blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 19

blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 19
blaðið I fimmtudagur, 26. maí 2005 íslendingar framarlega iheilsueflingu Gylfi Einarsson telur íslendinga með hraustari þjóðum halldora@vbl.is Það að vera við góða heilsu felur í sér líkamlegt hreysti og gott líkams- ástand yfir höfuð, þó svo að þar sé ekki átt við lóga fituprósentu heldur heilbrigt ásigkomulag. Heilbrigði og hollusta er lykillinn að góðri heilsu en þar spila mataræði og hreyfing stóran sess. Það er óhætt að segja að Gylfi Einarsson fótboltamaður sé við hestaheilsu en hann starfar sem at- vinnumaður hjá enska knattspyrnu- liðinu Leeds og þarf því að halda að- alverkfæri sínu - líkamanum - í góðu lagi. Það er Gylfa kappsmál að huga að mataræði og reyna eftir fremsta megni að hafa hollustuna í fyrirúmi, en eins og segir í gamalli klisju ná íþróttamenn ekki settum árangri hugsi þeir ekki um líkamann. „Fyrir mig persónulega skiptir máli að huga að mataræði. Eg finn t.d. mun á mér ef ég borða eitthvað óhollt, mér líður ekki eins vel og ég hef ekki sama kraft í æfingum og leikjum. Eg reyni því að temja mér frekar hollt mataræði. Hvað hreyfingu varðar þá geri ég eitthvað nánast á hverjum einasta degi. Þetta er náttúrlega vinn- an mín og því ekkert sem ég stjórna í rauninni," segir Gylfi en hann segir hreyfingu eins mikilvæga fyrir andlega líðan og útrás. „Ef ég er meiddur og get ekki æft í einhvern tíma get ég orðið mjög skapvondur, ég finn alveg fyrir því. Maður verður hálfómögulegur andlega þegar maður fær ekki sína líkamlegu útrás.“ Gylfi segir mismunandi hversu í viku oft hann æfir, það sé mjög breytilegt eftir því hvort margir leik- ir séu í gangi. „í Englandi er spilað mjög þétt, það er mikið af leikjum og stundum eru tveir leikir í viku. Þá er í rauninni ekkert æft rosalega stíft, bara teknar léttar æfingar. Annars eru þetta svona 5-6 skipti í viku,“ segir Gylfi, en hann telur kröfurnar um heilbrigði leikmanna ekkert allt- of miklar. „Það eru engar rosalegar reglur lagðar fyrir okkur um hvað við megum borða og hvað ekki. Það er samt mötuneyti á æfingasvæðinu og þar fáum við alltaf hollan mat í hádeginu þannig að við erum auð- vitað frekar hollir svona í heild- ina. Við erum reyndar allir fitu- mældir, maður er klipinn allur út og suður og svo fáum við áætlun hver fyrir sig. Þetta er svona ágæt- is aðhald má segja.“ :þjc : Isl Gylfi hefur auk íslands verið búsettur f Noregi og Bretlandi en að hans mati erum við íslending- ar framarlega í allri heilsueflingu miðað við þessar þjóðir. Hann segist halda að íslendingar lifi yf- irhöfuð heilbrigðu líferni og hugi að heilsunni en þar eigi samt hé- gómi óneitanlega sinn sess. „Við erum upp til hópa uppteknari af útlitinu en margar aðrar þjóðir, t.d. Bretar. Það er mik- ""Tl ill munur á að vera hérna en í Bretlandi. Fólkið þar hugsar mun minna um þessa hluti. Okkur er umhugað að líta vel út og erum bet- ur á okkur komin upp til hópa. Maður tekur líka rosalega eftir því hvað íslendingar eru mikið að reyna að vera flottastir þegar maður kemur hingað. Það er auðvitað ekkert nema gott mál - bara mjög jákvætt. Svo er auðvitað hægt að ganga of langt líka. Ef fólk er farið að stinga puttanum upp í kok til þess að grennast þá er það kom- ið á hálan ís - og spurning hvort ekki sé betra að vera frekar vel í holdum. Svona í heildina lifum við frekar heilbrigðu lífi að mínu mati, við erum hraust þjóð.