blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 14
fimmtudagur, 26. maí 2005 I blaðið blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjariind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510- 3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettin@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Hverjir eru hæfir kjörforeldrar? Fjölmiðlar hafa á síðustu dögum fjallað um mál Lilju Sæmunds- dóttur kennara, sem ekki fær leyfi dómsmálaráðuneytisins til að ættleiða barn frá Kína. DV fjallar um mál þetta í leiðara sín- um síðastliðinn þriðjudag undir fyrirsögninni „Gefumst ekki upp fyrir kerfisköllum”. Eins og svo oft áður í DV er leiðarinn lítið annað en upphrópanir og sjálfshól og því aðeins að litlu leyti um efni málsins. Blaðið hefur ekki farið sérstaklega ofan í saumana á máli Lilju Sæmundsdóttur, sem nú er rekið fyrir dómstólum af ein- hverjum færasta mannréttindalögfræðingi landsins, Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni. I ljósi frétta af máli Lilju reyndi Blaðið að átta sig á því hveij- ir væru hæfir uppalendur kjörbarna hér á landi, m.ö.o. hveijir það eru sem mega ættleiða börn. Um ættleiðingu gilda fyrst og fremst ættleiðingarlög nr. 130/1999 og reglugerð nr. 238/2005 um ættleiðingu, sem dómsmálaráðherra setti með heimild í 42. gr. ættleiðingarlaganna. Samkvæmt ættleiðingarlögunum er meginreglan sú að ætt- leiðandi verður að hafa náð 25 ára aldri þegar leyfi til ætt- leiðingar er veitt. Hvergi er í lögunum að fmna ákvæði um hámarksaldur ættleiðenda. Þar er aðeins að finna almenn skilyrði í þá veru að leyfi til ættleiðinga verði ekki veitt nema barnaverndarnefnd hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að það sé bæði ættleiðendum og kjörbarni fyrir bestu að leyfa ætt- leiðingu. Dómsmálaráðuneytið virðist hins vegar hafa tekið sér það vald að binda leyfi til ættleiðingar einnig við tiltekinn hámarksaldur, sem samkvæmt ættleiðingarreglugerð ráðu- neytisins er 45 ár. Kjörforeldri getur því almennt ekki verið yngra en 25 ára og ekki eldra en 45 árarSú spurning hlýtur að vakna hvað það er sem segir að sá senrer eldri en 45 ára geti ekki skapað kjörbarni jafhgott atlæti og sá sem yngri er. Jafn- framt má spyija hvaðan dómsmálaráðuneytinu kom heimild til að takmarka aldurinn upp á við. Þá heimild er ekki að finna í ættleiðingarlögunum og því er hér væntanlega um ólögmætt skilyrði að ræða. Það er þó ekki bara aldurinn einn sem getur gert fólk að óhæfum kjörforeldrum. Dómsmálaráðuneytið hef- ur í ættleiðingarreglugerðinni ákveðið að það geti í sérstökum reglum kveðið á um einhver heilsufarsskilyrði kjörforeldra um- fram það sem ættleiðingarreglugerðin kveður á um. Vafasamt verður að telja að dómsmálaráðuneytið hafi heimild til þess að setja reglur um að einhveijir sjúkdómar geri fólk að óhæfum kjörforeldrum. Má þá ekki allt eins setja lög og reglugerðir um að fólk með tiltekna sjúkdóma megi ekki eignast börn? Hver er munurinn á kjörforeldrum og kynforeldrum að þessu leyti og hvernig horfa svona ákvæði t.d. við jafnréttisákvæði stjórn- arskrárinnar? Eins og þessi tvö dæmi sýna og sanna ríkir fullkomin óvissa um hveijir geta talist hæfir kjörforeldrar. Mál Lilju Sæmunds- dóttur kann að skýra réttarstöðu kjörforeldra eitthvað en auð- vitað færi best á