blaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 1
STEYPUSTÖÐIN S. 540 6800 www.steypustodin.is
lý Ármanns:
Stelpan med
tarot-stokkinn
í skólatöskunni
bls.30
Lyktarskyn||
- bls. 10
Birgitta
Haukdal:
Grillar fyrir steipumar
- bls. 13
Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 • bladid@vbl.is
19. TBL. 1. ÁRG
FIMMTUDAGUR,
2. JÚNÍ, 2005.
ÓKEYPIS
Nokkur grömm
af einlægni
Bæjarlind 14-16,
201 Kópavogur
Síjni 510-3700
bladid(g>vbl.is
ISSN 1670-5947
FRJÁLST OG ÓHÁÐ
Detroit jafnaði
metin
- bls. 22
Lóðin óhreyfð
í 45 ár
- bls. 4
Gunnar
bæjarstjóri
Hestur hjá rakara
- bls. 6
Um 90 uppsagnir
á tveimur dögum
Orkuveitan
í sumarbústaðabransann:
600 milljónir
I gróða
Um 40 missa vinnuna á Akureyri - um 50 á Bíldudal
Allar líkur eru á að sútunar-
fyrirtækið Skinnaiðnaður ó Akureyri
hætti starfsemi innan skamms og að
starfsmenn fyrirtækisins - hátt í 40
manns - missi vinnuna. Níu starfs-
menn hafa þegar fengið uppsagn-
arbréf og aðrir starfsmenn fá þau í
þessum mánuði. Að sögn Ormars Ör-
lygssonar, framkvæmda-
stjóra Skinnaiðnaðar, hef-
ur rekstur fyrirtækisins
gengið erfiðlega í eitt og
hólft ár.
„Það hefur verið minni
sala en áætlanir okkar
gerðu ráð fyrir. Við það
bætist að verð í erlendri
mynt hefur verið að
lækka ofan á óhagstæða
gengisþróun."
Skinnaiðnaður hefur
framleitt mokkaskinn til fatnaðar og
um 98% af framleiðslunni hafa verið
flutt út.
Þorsteinn Arnórsson, starfsmað-
ur stéttarfélagsins Einingar-Iðju á
Akureyri, sagði í samtali við Blaðið
að þetta væri að sjálfsögðu áfall og
að mikil óvissa væri fram undan.
Haldinn hafi verið fundur með starfs-
mönnum þar sem þetta var tilkynnt
og stemmningin hafi verið ákaflega
dapurleg.
Um 50 missa vinnuna
á Bíldudal
Þessar fréttir koma í
kjölfar tilkynningar um að
fyrirtækið Bíldælingur hafi
sagt öllum starfsmönnum
sínum, um 50 að tölu, upp
störfum. Ástæða uppsagn-
arinnar er að sögn rekstr-
arerfiðleikar fyrirtækisins
en verið er að endurskoða
rekstrarumhverfi þess.
Forráðamenn eru þó ekki bjartsýnir
á að úr rætist.
Að sögn Guðmundar Guðlaugsson-
ar, sveitarstjóra Vesturbyggðar, eru
þessar fréttir mikið reiðarslag, enda
er um að ræða stóran hluta af íbúum
þessa um 230 manna bæjarfélags.
„Það er að sjólfsögðu alltaf erfitt
þegar svona stór hópur missir vinn-
una,“ sagði Guðmundur.
Fjögur fyrirtæki á sex árum
Guðrún Stella Gissurardóttir, for-
stöðumaður Svæðisvinnumiðlunar
Vestfjarða, tekur í sama streng.
„Þetta er að sjólfsögðu hörmulegt
ástand. Fyrir eru níu einstaklingar ó
atvinnuleysisskrá og atvinnuástand-
ið á staðnum hefur ekki verið gott að
undanfórnu.“
Á um sex árum hafa nokkur
fyrirtæki hætt rekstri eða orðið gjald-
þrota, m.a. Trostan, Rauðfeldur og
Fiskvinnsla Þórðar Jónssonar. Við
það bætist Bíldælingur nú. Að sögn
Guðrúnar eru dæmi um að sama
fólkið hafi unnið hjá öllum þessum
fyrirtækjum og hafi því misst vinn-
una fjórum sinnum á tun sex árum. I
Þetta er að
sjálfsögðu
hörmulegt
ástand.
Blaðið/Gunnar Béndjr?
„Hann gaf sig ekki þótt það væri reynt,“ sagði Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þegar hann óð í land á
Brotinu í Norðurá eftir að hann hafði tekið fyrstu köstin í ánni á þessu sumri. Enginn lax var kominn á land í Norðurá í gærdag en
einn hafði sloppið af í Stekknum.
Á stjórnarfundi Orkuveitu
Reykjavíkur í gær var samþykkt
tillaga þess efnis að Orkuveitan
selji um 600 sumarhúsalóðir við
Úlfljótsvatn. Heimildir Blaðsins
segja að hugsanlegt heildarverð-
mæti lóðanna sé um 600 millj-
ónir króna. Alfreð Þorsteinsson,
formaður Orkuveitunnar, sagði
í samtali við Blaðið að það væri
ekki meiningin að Orkuveitan ætl-
aði að standa í byggingu sumarbú-
staða, eins og kom fram á forsíðu
Fréttablaðsins í gær. Klasi hf.,
félag í eigu íslandsbanka, er með
Orkuveitunni í félaginu Ulfljóts-
vatni, frístundabyggð, sem ætlar
að undirbúa svæðið með vegagerð
og öðru slíku. Síðan ætlar Orku-
veitan að selja orkuna inn á það.
Eðlilegu markaðsverði fylgt
„Við förum í þetta verkefni til
þess að þróa sumarbústaðabyggð
og ætlum svo að selja lóðir til
einstaklinga. Við munum m.a.
sjá fyrir heitu og köldu vatni og
rafmagni.“ Alfreð vildi ekki segja
hvert söluverð lóðanna yrði en
sagði að eðlilegu markaðsverði
yrði fylgt.
Lóðimar era á því svæði sem
er hvað hæst í verði um þessar
mundir. Samkvæmt heimildum
Blaðsins má búast við því að
hver hektari landsins, sem fer
undir sumarhús, fari á um og
yfir tvær milljónir króna, og því
er heildarverðmæti svæðisins
gífurlegt. í Fréttablaðinu í gær
sagði að lágmarksstærð lóðanna
yrði hálfur hektari og því er ljóst
að heildarsöluverðmæti verði yfir
600 milljónum. Alfreð segir Orku-
veituna ekki hafa haft neinn arð
af þessum jörðum, utan þess sem
kemur frá orkuvinnslunni. „Við
erum með þessu að auka arðsemi
landsins.“ Það er reiknað með að
fyrstu bústaðirair geti risið sum-
arið 2007.