blaðið - 02.06.2005, Side 10

blaðið - 02.06.2005, Side 10
fimmtudagur, 2. júní 2005 I blaðið fil véisív 1 tsk rósmarín 1/2 bolli ólffuolía safi úrhálfrisítrónu salt ogpipar Kryddblanda l/2tskóreganó 1/2 tsk salvía 1/2 tsk paprikuduft ltsksítrónupipar 1 tsk timjan SkyrscsQ 1 lítil dós hrært ósætt skyr 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 1/2 agúrka, rifin á grófu rifjárni 10 fersk mintublöð, smátt söxuð 1/2 tsk. salt Stráið salti yfir rifnar agúrkumar og látið standa f 3-4 mfnútur, kreistið rifnu agúrkurnar lítillega milli handanna og hrærið saman við skyríð ásamt hvítlauk og mintu. Látið sósuna standa í u.þ.b. klst. áður en hún er borin fram. Biðjið kjötkaupmanninn að skera lambalærið langsum. Blandið öllu þurrkryddinu saman ískál, setjið ólffuolfunaogsítrónusafannsamanvið oghræríð. Nuddið blöndunni vel á lambalærið og látið það bíða f 1-2 klst. Setjið á grillið í u.þ.b. 9-10 mínútur á hvorri hlið, snúið því samt nokkrum sinnum svo það brenni ekki. Bragðbætið með salti og pipar. 1/2 lambalæri er tilvalið fyrir 2-3 í mat og einnig er mjög þægilegt að grllla lærið á þennan hátt þó svo að það séu fleiri f mat, það sparar tíma oggefur meiri skorpu. Uppáhald fslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is UnsffKcfið L4nbKÍœt*i (Lambalærid ersagað ftvennt langsum eftir beininu.) Samsæriskenning vikunnar Bráðalungnabólga framleidd í Bandaríkjunum? Samsæriskenningin um bráðalungnabólguna SARS fór að spretta upp stuttu eftir útbreiðslu faraldursins í Kína ár- ið 2003. Á heimasíðu alfræðibókarinnar Wiki- pedia kemur fram að eftir að rússneski vís- indamaðurinn Sergei Kolesnikov tilkynnti að SARS væri samruni mis- linga og hettusóttar hafi orðrómur komist á kreik um að ekki væri þar um venjulega veiru að ræða. Sergei sagði að ekki væri mögulegt að samruninn hafi orðið af náttúrleg- um orsökum og því hlyti veiran að hafa verið búin til á tilraunastofu. Þess- ar ásakanir hans voru ennfremur studdar af öðr- um rússneskum vísindamönnum. Sýnum safnað í Kína Það ætlaði allt að verða vitlaust í Kína við þessar fregnir og samsæris- kenningamar spruttu upp hver afann- arri. Sumir héldu því fram að veiran væri efnavopn framleitt í Bandaríkj- unum þar sem ríkisstjómin þar í landi væri mjög andvíg vaxandi efna- hag Kína og óttaðist aukin völd ríkis- ins í heiminum. Ekki var það til að minnka tortryggnina að það reyndist ómögulegt að finna upphaf vímssins. Samsæriskenningarmenn héldu því fram að ríkisstjóm Bandaríkjanna væri að dreifa bráðalungnabólgunni í Kína og þótti þeim heldur grunsam- legt að enginn hafi látist í Bandaríkj- unum vegna veirunnar, þrátt fyrir að fjölmörg tilfelli hafi verið tilkynnt þar í landi. Á Wikipedia kemur einn- ig fram að kínverski lögfræðingurinn, Tong Zeng, hafi skrifað bók um þetta mál þar sem hann rökstuddi kenn- ingar samsærismannanna. í bókinni segir hann að á tíunda áratugnum hafi bandarískir vísindamenn safnað blóð- og DNA-sýnum í Kína í tengsl- um við samstarfsverkefni þjóðanna sem voru síðan send rakleitt til Bandaríkjanna. Hann bendir á að sýmmum var safnað á 22 svæðum í Kína, sem öll urðu lungnabólgunni að bráð. Því sé mikill möguleiki á því að nkisstjórnin þar í landi hafi notað sýnin til þess að þróa efnavopn sem hefðu sérstaklega áhrif á Kínverja. Fleiri vísindamenn taka undir þann möguleika að veiran hafi verið búin til af mönnum en ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur neitað öllum slíkum samsæriskenningum. Lyktarskynið kortlagt Vísindamenn hafa mikið rannsak- að áhrif snertingar og bragðs á svæði heilans en minna skoðað hvort mis- munandi lykt hafi áhrif á ólík svæði heilans en nú hafa rannsóknir sýnt ffam á að svo sé. Á síðasta ári fengu bandarísku vísindamennirnir Linda Buck og Richard Axel nóbelsverð- launin í læknisfræði fyrir rannsókn- ir sínar á lyktarskyni manna. Þau hafa unnið í 15 ár að rannsóknum um hvort lyktin, sem taugafrumurn- ar skynja í nefinu, hafi áhrif á minni manna. Rannsóknir þeirra hafa sýnt fram á hvernig þessar taugaffumur senda út boð til svæðisins fremst í heilanum. Fyrir rannsóknir þeirra vissu vísindamenn lítið um hvernig heilinn vinnur úr lyktarupplýsingum og hvernig heilabörkurinn tekur við mismunandi ilmi. Nú hafa vísinda- mennirnir unnið áfram að rannsókn- um sínum og hafa komist að því að hægt er að kortleggja þá skynjun í heilanum á svipaðan hátt og gert er með snertingu og bragðskyn. Rannsóknir voru gerðar á músum sem voru látnar þefa af mismunandi efnum. Skoðað var hvernig mýsnar brugðust við lykt af eplum, vanillu, fiski og þvagi, og heilinn á þeim rannsakað- ur. Með því að nota mótefni sem festist við prótein sem heilaffumurnar framleiða aðeins þegar þeir eru virkar, sást hvaða taugafrumur tóku við sér og hvaða svæði heil- ans urðu virk. Samanburður- inn var mjög sambærilegur á milli músanna og sýndi hann ffam á að eftir því sem mý- snar þurftu að einbeita sér meira að því að þefa þá örv- uðust stærri svæði heilans og var mynstrið mismunandi eftir því hvaða ilmur átti við. Framtíðarbíllinn Tækninni fleytir áfram dag ff á degi og nú hafa vísindamenn spáð því að eftir nokkra tugi ára verði venjulegi fólksbíllinn orðinn hálf- gerð blanda af vél og manneskju. Stýri, bremsur og kúpling verða úr sögunni og í stað þeirra verða sett bílsæti í bílana sem geta les- ið hugsanir bflstjórans. Með hjálp GPS-staðsetningartækis á bíllinn að geta keyrt áfram án þess að bíl- stjórinn þurfi að nota stýrið eða bremsa þegar hann kemur að ljós- um. Auk þess verður bíllinn mun hraðskreiðari. Hér má sjá hvernig vísindamennirnir hafa séð fyrir sér að framtíðarbfllinn líti út.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.