því að löggjafinn setti lög sem geymdu á dæm- andi veg þau skilyrði sem setja má ættleiðingum. Með því væri réttaröryggi kjörforeldra tryggt, í það minnsta betur tryggt en nú er. blaði Átök í afmælisveisiunni AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI (unglingavinnunar) sem ber hitann og þungann af því hreinsunarstarfi sem á sér stað í Reykjavík á sumrin. Borgarbúar hafa kvartað yfir því að töluvert vanti á að borgin sé eins vel hreinsuð á sumrin og áður var gert. Gengið á græn svæði Á hátíðarstundum tala borgarfulltrú- ar R-listans um þéttingu byggðar en raunin er sú að byggðin í borginni hef- ur aldrei verið jafnstrjál og mun hún dreifast enn frekar með nýrri byggð í Norðlingaholti og hlíðum Úlfarsfells. Á móti kemur að R-listinn leggur nú mikla áherslu á blokkarbyggingar sem víðast í grónum íbúðahverfum borgarinnar. Með slíkri uppbyggingu er vissulega verið að þétta byggð en hún er víða í ósamræmi við eldri byggð. Með slíkum óafturkræfum skipulagsákvörðunum R-listans er oft gengið á vinsæl útivistarsvæði í mikilli andstöðu við vilja íbúa. Málefni eða völd? í ljósi alls þessa þarf það ekki að koma á óvart að gremja og óánægja VG yf- ir R-lista samstarfinu komi fram á vettvangi umhverfismála. Ekki skal þó fullyrt um hvort hér sé um deilu- mál að ræða, sem menn láta steyta á í samstarfinu, eða hvort málið sé blásið upp til að tryggja VG sterkari stöðu við samningaborðið vegna fram- tíðar R-listáns. Það hafa nefnilega verið fastirdiðir í aðdraganda slíkra samningaviðræðna, eða meðan á þeim stendur, að ný og gömul ágrein- ingsmál skjóta upp kollinum meðal allra þeirra flokka sem standa að R- listanum, og ýmsir flokkshestar stíga fram á sviðið til að lýsa yfir efasemd- um um áframhaldandi samstarf. Sá grunur vaknar að með slíkum uppá- komum sé verið að setja þrýsting á viðræðurnar, búa til skiptimynt sem síðan er notuð við samningaborðið til að krefjast fleiri sæta eða áhrifa fyrir sinn flokk. Tími til að breyta Allir sjá að mikil valdþreyta hrjáir R- listann og innan hans er djúpstæður ágreiningur um málefni, skiptingu embætta þg jafnvel fjölda sæta sem hver flokkur hefur á sjálfum listan- um. í þessari súpu er málefnunum fyrst fórnað til að viðhalda einhverju sýndarjafnvægi innan listans. Úr- lausnum mikilvægra mála er slegið á frest til að halda friðinn, eins og sam- göngumál, skipulagsmál og nú síðast raforkumál, eru klárt dæmi um. Reykvíkingar og raunar lands- menn allir þurfa á því að halda að betur sé haldið á málum í höfuðborg- inni. Reykjavík er enn gífurlega öflug og skemmtileg borg en þegar litið er yfir 11 ára valdatíma R-listans er augljóst að hún hefur tapað forystu- hlutverkinu á ýmsum sviðum. Pottur er víða brotinn í umhverfismálum, eins og rakið er hér að framan. Borg- ina skortir forystu og framtíðarsýn í skipulagsmálum, lóðaskortur er viðvarandi og samgöngumálin eru í ólestri. íbúafjölgun í Reykjavík er nú undir landsmeðaltali á sama tíma og nágrannasveitarfélögin slá hvert metið af öðru á þvi sviði. Fjármál Reykjavíkurborgar eru öll í ólestri og nægir að minna á að hreinar skuld- ir hennar, án lífeyrisskuldbindinga, hafa vaxið úr fjórum milljörðum í 60 á valdatíma R-listans. Reykvíkingar eiga betra skilið og það er í þágu þeirra að sem fyrst verði skipt um stjórn í borginni. Nú