blaðið - 02.06.2005, Síða 13
blaðið I fimmtudagur, 2. júní 2005
Birgitta grillar fyrir
stelpurnar
Birgitta Haukdal var hress og kát
þegar Blaðið náði af henni tali.
„Ég er mikið íyrir léttan mat. Mér
finnst mjög gott þegar ég fer út
að borða að panta hreinlega tvo
forrétti. Ég er í raun algert forrétt-
afrík,“ segir Birgitta glöð í bragði.
“Það er rosalega gott að grilla hum-
ar með hvítlauk og léttu salati, til
dæmis. Svo er eitt líka rosalega
gott en það er að setja grænmeti
og krabbakjöt á spjót og pensla
H---------
og þetta má
alveg bren-
na aðeins.
Það á að
grilla þetta
almennilega
vel með hvítlauksolíu. Það má
setja hvað sem er - bara það
grænmeti sem til er í húsinu
- papriku, sveppi - zucchini er
mjög gott - og þetta má alveg
brenna aðeins. Það á að grilla
þetta almennilega." Aðspurð
um steikurnar segir Birgitta
hlæjandi: „Karlmaðurinn sér
um það. Það er fínt að hafa eitt-
hvert hlutverk fyrir hann.“
»iO#SONOMA
Hamborgari:
er ekki bara
Með keðjumyndun og skyndi-
bitavæðingu hefur hamborgarinn
fengið á sig slæman nrðstír, og oft
verið bendlaður við ruslfæði. Þetta
er hin mesta synd, því rétt grillaður
hamborgari er herramannsmatur.
Það er alls ekki sama hvemig
hamborgararerugrillaðir. Samfélagið
verður meira og meira meðvitað um
fitu og það er gott og blessað, en ef
þú vilt fá alminnilegan, safaríkan,
syndugan hamborgara þarftu borgara
sem er svolítið rúmlega feitur, og það
er ekki galið að búa hann til sjálfur.
Ekki er vitlaust að leita aó hakki sem
er með 15% fituinnihaldi eða meira -
og jafnvel biðja kjötiðnaðarmanninn
um að hakka fyrir þig á staðnum.
Það munar miklu uppá bragð og
ferskleika.
Ekki þrýsta
Þegar hakkið er kryddað og formað í
borgara er ekki nauðsynlegt að miða
að alveg kringlóttum og nákvæmum
stykkjum eins og fóst út úr búð. Ekki
þrýsta og hnoða of mikið saman
- mótið kjötið frekar þangað til það
tollir saman en ekki mikið meira.
Ráð er að bleyta hendumar örh'tið
svo kjöthakkið festist ekki við
þær. Á þessu stigi málsins er líka
hægt að blanda allskonar hlutum
í kjötið - þurrkuðum eða ferskum
kryddjurtum, hvítlauk, osti, gráðosti,
fetaosti, barbecuesósu, salsa, ólívum,
sneyddum tómötum eða kurluðu
beikoni, svo eitthvað sé nefnt.
Veljið hamborgarabrauð af kost-
gæfni. Ef leitað er af svolítilli natni
eftir brauði - jafnvel í næsta bakarí
- þá má finna allskyns rúnnstykki,
kjallarabollur og fleira. Hér er
hugmyndaflugið það eina sem
stöðvar þig.
Glóðarsteikt snilld
Reynið að standast það þegar
borgarinn er svo kominn á grillið að
þrýsta ofaná hann með grillspaða -
allur safi sem þrýstist úr borgaranum
fer einfaldlega til spillis. Blíðlega
grillaður borgari er góður borgari.
Ef rétt er haldið á grillspöðunum
á að verða til glóðarsteikt snilld í
brauði sem vætir bragðlaukana með
minningunni einni saman í marga
daga á eftir.
/----------------------------------------------------------------------------------N
BAÐSTOFAN
20% AFSLÁ^UR AF
DALTECO HORNBAÐKERUM
Sérhannað fyrir Norðurlönd
www.badstofan.is v