blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 18
fimmtudagur, 26. maí 2005 i blaðið Sælgæti á sumrin halldora@vbl.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er mikil salatkona, sérstaklega yfir sumartím- ann, en gott salat er að hennar mati eitthvað sem ekki má missa sín á sumrin. Ingibjörg telur fjölbreytni í matargerð mikilvæga og býr því jafn- an til salöt úrþví sem hendi er næst. „Ég nota oft bara það sem til er en passa upp á að hafa salötin breytileg dag frá degi. Fjölbreytnin auðgar! Þetta salat er gott og kjammikið en ég bjó það til fyrir strákinn minn sem var í próflestri fyrir stúdentspróf og veitti því ekki af hollu fóðri.“ Poki af blönduðum rucola-salatblöðum 1 lárpera slatti af rækjum 3 harðsoðin egg rauðlaukur rauð paprika brokkolí svolítið af kóríanderlaufum Sósa: 1 dós af 10% sýrðum rjóma 1/2 engiferrót, söxuð smátt 1 hvítlauksrif safi úr 1/2-1 sítrónu salt og pipar úr piparkvörn Þessi sósa er góð með öllu, t.d. steiktum fiskbollum eða grilluðu kjöti. Hollara salt mun betra í matargerðina Ferskir ávextir og grænmeti besta nartið í sólinni Margir láta sólargeislana leika við andlitið á sumrin með ferskan kokkt- eil við hönd í garðinum á blíðviðris- V . degi en það þykir lýsandi stemmning yfir dekurstund þegar sólin skín. Ferskur drykkur í hitanum er góður en ekki er verra að vera með körfu af svalandi ávöxtum. Ávextir, sem og grænmeti, er okkur mjög hollt og öll ættum við að gera meira að því að borða slíka fæðu milli mála í stað súkkulaðikex eða annars sem ekki gerir okkur eins gott. Þegar hlýtt er í veðri og bjart yfir öllu er ekkert betra en vínber, jarðar- ber, melónur eða fleira sem er sval- andi og gott. Hættum í sætindunum og temjum okkur hollan og góðan bita á milli mála. Við erum fljót að kom- ast upp á bragðið og segja skilið við óþverrann. Þar fyr- Blaðið kynnir: ir utan er grænmeti og ávextir algjört augnayndi og í fallegri skál er þetta hin fínasta skreyting, auk þess sem afar fallegt er að bera þetta á borð þegar gesti ber að garði. Salt er mikið notað í matargerð í heim- inum en margir nota saltið til þess að gera góðan mat betri. Þar fyrir utan er nóg um nautnaseggi á hveiju strái sem varla láta sér bita til munns án þessaðsaltsénot- að. Dæmi eru til um að fólk setji salt á pítsur, brauð og salöt. Sú vitneskja liggur fyrir að salt er óhollt og það er ekki ráðlagt að neyta þess í miklu magni, þó svo að stundum sé það ráðlagt, t.d. þegar fólk er í miklum hita. Fyrir þá sem ekki geta ver- ið án þess að salta allan mat gæti verið sniðugt að skipta úr gamla matarsaltinu yfir í þessi náttúrulegri. Hægt er að fá salt- tegundir sem eru náttúrulega hreins- aðar en flestir bestu veitingastaðimir hafa tekið til við að nota þær tegundir. Þær eru betri og hollari þó svo að salt sé auð- vitað alltaf salt. Dæmi um „hollt" salt eru t.d. Herba- mare og Maldon, en það eru sjávarsölt og vænlegri kostur til matargerðar hvers konar. Herbamare er fínt sj ávarsalt, bú- ið til úr jurtum, en Maldon er svokallað sætsalt sem þykir afar skemmtilegt í matvinnslu. Nv sendinq af Mitre fótboltaskóm! Mitre Friction Takka- og gervigrasskór Barnastærðir f rá 28 - 38 KR. 2.990 Fullorðinsstærðir frá 39 - 46 KR. 4.490. Jói útherji knattspyrnuverslun ** Ármúla36 Sími 588 1560 www.joiutherji.is IMorandé Sauvignon Blanc Morandé - Curico Valley - Chile Sérstaða þessa nýja-heims víns, úr Sauvignon-þrúgum, felst í því að það er í senn ferskt og þrosk- að. í fyrstu er bragð þess rís- andi með áberandi ávaxtakeim. Bragðið verður síðan suðrænt og seiðandi. í lokin læðist fram gott rjómabragð og fyrir vikið hent- ar vínið vel með feitum sósum. Vínið hentar mjög vel með öllum fisk- og sjávarréttum, auk þess að henta prýðilega með pasta. Þetta er skemmtilegt sumarvín og kjör- ið eitt og sér. Morandé Syrah Morandé - Maipo Valley - Chile Syrah-berin eru þekkt fyrir kraft- mikið bragð og þetta vín stendur svo sannarlega undir því. Vínið er dökkt og mikilfenglegt. Það hefur kraftmikið hindbeijabragð, ákveðna myntukennda sætu og í lokin hefur skemmtilegt lakkrís- bragð vinninginn. Vínið er veru- lega kryddað og gott jafnvægi er á milli áfengismagns og sýru vínsins. Gott er að umhella vín- inu nokkuð ákveðið til að jafna barkasýruna. Þetta er kjötvín af bestu gerð og hentar vel með nautasteik og villibráð. Gaman er að prófa osta með örlitlu hunangi með þessu víni. m , VIFILFELL -I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.