blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 4
4 innlent fímmtudagur, 26. maí 2005 I blaðið Meðhöndlaðir við berklum við Kárahnjúka Nokkrir erlendir starfsmenn Impre- gilo við Kárahnjúka eru þessa dagana í meðhöndlun vegna kveisuberkla- smits. Engin sönnuð berklatilfelli hafa þó komið upp heldur eru starfs- mennirnir meðhöndlaðir vegna „reiknaðra líka“ á berklasmiti, eins og Þorsteinn Njálsson, læknir við Kárahnjúka, orðaði það í samtali við Blaðið. Stór hópur af erlendum starfsmönn- um vinnur um þessar mundir fyrir ítalska verktakafyrirtækið Impregilo við virkjunarframkvæmdir. Að sögn Þorsteins er eftirlit með heilsufari starfsmanna við Kára- hnjúka til fyrirmyndar. Þar eru nú starfandi tveir læknar og einn hjúkr- unarfræðingur, og allir starfsmenn hafa góðan aðgang að heilbrigðisþjón- ustu. „Það hafa einfaldlega verið teknar lungnamyndir af þessum einstakling- um og þeir eru settir á berklameðferð meðan ekki er 100% hægt að útiloka að um berkla sé að ræða. Þetta er gert af öryggisástæðum - þetta eru eðlilegar vinnureglur. Það sýnir að allrar varkárni er gætt,“ sagði Þor- steinn að lokum. - WT 'l r ffí |EJ |íf í 1 j [j Ll " Á þriðja hundrað Landcruiser- jeppar innkallaðir Innkalla þarf 270 Toyota Landcruis- er bfla af árgerðinni 2001-2003 hér á landi á næstunni vegna galla í spind- ilkúlum og fá eigendur þessara bfla bréf í pósti þar að lútandi á næstu dögum. Þessi tiltekni galli getur leitt til trosnunar og ótímabærs slits, en 61.000 Landcruiser-bflar verða kall- aðir til athugunar vegna þessa á heimsvísu. Eiríkur Einarsson, tækni- Borgarstjóri bjartsýnn á framtíð R-listans - segir deilur innan Reykjavíkurlistans hefðbundnar í aðdraganda uppstillingar og stefnumótunar fyrir kosningar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borg- arstjóri Reykjavíkur, hefur ekki áhyggjur af þeim væringum sem verið hafa innan Reykjavíkurlistans undanfarna daga og minn- ir á að ámóta deilur hafi einatt risið á þessu stigi máls. „Menn setja fram sínar ítrustu kröfur en síð- an er mæst á miðri leið.“ Borgarstjóri telur engin þau deilumál hafa komið upp sem ekki megi leysa ef viljinn er fyrir hendi. „Ég er bjartsýn og treysti á að fólkið sem er að vinna þessa vinnu fyrir okkur sýni þá ábyrgð að leysa ágreininginn þannig að Reykjavíkurlistinn verði áfram til,“ segir Steinunn og bætir við að hann lifi á fleiru en fortíðinni. „Við höfum framtíðarsýn og þótt Reykjavíkurlist- inn hafi verið lengi við völd hefur átt sér stað mikil og stöðug endurnýjun, bæði á mönnum og málefnum." Hnútur hafa gengið milli liðs- manna Reykjavíkurlistans undan- farna daga og hafa ýmsir innanbúð- armenn gengið svo langt að segja samstarfíð í hættu og framboð list- ans að ári beinlínis ólíklegt. Forsíðuviðtal Fréttablaðsins við Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, í gær var svo ekki til þess fallið að róa menn niður því þar var því slegið upp að afstaða Vinstri grænna í málefhum Orkuveitu Reykjavíkur skipti engu. Síðar um daginn sagði Alfreð að orð hans hefðu verið mistúlkuð í blað- inu en þó ekki fyrr en stjóm Vinstri grænna í Reykjavík hafði birt yfirlýsingu þar sem harmaðar voru „hót- anir Alfreðs" um sam- starf við sjálfstæðis- menn í Orkuveitunni og sagt að í þeim fæ- list jafnframt hótun um að slíta meirihluta- samstarfinu í Reykja- vík.