blaðið - 02.06.2005, Síða 18
'•KlEeie
fimmtudagur, 2. júní 2005 I blaðið
Jeppar á leigu
fyrir fjallaferðirnar
Þokkale
Veöurhorfur um helgina eru ekki endilega eins og
best verður á kosið, sé tekið mið af væntingum
okkar til helgarveðurs á sumrin. Gert er ráð fyrir norðlægri
átt yfir landinu, auk þess sem líkur benda til að kalt og svalt
verði í lofti. Það er því ekki ákjósanlegasta veðrið fyrir þá sem
hyggjast fara í tjaldferðalag, þó svo að einhverjir staðir séu
boðlegir.
Útlit er fyrir að á Suðvesturlandi verði þokkalegasta veður en
á Norður- og Austurlandi verði það síðra. Þar gæti orðið mjög
kalt og búast má við úrkomu. Þeirferðalangar sem elta vilja
veðrið ættu því að velja sér stað á Suður- og Vesturlandi þa.
sem er bjartara veður ásamt meira logni, þó svo að svalt gæti
orðið. Þingvellir, Snæfellsnes og fleiri staðir á Suðvesturlandi
ættu því að verða flestum að skapi veðurfarslega.
Besta veðrið um helgina
veður,.
vesturlandi
Ferðast
innanlands í
sumar!
Soriy Ericsson
r)
j
ernal@vbl.is
Margir þeir sem hafa hug á ferðalög-
um innanlands í sumar hafa þegar
skipulagt sumarftíin sín og ferðir um
landið í sumar. Margt getur þó orð-
ið til að breyta ferðaáætlunum, s.s.
veður, einstaka uppákomur eða við-
burðir sem tilkynntir hafa verið eða
verða, eftir að áætlunin er gerð.
Margir kostir
Fjöldamargir staðir á landinu, kaup-
staðir og tún, áhugaverðir staðir á
hálendi og láglendi, söfn og náttúru-
perlur ættu að fá sitt tækifæri til að
komast á ferðaáætlun sumarsins.
Blaðið mun því á fimmtudögum í
sumar birta ferðaumfjöllun um ýmsa
landshluta, bæði ofan og neðan 400
metra línunnar. Þar verða tilvísanir
í góðar vefsíður sem geta auðveldað
ferðalöngum að skipuleggja ferðir sín-
ar um landið næstu vikumar. Á ýmsu
verður tæpt, svo sem tjaldsvæðum,
bílaleigubílum, skipulögðum ferðum,
leiðsögn, safnakosti, ferðamiðstöðv-
um o.s.frv.
Hver er staðurinn
í hverri viku verður gefin vísbending
um hvaða stað við skoðum í vikunni
þar á eftir og gefst
lesendum kostur á að
senda inn svör við gát-
unni. Vegleg verðlaun
verða í boði en í hverri
viku verður einn hepp-
inn vinningshafi dreg- inn úr
réttum innsendum svörum. Sendið
svörin á Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201
Kópavogur, og merkið Ferðagetraun.
Fyrsta vísbending
,,Njálssaga er líklega víðlesnust
íslendingasagna. Hún segir m.a.
frá Njáli Þorgeirssyni, konu hans
Bergþóru, bömum þeirra, vinum
og tengdafólki. Synimir voru þrír -
Grímur, Helgi og Skarphéðinn, allir
miklir vígamenn, en Skarphéðinn þó
mestur. Líklega er nafn kaupstaðar-
ins sem spurt er um dregið af bæjar-
nafni fjölskyldunnar."
Vikulega í sumar
Hverri ferðaumíjöllun munu fylgja
sambærilegar upplýsingar, sem
benda lesendum á ákveðið landsvæði
eða stað á landinu, sem tekinn verður
fyrir næsta fimmtudag á eftir. Fylgist
með þessum umfjöllunum því þeim
fylgja einnig sértilboð margra ferða-
þjónustuaðila á hveijum stað!
Giæsi-
leg
verð-
laun!
í næstu
viku verður þessi glæsilegi Sony Er-
icsson sími, T630i, í verðlaun í boði
umboðsaðila Sony Ericsson á Islandi.
Síminn er einfaldur og þægilegur og
auðveldar notandanum að vera í sam-
bandi við fjölskyldu og vini, líka þeg-
ar land er lagt undir fót. Sony Erics-
son T630i er ný og endurbætt útgáfa
af T610, sem var valinn besti farsími
í heimi á GSM-ráðstefnunni í Cannes
2004. Síminn er með myndavél og
hægt er að tengja ljósmynd og hringi-
tón við símanúmerí símaskránni. Þeg-
ar viðkomandi hringir birtist myndin
og viðeigandi hringitónn heyrist.
Einnig er hægt að senda og taka við
myndskilaboðum, smassa og eiga við
tölvupóstinn. T630i getur tengst öll-
um blátannarbúnaði en getur einnig
tengst tölvu með kapli. T630i er svo
sannarlega glæsilegur sími.
■i-ii.-.v
vtv’rt';
ffl*
Á tilboðsverði í júní 2005
1528.-
■\2Stk.
Imerial 31 cl rauðvínglös , 12 stk.
742.-
6 söc
Maldive 36 cl bjórglös, 6 stk.
324,-
3 srtc.
Pils 36 cl bjórglös, 3 stk.
Glös fyrir góðar stundir
- einstök ending og frábært verð
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2*110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
lif
R
halldora@vbl.is
Þar sem við íslendingar búum við
ógrynni af fallegum landsvæðum,
flöllum og ferðaleiðum, má segja
að við þurfum ekki að leita út fyrir
landsteinana að skemmtilegum ferða-
hugmyndum. Fjallagarpar hafa svo
sannarlega nóg af möguleikum vilji
þeir fara í fjallaferðir hvers konar
með íjölskyldunni eða vinunum. Þar
sem mikið er um ár, grýti og erfiðan
jarðveg, er gott að vera á fjallabíl sem
lætur ekki deigan síga og hafa marg-
ir, sem ekki eiga stóra bíla, brugðið á
það ráð að leigja sér jeppa fyrir ferða-
lögin. Eru þá litlu bílarnir skildir eft-
ir heima og haldið er á háheiðamar
með viðeigandi bíl að vopni.
Bílaleigumar bjóða flestar stóra
og góða íjallabíla en leigan er svo
sannarlega ekki takmörkuð við út-
lendinga sem koma hingað til lands.
íslendingar leigja góða bíla í æ ríkari
mæli fyrir ferðalögin.
Blaðið fór á stúfana og kynnti sér
fáeinar af þeim bílaleigum sem hér á
landi eru. Var tekið mið af því hvað
kostar að leigja ágætisjeppa í viku
eins og verðið er núna, miðað við
700 kílómetra akstur, án tryggingar.
Sumar leigumar bjóða einnig tilboðs-
pakka á ótakmörkuðum akstri. Tekið
skal fram að það hefur sýnt sig í gegn-
um árin að verðlag hækkar eftir því
sem lengra líður á sumarið.
Höldur bílaleiga: 55.000
Mitsubishi Pajero 700 km akstur
Hertz bílaleiga: 60.514
Land Cruiser 700km akstur
Átak bílaleiga: 64.974
Suzuki Grand XL7 700 km akstur
Berg bílaleiga: 40.000
Nissan Terrano 700 km akstur