blaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 4
fimmtudagur, 2. júní 2005 I blaðið
Stólaskipti í
bæjarstjórn Kópavogs
í gær tók Gunnar I. Birgisson, Sjálf-
stæðisflokki, við starfí bæjarstjóra
Kópavogs af Hansínu Ástu Björgvins-
dóttur, Framsóknarflokki. Eins tekur
Hansína við starfí Gunnars sem for-
maður bæjarráðs. Gunnar sagði það
verða að koma í ljós við hveiju maður
eigi að búast í hans bæjarstjóratíð.
„Með nýjum mönnum koma alltaf
nýir siðirsagði hann í samtali við
Blaðið. JÉg vil vinna í þeim anda sem
við höfum unnið hér. Við erum með
málefnasamning frá því 2002 og ég
mun vinna eftir honum og stefni að
því að gera Kópavog að eftirsóttasta
byggðarlagi landsins eins og það er
núna. Við munum bjóða upp á bestu
þjónustuna sem hægt er.“ Stólaskipti
Gunnars og Hansínu voru ákveðin í
upphafi kjörtímabilsins. „Ég hef nú
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópa-
vogs, segist ekki vera gestur þar, búinn
að vera formaður bæjarráðs í 15 ár og
þekkir innviðina vel.
bara eitt ár og svo verða kosningar
og þá gefa bæjarbúar mér einkunn,
eða þessum pólitísku flokkum að
minnsta kosti,“ sagði nýbakaður bæj-
arstjóri Kópavogs.
Kosningar um stjórnarskrá Evrópusambandsins:
ESB-aðild ekki fýsilegur
kostur í Ijósi úrslita
- segir Eiríkur Bergmann Einarsson Evrópusérfræðingur
Niðurstöður kosninga um stjóm-
arskrá Evrópusambandsins (ESB)
hafa orðið leiðtogum sambandsins
mikið áfall og setur framtíð þess í
mikla óvissu. Eiríkur Bergmann Ein-
arsson, aðjúnkt í stjómmálafræði
við Háskóla íslands og sérfræðingur
í málefhum sambandsins, telur að
niðurstöðumar muni hafa áhrif hér á
landi og tefja opinbera umræðu um
aðild íslendinga að ESB.
„Evrópusambandið er í miklum
vandræðum með þetta mál og óviss-
an er mikil í augnablikinu. Það er
kannski ekki alveg ný staða þegar
tekist er á um mikilsverð málefni
innan sambandsins en alltaf þegar
ESB á við slíkan vanda að etja segir
það sig sjálft að það hefur neikvæð
áhrif á almenningsálitið innan að-
ildarríkjanna og ekki síður meðal
þeirra þjóða sem íhuga aðild. Þar til
ESB leysir þennan innri vanda, sem
það klárlega stendur ffammi fyrir,
þá mim íslendingum ekki þykja það
fysilegur kostur að ganga til aðildar-
viðræðna."
Andstæðingar Evrópuaðildar í Nor-
egi segja að Evrópusambandið sjálft
virðist ekki vita hvert eðli þess sé eða
eigi að vera og því sé fráleitt að íhuga
aðild að einhverju sem enginn viti
hvað sé. Eiríkur tekur undir það að
sú staða valdi vanda í Evrópuumræð-
unni en telur þó að hún eigi ekki að
koma í veg fyrir að menn velti því fyr-
ir sér hvort landið eigi erindi í ESB
eða ekki. JEvrópusambandið hefiir
verið í sífelldri þróun í 50 ára sögu
sinni og menn hafa aldrei vitað hver
endastöðin yrði. Það hefur því alltaf
mátt segja að menn eigi að bíða og sjá
til. Það eru því ekki rök í sjálfu sér
en á þessu augnabliki er ekki nema
eðlilegt að menn staldri aðeins við og
bíði eftir að það greiðist úr þessari
flækju."
Eiríkur telur að vandi ESB felist
ekki beinlínis í stjómarskránni sem
plaggi, fólk sé ekki að kjósa um hana
sem slíka. „Það er þó greinilegt að það
er komin djúp gjá á milli leiðtoga ESB
og aðildarríkja þess annars vegar og
almennings hins vegar.“ Hann segir
að þarna spili margt inn í, stækkun
sambandsins, efnahagsvandi, innri
vandi ESB og svo mætti áfram telja.
