blaðið - 02.06.2005, Side 29
blaðið I fimmtudagur, 2. júní 2005
Fjölmiðlar
Þrælavinna
kínverskra kvenna
kolbrun@vbl.is
Forseti íslands á skilið endalaust
hrós fyrir að hafa í Kínafór sinni
brýnt mikilvægi mannréttinda í
ræðu sem hann hélt yfir kínversk-
um stúdentum. Lengi hefur manni
fundist að íslenskir ráðamenn láti
sig mannréttindi litlu skipta, sérstak-
lega þegar þeir koma í heimsókn til
einræðisríkja. Aðspurðir segjast þeir
ætla að ræða mannréttindamál við
einræðisherrann en maður hefur á
tilfinningunni að lítið verði úr fram-
kvæmdum - í besta falli léttvægt hjal
í plusssófum um að sinn sé siður í
landi hverju. Nokkuð sem ég held
að geri hvaða einræðisherra sem er,
bara bærilega sáttan. Þess vegna tek
ég ofan fyrir forsetanum. Hann gekk
lengra en maður á að venjast.
Svo sá ég Kastljósþátt þar sem sýnd
var heimildarmynd um Kínaferð-
ina. Fréttamenn RÚV
ræddu þar við íslenska
viðskiptajöfra og aðra
sem sögðu afar hent-
ugt að hasla sér völl í
Kína því þar væri hægt
að borga alþýðunni lág
laun. Sýnd var mynd
af stúlkum og konum
að vinnu. Fram kom
að þær ynnu tíu tíma
á dag, sex daga vikunn-
ar, fyrir skítalaun (afsakið orðbragðið
en það er nauðsynlegt í þessu tilviki).
„Nútíma þrælahald" voru
orð sem fréttamenn notuðu
í þessu sambandi en við-
skiptajöfrarnir virtust nú
ekki vilja taka undir það.
Ég beið alltaf eftir því að
þeir segðust ætla að borga
tvöfóld laun, jafnvel þre-
fóld, en ég heyrði þá aldr-
ei segja það. Niðurstaða
þeirra var eitthvað á þá
leið að þetta væri nú bara
raunveruleikinn. Þá áttaði ég mig á
því að sennilega finnst þeim ekkert
athugavert við þetta nútímaþræla-
hald. Ég gat ekki annað en sett mig
í spor kvennanna og það þyrmdi yfir
mig.
Það var rætt við forsetann um þessi
mál og hann talaði líka um að menn
yrðu að horfast í augu við kínverskan
raunveruleika. Gott og vel, þetta er
raunveruleikinn og nú breytum við
honum. Ég treysti forsetanum til að
íhuga þessi mál, ræða við íslenska
viðskiptajöfra og koma með lausn sem
verður kínverskri alþýðu til bóta.
21.40 Smáþjóðaleikarnir 2005 (3:5)
22.00 Tíufréttir
22.25 Aðþrengdar eiginkonur (13:23)
í Aðþrengdum eiginkonum í kvöld
kemst Lynette að leyndarmáli þegar
tengdapabbi hennar, sem Ryan O’Neal
leikur, kemur í heimsókn. Susan hefur
áhyggjur af því hvað Julie og Zach eru
hrifin hvort af öðm, Rex reynir að sætt-
ast við Bree og Gabrielle verður fyrir
áfalli þegar foreldrar Johns biðja hana
að gera sér greiða.
21.15 American Idol (Fallen Idol)
Corey Clark, sem komst í 12 manna
úrslit í annarri syrpunni, heldur því
fram að hann og Paula Abdul, einn
dómaranna, hafi átt í ástarsambandi. í
þættinum er fjallað um þessar ásakan-
ir og rætt við hlutaöeigendur en Paula
Abdul neitar allri sök.
22.00 Third Watch (8:22)
(Næturvaktin 6) 22.45 Recoil
Stranglega bönnuð bömum.
23.10 Soprano-fjölskyldan (7:13)
00.20 Medium (12:16)
(Miðillinn)
01.00 The Shadow
(Skugginn)
Lamont Cranston hefur lifað spilltu og
ósiðlegu lífi þegar hann endurfæðist
sem holdgervingur réttlætisins og
tekur að berjast gegn glæpum. Aðal-
hlutverk: Alec Baldwin og John Lone.
Leikstjóri er Russell Mulcahy. 1994.
Stranglega bönnuð börnum.
00.05 Kastljósið
00.25 Dagskrárlok
02.45 TopGun
(Þeir bestu)
04.30 Fréttir og ísland í dag
Fréttir og ísland í dag endursýnt frá því
fyrr i kvöld.
05.50 Tónlistarmyndbönd frá PoppTiVí
21.00 According to Jim - Nýr tími
21.30 Sjáumst með Silvíu Nótt
-NÝTT!
22.00 The Bachelor
22.45 Jay Leno
20.30 NBA - bestu leikirnir
(Chicago Bulls - Utah Jazz 1997)
22.00 Olíssport
22.30 David Letterman
23.30 Law & Order: SVU - lokaþátt-
ur (e)
23.15 Boltinn með Guðna Bergs
Góðir gestir koma í heimsókn og
segja álit sitt á því fréttanæmasta í
fótboltanum hverju sinni. Umsjónar-
menn eru Guðni Bergsson og Heimir
Karlsson.
22.00 House of 1000 Corpses
(Þúsund líka hús)
Alvöru hrollvekja. Aðalhlutverk: Ra-
inn Wilson, Chris Hardwick, Jennifer
Jostyn. Leikstjóri er Rod Zombie.
2003. Stranglega bönnuð börnum.
00.15 Cheers - 3. þáttaröð (e)
00.40 Boston Public
01.20 John Doe
02.05 Óstöðvandi tónlist
00.00 NBA
(Miami - Detroit)
00.00 Long Time Dead
(Löngu dauður)
Hryllingsmynd. Stranglega bönnuð
börnum.
02.00 Bones
04.00 House of 1000 Corpses
Stranglega bönnuð bömum.
21.00 Kenny vs. Spenny
21.30 Sjáðu(e)
í Sjáðu erfjallað um nýjustu kvikmynd-
imar og þær mest spennandi sem
eru í bíó.
21.50 Meiri músfk
Komdu og taktu með,
boröaðu á staðnum
eða fáðu sent heim
Við sendum heim:
109,110,111,112,113
RÍZZO: Pcpperone, laukur, sveppir, ferekur hvitiaukur, jaiepeno, sv. pipar þap] 1
Naple Skinka, pepperone, sveppir, sv. ólífur, hvítlaukur, grœnn pipar, parmesan fy59Ö) 1
Toscana Pepperone, jalapenos, rjómaostur, ananas, sv. ólifur, hvítlaukur, svcppir, krydd
Grngm
Frábær sumartilboð á:
Rúmum, springdýnum, latexdýnum, svampdýnum, yfirdýnum,
eggjabakkadýnum,koddum og sérsniðnum svampi.
ySTAOO
O Uarco
Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504
Egiisstaöir: Miðvangur 1, sími: 471 2954