blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 6
fimmtudagur, 26. maí 2005 í blaðið Forseti Indlands kemur í heimsókn: Það stendur til að undirritaður verði loftferðasamningur á milli íslands og Indlands, sem hluti af opinberri heimsókn forseta Indlands hingað til lands. A.P.J. Abdul Kalam kemur við á íslandi dagana 29. maí-1. júní í opinberri heimsókn, sem er hluti af tveggja vikna ferð hans um Evrópu. Engin viðskiptasendinefnd verður með í fór líkt og var þegar Ólafur Ragnar Grímsson fór til Kína um dag- inn heldur er um kurteisisheimsókn forseta Indlands til forseta íslands að ræða. Flug ekki á teikniborðinu Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, styður eindregið samninginn milli landanna. „Þeim mun fleiri og betri loftferðasamn- inga sem við gerum, þeim mun meiri möguleikar opnast. Þetta getur skipt máli fyrir bæði farþega- og fragtflug og alls konar aðra starfsemi tengda flugi.“ Aðspurður segir hann aldrei að vita hvort Icelandair fari að fljúga á milli landanna. Ræðismaður Indlands á íslandi sendiráð hér á landi en fréttir þess segir það úr lofti gripið að Indverjar efnis birtust í fjölmiðlum í gær. séu með hugmyndir uppi um að opna Loftferðasamningur milli íslands og Indlands En ekki sendiráð Dagur af Reykjavíkur listanum að óbreyttu Vísindaveiðar: íslendingar fordæmdir Gömlu hvalveiðiskipin í Reykjavíkurhöfn. Dýraverndunarsamtökin The Int- emational Fund for Animal Wel- fare (IFAW) hafa slegist í hóp með sendiherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands gegn fyrirhuguðum hvalveiðum íslendinga í sumar. Sam- tökin fordæma veiðarnar sem ónauð- synlegar, grimmar og fjárhagslega óhagkvæmar og biðja Sjávarútvegs- ráðuneytið að hætta við þær. Vilja 139 hrefnurá næstu tveim- ur árum Talsmaður Hafrannsóknarstofnun- ar segist ekki skilja hvers vegna öll þessi gagnrýni berist einmitt núna. Engin sérstök tillaga hafi verið send ríkisstjórninni en vissulega sé vitað í Sjávarútvegsráðuneytinu hvaða áætlanir stofnunin hafi. Þetta séu ársgamlar tillögur sem allt í einu hafi orðið fréttaefni nýlega. Hafrann- sóknarstofnun vill klára fyrra hundr- aðið af tveimur hundruðum dýra með veiðum á 39 hrefnum í ár og klára það seinna á næsta ári. Símaskrá komin út: Mikið af nýjungum Og fullt af fólki Bjóði Reykjavíkurlistinn fram í borgarstjórnarkosningunum að ári má ljóst telja að Dagur B. Eggertsson hverfi af þeim vettvangi því ekki er rými fyrir fulltrúa „óháðra" á listanum. Þótt viðræður flokkanna þriggja, sem standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, gangi stirðlega hafa þær samt sem áður þokast áfram á sumum sviðum. Eitt af því sem viðræðunefndin varð fyrst ásátt um var að ef samkomulag tækist um framboð Reykjavíkurlistans í fjórða sinn myndu einungis fulltrúar flokkanna sitja í efstu átta sætum hans. Um fulltrúa „óháðra" yrði ekki að ræða á nýjan leik og því sjálfhætt fyrir Dag nema hann gangi í einhvem flokkanna. Breiðbandsnotkun: ísland í 4. sæti á heimsvísu í nýjustu tölum Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu (OECD) er ísland í fjórða sæti í útbreiðslu breið- bands. Þau lönd sem standa okkur framar eru Suður-Kórea, Holland og Danmörk. ísland er um 0,7 prósent- ustigum frá Danmörku og Hollandi. í 27 af 30 ríkjum OECD er ADSL útbreiddasta breiðbandsþjónustan en hlutfall þeirrar þjónustu er hæst á íslandi, 17,4%. ■ Kunnugir segja Dag ekki munu ganga í Samfylkinguna að svo stöddu þótt flestir líti á hann sem óopinberan liðsmann hennar, ekki síst eftir stuðningsyfirlýsingu hans við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri Samfylkingarinnar á dögunum. Hann líti svo á að hann hafi verið kjörinn sem fulltrúi óflokksbundinna borgarbúa, sem hafi viljað leggja Reykjavíkurlistanum lið, og hann vilji sitja sem slíkur út kjörtímabilið. Hvað þá taki við sé svo önnur saga. Þá styttist í alþingiskosningar og áhugi mun vera fyrir því meðal Samfylkingarfólks í Reykjavík að fá hann til framboðs á þeim vettvangi. Ný stjórn Trygginga- miðstöðvarinnar Páll Þór Magnússon og Kjartan Broddi Bragason voru kosnir í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar á hlut- hafafundi í gær. Auk þeirra eru Geir Zoéga, Guðbjörg M. Matthíasdóttir og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son í stjórn. Einnig voru Jón Krist- jánsson og Sindri Sindrason kosnir sem varamenn en Sindri vék sæti úr aðalstjóm. Úr stjórn gengu Sigur- björn Magnússon, Ægir Páll Frið- bertsson og Gunnar I. Hafsteinsson. Eins og undanfarin ár er forsíða Símaskrárinnar prýdd listaverki og er það Verkið Æi, æ 2003, eftir Maríu Hrannar Gunnarsdóttur, nemanda í myndlistardeild Listahá- skóla íslands, sem fær þann heiður að þessu sinni. Fyrir utan 335 þúsund skráning- ar og götukort í skránni má t.d. finna lista yfir algengustu nöfn ís- lendinga og tilurð þeirra. Nýjungar eru m.a. ýmsar tölulegar upplýs- ingar um ísland; flatarmál, helstu stöðuvötn og fossa. Einnig má finna ýmsar töflur um mál og vog, heiti hjúskaparafmæla, upplýsingar um hvernig á að reikna út bensíneyðslu bíla og orðalista yfir SMS-skamm- stafanir. Skráin liggur frammi í öllum verslunun Símans, á afgreiðslustöð- um Flytjanda og öllum bensínstöðv- um Essó, Olís og Shell til 1. júlí næstkomandi endurgj aldslaust. Inn- bundin fæst hún eingöngu í verslun- um Símans og stærstu bensínstöðv- um. Ekki var gefið upp um kostnað við gerð Símaskrárinnar. ■ Ótrúlega flottar maður a morgun Nýjung fyrir alla. Café Presto Hlíðarsmóra 15, Kóp '• ' V' - I . 'l 1 ■’ M'

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.