blaðið - 02.06.2005, Blaðsíða 11
bladið I fimmtudagur, 2. júní 2005
gíLSffi
Óskar hafði samband við Blaðið:
Yfirvöld eru braskararnir
Ég vil bara koma því á framfæri
vegna fréttar sem Blaðið birti ó for-
síðu með fyrirsögninni „Fasteigna-
braskarar á leigumarkaðnum" [18.
maí] að það eru yfirvöld í Reykjavík
sem eru braskararnir í þessu máli.
Fasteignagjöld hafa farið upp úr öllu
valdi síðustu misseri, ofan á þetta
bæta þeir holræsagjöldum. Eina
leiðin fyrir menn sem leigja út er að
hækka leiguna.
Einar Ágústsson skritaði Blaðinu:
Forseti til sölu?
Hvemig er þetta með blessaðan
herra Ólaf Ragnar Grímsson for-
seta? Ég hugsa að manni myndi
ekki bregða ef þeir prentuðu auglýs-
ingu frá einhveiju stórfyrirtækinu í
bullandi útrás aftan á nýstraujaðan
jakkann hans. Hann byrjaði á því að
breyta forsetaembættinu í ferðaskrif-
stofu fyrir fólk sem langaði svo mikið
að skoða Kínamúrinn. Auðvitað er
fínt að íslensku fyrirtækin geti skap-
að sér viðskiptatækifæri í útlöndum
en eiga þau ekki næga peninga fyrir,
þótt þau þurfi ekki að breyta heim-
sókn okkar æðsta yfirvalds (hann hef-
ur jú neitunarvald) til útlanda í eina
risastóra græðgisferð sem veldur því
að níðst verður á saklausum bömum
í svitabúllum? Því næst bauð hann
kollega sínum frá Indlandi í heim-
sókn, sem er svo sem gott og blessað,
en manni er nú spum hvort þessi
Abdul Kalam hafi ekki frekar komið
í heimsókn til Actavis heldur en til
forseta og frúar. Fyrst fór hann vist
á ráðstefnu með þeim, svo lagði hann
homstein að húsi þeirra og þar fram
eftir götunum. Hvað þarf ég að borga
svo Ólafur og Dorrit komi í bama-
afmæli til mín? Jafnvel klædd sem
trúðar í búningum merktum nýja
Eimskipaveldinu?
Helga skrifar:
Ég er 13 ára stelpa og bý í Hafnar-
firðinum, sem er ekki uppi í sveit eins
og sumir Reykvíkingar halda. Ég er
nýkomin inn en ég var úti. Já, ég var
úti eins og ég geri flest kvöld. Mig
langaði aðeins að ræða um mitt fólk.
Af hveiju ætti þriggja til fjögurra ára
krakki að vera úti, einn? Böm mega
ekki vera úti svo seint nema með for-
eldrum. En hvar eru foreldrarnir? Jú,
þeir eru fyrir framan skjáinn! Hvaða
skjó?Nú,sjónvarpsskjóinn!Eðatölvu-
skjáinn! Við krakkamir emm ekki
þeir einu sem eru í tölvunni. Þegar ég
var yngri, og reyndar enn, var ég vön
að heyra þessar línur: „Ekki núna, ég
er að horfa á fréttimar“. Eða: „Nei, 24
er í sjónvarpinu". Eða þá að ég spyr
um hjálp með lærdómin eða hvort ein-
hver nenni út að ganga eða hjóla þá
segja þau jó, en koma þau? NEI. Þau
em að horfa ó sjónvarpið! Ég hata
þetta. Þau gleyma mér, heyra ekki
það sem ég segi! Allt út af þessum
þætti eða sjónvarpinu, það er hræði-
legt. Ég er komin með nóg! Ég veit að
tölvumar eru að yfirtaka líf sumra en
það þýðir að foreldrar ættu kannski
að stoppa þetta með því t.d. að leyfa
aðeins tvær klst. á viku í tölvunni.
Það væri skárra. Og hvemig væri að
fjölskyldan forðaðist glápið og gerði
eitthvað skemmtilegt og nyti lífsins
saman, svona einu sinni?
Halldóra hringdi:
Flugvöllurinn er nauðsynleg tenging
við landsbyggðina
Mér finnst eins og flugvallarmólið
hafi gleymst í umræðum upp á síð-
kastið. Þetta þykir mér mjög miður
því með því gleymist þetta mikilvæga
mólefni höfuðborgarbúa. Nú er verið
að tala um einhvern flugvöll uppi á
heiði sem eigi að koma í stað þess sem
er í Vatnsmýrinni en það sér hver ein-
asti maður að sú stefna gengur eng-
an veginn. Þá getum við eins látið
okkur nægja flugvöllinn í Keflavík
því jafnlangt er að fara. Það sem við
missum við flutning innanlandsflugs
úr Reykjavík er tenging við lands-
byggðina, sem er hverri höfuðborg
nauðsynleg. Ég
blæs líka á alla
gagnrýni um að
flugvöllurinn sé
ímiðriborg. Mið-
borgin er engan
veginn í nólægð
við flugvöllinn.
Auk þess má
finna flugvelli í
stórborgum víða
um heim. Flug-
völlurinn skal
standa.
Lesendabréf
Blaðinu hefur borist fjöldi lesenda-
bréfa og símtala frá lesendum frá
því það hóf útgáfu og ljóst að mörg-
um Islendingum liggur ýmislegt á
hjarta. Skoðanir almennings eru
velkomnar og verða þær birtar í
Blaðinu eftir því sem við verður
komið. Hægt er að senda bréf á
veffangið
frettir@vbl.is
eða póstleiðis á
Blaðið
Bæjarlind 14-16
201 Kópavognr
merkt Bréf til blaðsins.
VIÐ BORGUM AF
ÍBÚÐALÁNINU
Dæmi um mánaöariögjald af KB Lánavernd
m.v. 10 milljóna kr. KB Ibúöalán til 40 ára og aö I
KB Lánavernd taki yfir greiöslur af láninu
í u.þ.b. þrjú ár.
Aldur Karl Kona
25 ára 385 kr. 317 kr.
35 ára 538 kr. 522 kr.
45 ára 1.195 kr. 1.069 kr.
Alvarleg áföll gera sjaldnast boö á undan sér og þeir sem fyrir þeim veröa eru oft illa í stakk búnir
aö kljást viö fjárhagsskuldbindingar eins og greiöslur af íbúðarhúsnæöi. KB Lánavernd tryggir
greiöslur afborgana og vaxta KB íbúöaláns viö andlát eöa alvarlegan sjúkdóm.
Nánari upplýsingar og umsókn má nálgast í þjónustuveri KB banka í síma 444 7000,
á kbbanki.is eöa í næsta útibúi.
KB Lánavernd er unnin í samvinnu viö KB líf, dótturfélag KB banka.
KB BANKI