögun- um og var spurð af hveiju hún sæti ekki fyrir hjá því virta tímariti. „Ég hef ekki heyrt af því tilboði!,“ hróp- aði Teri og bætti við að hún myndi ánægð sitja fyrir hjá Playboy fyrir litlar 10 millj- ónir dollara. Teri, sem leik- ur um þessar mundir í vin- sælu þáttunum Desperate Housewifes (Aðþrengdar eiginkonur), hefur ekki ver- ið feimin við að sýna líkama sinn og mun eflaust ekki eiga í vandræðum með að fækka fótum fyrir tímaritið Playboy. Kylie Minogue vildi eignast barn Barneignir voru ofarlega í huga Kylie Minogue og kærasta hennar, Olivier Martinez, en krabbameinið gæti hafa sett strik í reikninginn. „Við vorum búin að skipuleggja bameignir eftir tónleikaferðalagið en erum hætt við það í bili. Vonandi er það þó aðeins tímabundið," segir Martinez. Minogue, sem verður 37 ára á laug- ardaginn, er í faðmi fjölskyldunnar eftir uppskurðinn en engar fréttir hafa borist um áframhaldandi með- ferð. Vlfi Ég sakna þeirra tíma þegar þingmenn fóru um sveit- ir og lofuðu malbikaðri heimreið heim að hveijum bæ og lánum fyrir nýrri dráttarvél í aðdraganda kosninga. Lífið var svo miklu einfaldara þá. Þingmenn riðu um hémð og heimsóttu kjósendur sína. Daginn sem von var á þingmanninum úr framsókn datt engum í hug að halda út á engið og slá... nei, menn héldu sig heima, dmkku kaffi og biðu eftir öllum fallegu hlutunum sem þingmaðurinn okkar myndi lofa. Ekki misskilja - það vissu allir að það yrði ekki stað- ið við neitt af hinum fallegu loforðum, ffekar en nú - en það var bara eitthvað svo heimilislegt við þessa stemmningu. í þá daga gat hver sem er haft samband við þingmanninn sinn og fengið hann til að kippa með sér pakka úr borginni - þingmenn vom nefnilega allt- af til í að gera greiða - svona í von um að hljóta at- kvæði að launum en nú er öldin önnur og atkvæðin orðin dýrari. Framsóknarmenn unnu nefhilega kosningamar í Norðausturkjördæmi síðast. Það var bara vegna þess að þeir höfðu lofað Austfirðingum einu stykki álveri og einu stykki Kárahnjúkavirkjun - og það sem meira var - staðið við loforðið. Það vita allir að Dagný er sæt og allt það - en það skýrir ekki af hveiju ffamsókn- armenn fengu svo góða kosningu að Birkir J. fylgdi í kjólfaldi hennar inn á þing. Nei, atkvæðin streymdu inn vegna stóriðjustefnu flokksins - og nú ætla þeir að nota álver og virkjanir til að bjarga honum. Það er ótrúlegt að horfa upp á þessa vitleysu. Það lítur út fyrir að það eigi að setja eiturblásandi verksmiðju af einhverri tegund í hvem fjörð og við hvem þéttbýlisstað. Það er alveg sama hvort það er Valgerður, Halldór eða Don Alfredo - öll hafa sömu ffamtíðarsýn. ísland á að keppa við þriðja- heimslönd um það hver fær að byggja verksmiðju fyrir Alcoa, Norsk Hydro, eða hvað sem þetta heitir nú allt saman, og nota fólk ffá Kína og Póllandi til verksins. Það er a.m.k. búið að nefha nánast alla firði á Norður- landi í þessu sambandi - og ekki minnkar rígurinn milli Akureyrar og Húsavíkur, nú þegar þeir em fam- ir að keppa um stóra bikarinn - ÁLVER! Nei, þá er miklu betra að þingmenn lofi malbiki og dráttarvélalánum - þeir mættu meira að segja standa við þau loforð. Atkvæði ffamsóknarmanna á Austur- landi