“ | v.........1 Við erum reyndar fitumældir en þá er maður klip- inn allur út og suður. Nauðsynlegt að gera sér dagamun Gylfi tekur fram að hver og einn þurfi að finna sína leið í þessu sem öðru og það sé erfitt að alhæfa um það hversu mikla æfingu við þurfum. „Við erum misjöfh eins og við erum Ekki hægt að setja bann á allt. mörg og einum getur nægt hálftíma göngutúr á dag en einhver annar þarf meiri tíma. Svo er auðvitað mikill munur á því hvort þú ert að reyna að halda þér eins og þú ert eða hvort þú ætlar þér að sjá ákveðinn árangur. Ef við stefnum að einhverju þurfum við að vera þolin- móð og ekki ætla okkur of mikið í byrjun," segir knattspyrnu- maðurinn og bætir því við að árang- ur náist þó ekki með hreyfingu ein- göngu. Þar hafi mataræði mikil áhrif og að viðkomandi þurfi að vera agað- ur. Aðspurður segist Gylfi þó taka hlutina með stóískri ró og passi sig á að lifa lífiinu. .fyuðvitað þarf mað- ur að leyfa sér ýmislegt, það er ekki hægt að setja bann á allt. Fólk verður að geta fengið sér eitthvað óhollt endr- um og eins, auk þess sem mikilvægt er að fara stundum út á lífið og lyfta sér upp.“ Mikilvæg atriði í tengslum við blóðgjöf: Vera heill heilsu, úthvíldur og án lyfja. Hafa borðað og drukkið vel. Eftir blóðgjöfina er öllum ráðlagt að jafna sig og fá sér hressingu á kaffistofunni. Sjálf blóðgjöfin tekur 5-8 mínútur en heimsóknin í heild tekur um það bil 30-40 mínútur. Eftir blóðgjöf þarf að hlífa handlegg og drekka vel næstu 5-6 klukkustundirnar. Ekki er ráðlagt að fara í líkamsrækt eða sund þann dag sem gefið er blóð. Konur mega gefa blóð á fjögurra mánaða fresti. Karlar mega gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Blóðgjöf Þörf fyrir 70 manns á dag Stofnað var til blóðbankastarfsemi á Landspítalanum í sérstakri bygg- ingu í nóvember 1953. Síðan þá hef- ur starfsemin blómstrað og státar Blóðbankinn núna af bestu kaffistofu landsins og e.t.v. vinalegasta starfs- fólki sem fyrirfinnst. Bankinn hefur þörf á 70 blóðgjöfum á dag, sem sam- svarar rúmum 30 lítrum blóðs. Þetta tekst með samvinnu starfsfólksins og fórnfúsum blóðgjöfum en þó er alltaf verið að leita að nýjum gjöfum. Til að geta gefið blóð í fyrsta sinn þarf einstaklingur að vera yfir 50 kg, full- frískur, lyfjalaus og á aldrinum 18- 60 ára. Ekki er tekið blóð við fyrstu komu heldur einungis blóðsýni sem er rannsakað með tilliti til gæða og sjúkdóma. Farið er yfir heilsufars- sögu, mældur blóðþrýstingur og púls. Ef starfsmenn Blóðbankans hafa ekki samband í um það bil 14 daga eftir það þá má fara að gefa blóð. Komið til gjafar Þegar komið er til gjafar þarf að íramvísa persónuskilríkjum og fylla út heilsufarsskýrslu. Hún er fyllt út eftir bestu vitund og staðfest með undirskrift. Heilsufarsskýrslan er mikilvægur liður í öryggisneti Blóð- bankans til að tryggja bæði öryggi blóðgjafa og blóðþega. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Eftir að farið er yfir skýrsluna með hjúkrunarfræðingi er blóðþrýsting- ur og púls mældur áður en lagst er á bekkina fyrir blóðgjöf. Tæpum tíu mínútum og hálfum lítra af blóði síð- ar er blóðgjöfinni lokið. Þá er manni boðið á kaffistofuna frægu þar sem boðið er upp á hressingar af öllu tagi og meira að segja súpu í hádeginu. Futurebiotics NÆTURBRENNSLA Undraverður árangur IRYMTOKí OinARY SUPPLíMíHi Fæst í apótekum.heilsubúðum og matvöruverslunum auglysingar@vbl.is blaðiö=

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.