„Það má segja að þetta hafi kannski
ekki verið besti vettvangurinn fyrir
almenning ESB til að láta óánægju
sína í Ijós en það er ekki hægt að líta
ffam hjá því að tækifærin til slíks
hafa verið afar fá.“
Fylgi Framsóknar í
sögulegu lágmarki
Fylgi þjóðarinnar við Framsókn-
arflokkinn hefur aldrei verið minna
samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, sem
fi*éttastofa RÚV greindi frá í gær-
kvöldi. Á hinn bóginn eykst fylgi
stóru flokkanna beggja h'tillega á
meðan Vinstri grænir og fijálslyndir
standa í stað.
Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup
nýtur Sjálfstæðisflokkurinn nú stuðn-
ings 38% kjósenda, en Samfylkingin
kemur fast á hæla hans með 34%. Er
óhætt að tala um „turnana tvo“ í því
samhengi, því hinir flokkarnir þrír
hafa aðeins um 28% samanlagt.
Fylgi við Vinstri græna reyndist
nánast óbreytt fimmta mánuðinn í
röð eða 15%, en Framsóknarflokkur-
inn tapar enn fylgi og hefur aldrei
borið jafhlítið úr býtum í könnunum
Gallups, en aðeins 8,5% kjósenda
studdu flokkinn. Lægst hafði Fram-
sókn áður farið í 10%, en flokkurinn
var með 18% fylgi í alþingiskosning-
um fyrir tveimur árum. Fijálslyndir
breytast á hinn bóginn lítið og eru
með 5% fylgi.
Könnunin var gerð frá 27. apríl til
25. maí.
Lóðin óhreyfð í
Borgaryfirvöld hafa ekkert sinnt dóttur skólastjóra hefur þetta valdið
lóðinni í kringum Laugalækjarskóla starfsmönnum, foreldrum og börnum
frá árinu 1960 en hún er ómalbikuð nokkrum vandræðum í gegnum tíð-
ogófrágengin. AðsögnAuðarStefáns- ina.
TLBOÐSDEKK
FLOKKS DEKK • FAGMEfSIIMSKA I FYRIRRUNI
FOLKSBILADEKK • JEPPADEKK
DEKKJAHOTEL
VIO GEYMUM DEKKIN FYRIR ÞIG ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALDI
45 ár
„Þetta er að sjálfsögðu mjög baga-
legt. Hingað berst ryk og skítur inn
um leið og vind herðir og sandstrók-
arnir ganga yfir bfla hér fyrir utan.
Ennfremur er ekkert við að vera fyrir
nemendur - hér eru böm alveg upp í
12 ára aldur sem hafa á skólalóðinni
ekkert annað við að vera en tvö fót-
boltamörk."
Auður segist ítrekað vera búin að
benda borgaryfirvöldum á vandann
en fram að þessu án árangurs.
„Það er ekki útht fyrir að breyting
verði hér á því samkvæmt áætlunum
hafa engir fjármunir verið settir í
þetta verkefhi næstu þijú árin.“ ■
Sjóklæða-
gerðin kaup-
ir Ramma-
gerðina
Sjóklæðagerðin
hf. keypti í gær
allt hlutafé í
Rammagerðinni
ehf. Að sögn Mar-
inós Guðmunds-
sonar, forstjóra Sjóklæðagerðar-
innar, hyggjast nýir eigendur
nýta tækifæri sem myndast með
vaxandi ferðamannastraumi til
í slands og styrkja verslanir félags-
ins þegar fram líða stundir.
Rammagerðin hefur undanfar-
ið meðal annars rekið þijár versl-
anir - í Geysishúsinu, í Hafhar-
stræti og í Bankastræti. Fyrrum
stjómendur þess hafa þegar látið
af störfum en engu starfsfólki
verður sagt upp störfum.
„Við teljum að við getum sam-
nýtt rekstur þessara tveggja fé-
laga, meðal annars skriístofu,
húsnæði og þess háttar. Sjó-
klæðagerðin hefur verið í versl-
unarrekstri og við sjáum þama
ágætistækifæri til að spara f
rekstrarkostnaði. Ennfremur sjá-
um við fram á aukin sóknartæki-
færi á markaði," sagði Marinó.
Kaupverð fæst ekki uppgefið.
- Kassaklifur - GPS ratleikir - Bótasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastö f -
9-12
ÚLFLJÓTSVATNI
Upplýsingar og skróning ó netinu:
www.ulfljotsvatn.is
7-8
ára
Einstök krakkanámskeið
Útilíf og œvmtýri!
Almenn námskeið
Vinir, fjör og hópefli!
INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is.