em örugglega þau dýrustu sem keypt hafa ver- ið í íslandssögunni, og nú vill Framsóknarflokkurinn halda áffam að kaupa, um allt land. - 26.05.2005 - Playboy? Teri Hatcher virðist vera f Hrútur Þú hefur verið einrænn síðustu daga og ekki í aðalhlutverki í félagslífinu. Nú er tími til kominn að láta í sér heyra og segja frá öllu því skemmtilega sem þú ert búinn að vera að gera. Naut Þú ert vel jarðbund- inn þessa dagana og það kemur sér vel. Ekki streitast á móti í dag. Sumir hlutir eru stundum fyrirfram áætlaðir og það þýðir ekkert að reyna að stjórna aðstæðum. fam Tvíburi Þú ert ekki gefinn fyrir alvöruleika og léttar samræður eiga mun bet- ur við þig. Þessa dagana ert þú hins vegar mikið að krefja málin til mergjar og það er nauðsynlegt fyrir alla stundum. Krabbi Þú ert búinn að fresta ákveðn- um málum of lengi. Stundum verður maður að horfast í augu við hlutina og leysa vandamálið því það er oft mun minna en mað- ur gerði sér grein fyrir í byrjun. Ljón Sjálfstraust er gulls ígildi en varastu þó að láta það stíga þértil höfuðs. Vertu í tengsl- um við raunveruleikann því það heldur þér niðri á jörðinni. Atvinnutækifæri eða stöðuhækkun er í vændum og þú getur fagnað því þolin- mæði þín hefur þrautir unnið. Meyja Ef þig vantar hollráð er gott að leita ráða hjá þér eldri og reyndari. Þau voru eitt sinn ung og hafa reynsluna sem þig vantar. Ástarmálin eru í öndvegi þessa dagana og róman- tíkin blómstrar. Vog Þú vilt mun frekar eyða tíma þínum í að skemmta þér en ein- hver innan fjölskyldunnar þarf á þér að halda. Vertu til staðar fyrir fjölskylduna, vinirnir geta beðið. Sporðdreki Þú ert hvatvís þessa dagana og nýtur þess út í ystu æsar. Vertu þrátt fyrir allt staðfastur og ákveðinn því einhver gæti reynt að hafa áhrif á þig. Bogmaður Óvenjulegt viðskiptatæki- færi gefst. Vertu samt á varðbergi og grandskoðaðu málin áður en þú tekur ákvörðun. Steingeit Njóttu dagsins í dag því ör- lögin eru með þér þessa stundina. Þú ert heiðar- legur og hreinskilinn en þegar einhver biður um ráð - vertu þá nærgætinn. Vatnsberi Þú berð mikla ábyrgð þessa dagana og hefur ánægju af því. Djúpar hugsanir sækja á þig og skaltu veita þeim at- hygli. Hver veit nema í þeim felist lausnin. Fiskur Ef þú hefur vanrækt vini þina undanfarið þá skaltu fara að veita þeim athygli. Hvernig væri að bjóða gamla genginu í heimsókn eða skipuleggja pöbbarölt saman? Madonna vinnur að nýrri ^Robbie IWilliams ueyptur |í vax Vaxmyndastytta Robbies Williams á safni Madame Tussaud hefur verið endurgerð en sú eldri var farin að láta talsvert á sjá. Umsjónarmenn safnsins tóku eftir að ungir aðdáendur goðsins létu sér ekki nægja að horfa á styttuna heldur urðu að koma við hana líka. Styttan var orð- in lúin eftir allt káfið og var því tekið á það ráð að gera nýja. Hún er nú tilbúin til sýnis og hefur ýmis konar nýjan útbúnað - meðal annars má kyssa stjörnuna á kinnina. Ef hún fær remb- ingskoss þá glitra augun og lag hans, „She’s the one“, tekur að óma. Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir æsta aðdáendur Robbies og búast má við aukinni aðsókn á safnið eftir þetta.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.