“ Flugleiðir græða Afkoma FL Group, sem áður hét Flugleiðir, batnaði um 880 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins mið- að við sömu mánuði í fyrra. Þetta er næstbesta afkoma starfsemi félagsins á þessum árstíma frá upp- hafi að sögn félagsins. Hagnaður þessa fyrstu þrjá mánuði ársins var 25 milljónir. Treysti á að menn leysi ágreininginn svo R-listinn verði áfram til stjóri hjá P. Samúelsson, segir að við reglubundnar skoðanir á Toyota Landcruiser bflum af þessum árgerð- um hafi aðeins einn bíll komið fram með bilaða spindilkúlu. Bilanir hafa fundist í 21 af þeim 883.000 Toyota- bflum sem kallaðir eru inn um allan heim en þar af hefur bilunin aðeins leitt til slyss í einu tilfelli. Illa fengnir fulltrúar á landsfundi Samfylkingar? Félagar í flokksfélagi Samfylkingar- innar á Akranesi á aldrinum 15-35 ára voru allir sem einn færðir úr fé- lagatalinu yfir á félagaskrá Ungra jafnaðarmanna (UJ) fyrir Landsfund Samfylkingarinnar um liðna helgi, sem hefði fært fimm fulltrúa Skaga- manna yfir til UJ ef það hefði ekki komist upp í tæka tíð. Blaðið hefur heimildir fyrir því að flokksfélög Samfylkingarinnar víðar um landið séu að kanna félagaskrár sínar og hvernig þessum málum var háttað fyrir landsfund. Leiða menn líkur að því að starfsmaður UJ á skrifstofu Samfylkingarinnar hafi gerst fifllákafur í félagaöflun fyrir hreyfinguna og tengja það kosninga- baráttu Ágústs Ólafs Ágústssonar til varaformannsembættis flokksins. Geir Guðjónsson, formaður Sam- fylkingarfélagsins á Akranesi, vildi sem minnst tjá sig um málið að svo stöddu, málið væri í athugun á flokks- skrifstofunni. „Ef þetta er einangrað tilvik þá verður það bara leiðrétt en ef það kemur í ljós að flokksskránni hafi verið breytt kerfisbundið á þenn- an hátt er málið miklu alvarlegra. Ég var búinn að senda félagatalið frá mér en þegar ég fékk það til baka viku síðar voru yfir 40 horfnir úr því og skráðir í UJ á landsvísu." Á skrifstofu Samfylkingarinnar fékkst það staðfest að athugasemd- ir frá Akranesi hafi leitt í ljós að einhver mistök hafi átt sér stað við vinnslu félagatala vegna landsfund- ar. Hins vegar vildu starfsmenn ekki svara því hvort rannsakað hefði verið hvort hið sama hefði komið fyrir fé- lagatöl annarra félaga, en sögðu að ekkert annað félag hafi gert athuga- semd við félagatölin eins og þau bár- ust frá flokksskrifstofunni. Gangi menn í Samfylkinguna má gera það með því að ganga í hin ýmsu flokksfélög, en fólki á aldrinum 15- 35 ára býðst að ganga í félög Ungra jafnaðarmanna án þess þó að það sé skylda, enda starfa þau ekki alls staðar. Þegar fulltrúafjöldi einstakra félaga á landsfundi er ákveðinn er farið eftir félagaskrám þeirra en einn fulltrúa má senda fyrir hverja tíu flokksfélaga. Ágúst Ólafur Ágústsson, nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar, hefur enn ekki látið ná í sig þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir Blaðsins. Drengjamiðað nám Forráðamenn Hússtjórnarskólans á Hallormsstað hafa sótt um aukafjár- veitingu til menntamálaráðuneytis- ins. Ástæðan er verkefni sem miðar að því að fjölga drengjum sem stunda nám við skólann. Að sögn Þráins Lárussonar skóla- meistara eru drengir mjög tregir til að sækja um nám við skólann. „Við viljum bjóða upp á fjölbreytt- ara nám og fjölga greinum sem geta höfðað til drengja," sagði Þráinn í samtali við Blaðið. „Sem dæmi viljum við bjóða upp á nám í leðurvinnslu, tréskurði og fleiru. Skólinn hefur gengið gríðarlega vel að undanförnu og það vel að við teljum okkur hafa að mestu efni á nýju námi. Það eina sem við þurfum að fjámiagna er launakostn- aður kennara," sagði Þráinn að lokum. - Kassaklifur - GPS ratleikir - Bátasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastöp ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skróning ó netinu: www.ulfljotsvatn.is 7-8 ára Einstök krakkanámskeið Útilíf og œvintýri! ý-12 ára Almenn námskeið Vinir, fjör og hópefli! INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is,

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.