blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 16
fimmtudagur, 26. mai 2005 i blaðið Vantar þig hjól? Þrátt fyrir að reiðhjól hafi lækkað mjög mikið í verði á undanförnum árum er alltaf gaman að gera góð kaup. Ef þú ert að leita að reiðhjóli fyrir lítinn pening má benda á prýðilega heimasíðu HFR - www. hfr.is - en þeir hýsa afar gjöfult sölutorg. Þar ganga gömul og ný hjól kaupum og sölum, sem og varahlutir af öll- um stærðum og gerðum. Hlaupaskór og heilræði Það er mjög mikilvægt að vanda valið þegar á að kaupa hlaupaskó og hætt er við að byrjendur í fóta- búnaðarkaupum sjái ekki skóinn fyr- ir trjám, ef svo má að orði komast. Aðspurðir segja hlauparar þó að merkin skipti ekki öllu máli, enda um gæðavöru að ræða í öllumtilvik- um - það skiptir öllu að finna skó sem hentar hverjum og einum. Mik- munur er eftir tegundum á sniði og lögun og leitin snýst í raun um að finna skó sem situr þægilega á fæti. Ef áhuginn kviknar þegar rétti skórinn er fundinn mæla álitsmenn Blaðsins með því að kíkja í hlaupagreiningu, en hana má nálgast til dæmis í Útilff og Stoðtækni. Ef lóan boðar vorið þá boðar skokk- arinn sumarið. Einn stærsti skokk- klúbbur landsins gerir út ffá lík- amsræktarmiðstöðinni Laugum og engur undir nafninu Laugaskokk. samtali við Blaðið segir Pétur Ingi Frantzson að hópurinn telji um 70 meðlimi Lauga, en um 30 manns mæta á hverja æfingu. Æfingar eru alla daga og æfingatímar eru gefnir upp á www.laugaskokk.is. Ekki er erfitt að finna Laugaskokkara sem hittast á æfingatímum í anddyri lík- amsræktarstöðvarinnar. Hópurinn er mjög fjölbreyttur en þar hlaupa hlið við hlið algerir byijendur og nokkrir af bestu maraþonhlaupurum lands- ins. Einnig er boðið upp á töluvert úrval af mismunandi hlaupaleiðum sem eru hugsaðar fyrir mismunandi reynslu og hlaupagetu. Pétur segist sjá að um þetta leyti sé til dæmis fólk, sem hyggur að undirbúningi fyr- ir Reykjavíkurmaraþon, að bætast í hópinn. Laugaskokkarar hyggja einn- ig á helgarferð til Mývatns í lok júní, og má ljóst vera að það verður allt á fullu hjá Laugaskokkurum í sumar. Iðkendurfjallabruns ná allt að 80 km hraða. Beinbrot Fjallabrun er nýjasta æðið meðal Það er í raun með ólíkindum að ímynda sér að einhverjum hafi dottið í hug að hefja þá iðju sem nú nefnist fjallahjólabrun. Þetta nýjasta sport landsins, sem einhveijir tugir ung- menna stunda um þessar mundir, gengur út á að fara upp á hól eða fjall á flallahjóli og bruna síðan niður eins hratt og mögulegt er. Einn viðmælandi Blaðsins orðaði það þannig að orsaka- sambandið væri augljóst - því minna vit - því hraðar þyrði hver og einn að bruna. Hvort það sé satt skal ósagt lát- ið en ljóst er að talsverðan kjark þarf til að bruna af stað niður misbrattar, ósléttar og óárennilegar brekkurnar. í fjallabrunkeppni í fyrra náði sá sem hraðast fór um og yfir 80 kílómetra hraða, og því má ekki gleyma að ekki er farið um slétta braut. Einn þeirra sem stunda þetta fífldjarfa sport við- urkenndi að meiðsl og jafnvel beinbrot væru alls ekki óalgeng. Allt að 400.000 króna hjól Það hefur lengi verið sagt að því eldri sem drengurinn eða karlmað- urinn verði - því dýrara verði dótið hans og það á ekki illa við í þessu sam- bandi. Dæmi eru um að iðkendur hafi fjárfest í hjólum fyrir allt að 400.000 krónum, en hægt er að fá gott fjalla- brunhjól fyrir um 200.000 kr. Hjólið er þó ekki nema hluti af búnaðinum því iðkendur líta út svipað og þeir sem stunda mótorkross, þ.e. hver og einn er með sérstaka vettlinga, alls konar brynjur og hjól, sem er miklu líkari mótorhjólahjálmi en hefðbundnum reiðhjólahjálmi. í fyrra keppti á annan tug kappa í fjallabrunskeppni á Sauðárkróki. Góð aðstaða við Bláfjöll Erlendis hefur þessi íþrótt notið vaxandi vinsælda, bæði meðal iðk- enda og áhorfenda. í Þýskalandi eru kláfar notaðir til að komast upp á hin ýmsu fjöll og síðan er brunað niður. Hér á landi eru slík farartæki ekki til staðar en iðkendur horfa mjög til t.d. Bláfjalla til þessarar iðju, enda hægt að nýta skíðalyftur til að flytja reiðhjól og knapa upp að sumarlagi, á nákvæmlega sama hátt og skíði og skíðamann yfir veturinn. Nokkur mót í þessari nýju jað- aríþrótt eru á döfinni í sumar, það fyrsta í Bláfjöllum 19. júní næstkom- andi. «?lnagh URVALIÐ Hjólalistir í Nauthólsvík Siglunes, miðstöð ÍTR í Nauthóls- vík, og Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR), hafa tekið höndum saman og bjóða upp á námskeið og æfingar í alls kyns hjólalistum í sumar. Boð- ið verður upp á fjallahjólanámskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára unglinga þrisvar í viku fyrir þá sem vilja þeysa um grundir og hlíð með fríðu fóruneyti. Einnig ætla ÍTR og HFR að standa fyrir þrautabraut fyr- ir BMX- og Freestyle-hjól í Öskjuhlíð í sumar, þar sem ungir ofurhugar geta leikið listir sínar. Námskeiðin eru tilvalin fyrir þau ungmenni sem vilja ferskt loft, hreyfingu og góðan félagsskap. í kaupbæti ættu þau að læra ýmsar kúnstir, en seint verður það talin vond hugmynd að sýna sig svoh'tið yfir sumartímann.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.