blaðið - 02.06.2005, Síða 15
blaðið I fimmtudagur, 2. júní 2005
erlent 15
Hjóna-
bandsmet
Percy og Florence Arrowsmith fógn-
uðu í gær 80 ára hjúskaparafmæli
sínu. Samkvæmt Heimsmetabók
Guinness hafa engin núlifandi hjón í
heiminum verið gift lengur. Percy er
105 ára og Florence 100 ára. Þau hitt-
ust í kirkju í Hereford í Englandi þar
sem hann söng í kórnum og hún var
kennari í sunnudagaskólanum. Hjón-
in, sem eiga þijú böm, sex bamaböm
og níu bamabamaböm, segja að
lykillinn að löngu og hamingjuríku
hjónabandi þeirra sé að fara ekki að
sofa án þess að hafa leyst úr ágrein-
ingi. Þau segjast kyssast og haldast
í hendur á hveiju kvöldi áður en þau
fara í rúmið. Hjónin fengu vitaskuld
heillaóskaskeyti frá Elísabetu Eng-
landsdrottningu.
Eyöilegging
vegna
regnstorma
Að minnsta kosti 15 hús hmndu af
hæð í Suður-Kaliforníu í gær. Miklir
regnstormar hafa gengið yfir héraðið
á síðustu vikum og orðið til þess að
það losnaði um jarðveginn sem tók
húsin með sér. Engar fréttir hafa bor-
ist um slys á fólki en tjónið er sagt
gríðarlegt.
Særðir á sjúkrahúsi í Kandahar
Sprencna
jarðarfor
Sprenging í bænahúsi í Kandahar
í Afganistan varð að minnsta kosti
20 manns að bana og særði um
70 manns, þar af ijóra alvarlega.
Sprengjan varð í jarðarfór Mullahs
Abduls Fayaz, klerks sem var and-
stæðingur talíbana. Landstjórinn í
Kandahar sagði al-Qaida bera ábyrgð
á árásinni. Hann sagði kennsl hafa
verið borin á lík árásarmannsins og
sá væri þekktur hryðjuverkamaður.
Mullah Abdul Fayaz, áhrifamesti
trúarleiðtogi í Kandahar, var skot-
inn til bana af talíbönum síðastlið-
inn sunnudag. Viku fyrir dauða sinn
hafði hann skorað á almenning að
styðja ekki uppreisnarmenn í land-
inu.
Kosið í
Hollandi
Hollendingar greiddu atkvæði um
nýja stjómarskrá Evrópusambands-
ins í gær. Niðurstaða var ekki ljós
þegar Blaðið fór í prentun en skoð-
anakannanir fyrir kosningamar
bentu til að stjórnarskránni yrði
hafnað með 60% atkvæða.
Hollenskur kjósandi segir nei við stjóm-
arskrá Evrópusambandsins.
Ungur drengur, sem var í hópi gíslanna í
Beslan á síðasta árí, bíður þess að
leggja blóm að gröf óþekkta hermanns-
ins í Moskvu.
Þu nærð goðum arangri með réttum efnum
Við höfum allt sem þú þarfnast.
Rugger
98
Flugger 98
Þekjandi akryl-alkýðviðarvörn,
vatnsþynnanleg.
Texolin
Þekjandi alkýðviðarvörn
terpentínuþynnanleg.
Flugger
Sv 97
Flligger 97
Þekjandi alkýðviðarvörn,
terpentínuþynnanleg.
Gæðamalning
Fagleg ráðgjöf ! Frábær hula
IMT1
Tilboð
Afsláttur á útimálningu og viðarvörn
í verslunum Hörpu Sjafnar
10 itr. 4.990 kr.
HarpaSjöfn
Stórhöfða 44 Bæjarlind 6 Austurslða 2
Skeifan4 Dalshraun13 Austurvegur 69
Snorrabraut 56 Hafnargata 90 Hlfðarvegur 2-4
www.harpasjofn.iswww.flugger.com
Flligger