í vikunni eru 11 ár liðin frá því að R-listinn komst í meirihluta í borg- arstjórn. Nú, eins og í fyrra, halda aðstandendur afmælisbamsins upp á þennan viðburð með því að rífast heiftarlega á opinberum vettvangi um stefnu og starfsaðferðir innan meirihlutans. í fyrra var blásið tfl veislu vegna tíu ára valdaafmælis R- listans, sem átti að ná hámarki með sameiginlegu málþingi. Ekki varð þó af því vegna innbyrðis ágreinings. Nú sýður upp úr vegna óánægju Vinstri grænna með þátttöku Reykjavíkur- borgar í uppbyggingu stóriðju og hótana Alfreðs Þorsteinssonar, borg- arfulltrúa og stjórnarformanns Orku- veitunnar, um að í þeim efnum skipti afstaða VG engu máli. Enginn árangur í umhverfismál- um Þótt andstaða Vinstri grænna við stóriðju sé að stórum hluta á misskiln- ingi byggð þá hlaut að koma að því að þeir sýndu tennurnar á þvf sviði sem heita á að flokkurinn þeirra er stofn- aður um; nefnilega umhverfisvernd. Eftir því sem það verður augljósara að R-listinn hefur ekki náð neinum árangri í umhverfismálum hljóta borgarbúar að spyrja sig að því hvaða hlutverki Vinstri grænir þjóni í meiri- hlutasamstarfinu. Mörg axarsköft R-listans í um- hverfismálum helgast af fúski og flumbrugangi í skipulagsmálum, sem borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa staðið fyrir og knúið í gegn með offorsi. Hvað eftir annað hafa Vinstri grænir látið slíkar ákvarðanir yfir sig ganga, sem hafa orkað tvímælis eða valdið miklum skaða á umhverfinu. T.d. tóku þeir þátt í að höggva risa- stórt skarð'.í Geldinganes og valda þar með óbætanlegum umhverfisspjöllum á nesinu og umhverfinu í kring. Þá er ljóst að gengið var fram hjá umhverf- isráði þegar Háskólanum í Reykjavík var úthlutað lóð undir Öskjuhlíð. Af- ar óeðlilegt var að umhverfisráð fengi ekki að fjalla um málið áður en svæð- inu var úthlutað undir byggingar og bílastæði, enda var svæðið að stórum hluta til skipulagt sem grænt svæði og í næsta nágrenni við vinsæl úti- vistarsvæði - Öskjuhlíð, Nauthólsvík og göngustíginn með ströndinni. Um- hverfisráð bókaði alvarlegar athuga- semdir við að hafa ekki fengið að Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi. fjalla um málið og það einsetti sér að láta slíka handvömm ekki henda aft- ur. Bókunin var samþykkt einróma í ráðinu en formaður þess er Katrín Jakobsdóttir, varaborgarfulltrúi VG. Margt fleira má tína til varðandi umhverfismálin og er gremja VG varðandi þann málaflokk vel skilj- anleg. Fækkun endurvinnslustöðva í Reykjavík og styttri afgreiðslutími er ekki til þess fallin að hvetja borgar- búa til að not- færa sér þjón- ustu þeirra. Hið sama má segja um stór- aukna gjald- töku vegna móttöku á sorpi og hef- ur það færst . í aukana að það sé losað á víðavangi sem hefur verið nánast óþekkt vandamál í borginni hing- að til. Á valda- tíma R-hstans hefur síðan verið dregið stórlega úr starfsemi Vinnuskóla Reykjavíkur R-listasam- starfinu þarf ekki að koma á óvart FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK DEKKJAHÓTEL VIÐ GEYIMUM DEKKIN FYRiR PIG ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALDI GÚMMÍVINNUSTOFAN EHF. RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588 WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS L

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.