blaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 20
2
fimmtudagur, 2. júní 2005 I blaðið
Sjtfflil) O-jB
Kók
ekki bara gosdrykkur
snorri@vbl.is
ís .endingar drekka ótrúlegt magn af kóki ár hvert. Til er fólk sem telur sig
kókfíkla, eða kókista, og er sannfært um að það geti ekki lifað án þess að fá
kók. Sykurfikn er þekkt í læknisfræðunum og því skal sannleiksgildi kókfikn-
ar ekki dregið í efa - en ljóst má vera að kók er aldeilis ekki bara gosdrykkur.
Margir hafa miklar skoðanir á töframeðalinu kóki og notagildi þess á heimil-
inu. Hér fylgja nokkur dæmi:
Barist gegn klístri með klístri
Sagt er að ef þú lendir í því að einhver klessi tyggigúmmíi í hárið getir þú lagt
hárið í skál með örlitlu kóki og látið liggja í 2-3 mínútur. Þá mun tyggigúmmí-
ið renna af.
Hver þarf rándýrt permanent?
Einnig eru til lýsingar á því að kona sem baðaði sítt hár upp úr goslausu kóki,
lét liggja í 2-3 mínútur og skolaði síðan vandlega úr hárinu, hafi fengið yndis-
fríðar krullur. Augljósa spurningin er. Hvernig í ósköpunum henni datt þetta
fyrst í hug...
Óhrein klósett heyra sögunni til
Ef þessu ágæta töframeðali er hellt í klósettskálina og látið liggja í klukku-
tíma er hægt að bursta og sturta niður mögnuðustu óhreinindum. Það gerir
sítrónusýran í kókinu en hún fjarlægir verstu bletti af postulíni.
Olíublettir ekki lengur vandamál
í Ástralíu er það vel þekkt húsráð við olíublettum í innkeyrslum og bflskúr-
um að hella kóki á þá, leyfa því að liggja og spúla svo með venjulegri vatns-
slöngu.
Vélahreinsun
Að lokum er ráð að minnast á að virka efnið í kóki er fosfórsýra en ph-gildi
hennar er um 2,8 á ph-skalanum. í henni má leysa upp jámnagla á um það bil
fjórum sólarhringum. Samkvæmt heimildum hafa bflstjórar, sem keyra út kók
um allan heim, verið að hreinsa vélamar sínar með kóki síðustu 20-25 árin.
Það er þó ljóst að engin þessara staðreynda er líkleg til þess að draga úr
kókneyslu íslendinga, enda er kókið hér um bil þjóðardrykkur og mikilvægur
í þjóðlegum réttum, eins og kók og pylsu eða kók og prins póló. Skálið því í
kóki þegar ykkur sýnist og gleðjist yfir því að það er sannarlega til margra
hluta nytsamlegt.
.!
Á að bjóða mörgum til veislu
- ætlarðu að senda boðskort?
íslandspóstur hefur gefið út glæsileg tæki-
færisfrímerki sem eru tilvalin á boðskort o.fl.
Með því að fara á heimasíðu Póstsins,
www.postur.is, færð þú ókeypis aðgang
að nýjustu upplýsingum um heimilisföng
ættingja og vina. Þar er nú hægt að búa til
og geyma sinn eigin heimilisfangalista
sem getur nýst við ótal skemmtileg tækifæri.
Við aðstoðum þig við að koma boðs-
kortunum á réttan stað á réttum tíma.
Húsráð
Leiðindi og límmiðar
Límmiðar geta verið hið prýðilegasta
skraut, ef vel er með farið. Límmiðar
í röngum höndum verða fljótt plága,
hins vegar - sérstaklega ef hendurn-
ar eru 'í yngri kantinum og límmið-
arnir til dæmis æpandi myndir af að-
dáunarverðum poppstjömum líðandi
stundar - kann að reynast erfitt að
standa í sífelldu skrapi á miðum sem
hafa hafnað á miður heppilegum stöð-
um. Sérstaklega reynist leiðinlegt að
ná límmiðum af gleri - rúðum, spegl-
um og þvflíku. Þá er gott að nota
húsráð sem hefur reynst ráðspökum
húsmæðrum vel, t.d. við að hreinsa
límmiða af verðandi sultukrukkum;
að dreypa nokkrum dropum af sí-
trónusafa á límmiðann. Þá rennur
límið mun betur af og húsráðandi
losnar undan því að standa í enda-
lausu skrapi.
Frystirinn er drjúgur.
Sítrónan leysir vandann.
Frystirinn leynir á sér
Stundum fara hlutir til spillis
vegna þess að við vitum hreinlega
ekki hvað við eigum að gera við þá.
Þar er frystir heimilisins vanmetinn
hjálparkokkur en það er hægt að
írysta ýmislegt. Ef þú átt klakapoka
geturðu tekið afgangsijóma og fryst
hann í pokanum og brotið svo af einn
bút fyrir sósu eða súpu. Einnig vill
það gerast að ávextir skemmist - þá
er ráð að skera þá niður og frysta. Nið-
urskorin appelsína, sítróna eða lime
gerir glæsilegan og litríkan klaka.
Til þess að matur fijósi hratt er ráð
að geyma hann í grunnum döllum og/
eða litlum skömmtum, en þvi hraðar
sem matur frýs, því öruggara verður
að borða hann. Ef þú þarft að frysta
mat, byrjaðu þá að raða í botninn á
frystinum. Þannig fær kalda loftið að
leika um matinn allan og kælir hann
hraðar. m