blaðið - 23.06.2005, Page 1
STEYPUSTÖÐIN S. 540 6800 www.steypustodin.is
Hvað er
Jónsmessunót
- bls. 20
Blómadropar
Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 • bladid@vbl.is
Tveir til þrírfremja
sjálfsvíg á mánuði
- bls. 2
Fáir íslenskir starfs-
menn
- bls. 2
Hóta ASÍ meiðyrða-
máli
- bls. 6
Stefnir í stórslysaár
- bls. 4
Góð aðsókn á leiki
sumarsins
- bls. 22
ókeypis ti(
heimila og fyrirtækja
alla virka daga
blaóió
Landsbankinn sýknaður af kröfu öryrkja:
Bar ekki ábyrgð á tapi vegna
hlutabréfakaupa í deCODE
Ríkisendurskoðun:
Framúrakstur
ríkisstofnana
eykstenn
Landsbanki íslands var í gær sýkn-
aður í Héraðsdómi Reykjavíkur af
rúmlega fjögurra milljóna króna
kröfu manns sem keypti hlutabréf í
deCODE í gegnum Landsbankann.
Maðurinn, sem er 100% öryrki, keypti
hlutabréf í deCODE Genetics fyrir
tæpar fimm milljónir í febrúar 2000,
en seldi sömu bréf rúmum tveimur
árum seinna fyrir rúmar 700 þúsund
kr. Stefndi hann bankanum fyrir and-
virði sölutaps viðskiptanna, sem nam
rúmum fjórum milljónum króna.
Notaði bætur til kaupa á hluta-
bréfum
Forsaga málsins er að árið 1996 höf-
uðkúpubrotnaði maðurinn í slysi og
var í kjölfarið metinn 100% öryrki,
enda glímdi hann við
m.a. höfuðverk, minnis-
truflanir og þunglyndi
í kjölfar slyssins. Mað-
urinn fékk í kjölfarið
greidda um 31 milljón
króna í örorkubætur
frá tryggingafélagi þess
sem slysinu olli. Notaði
hannhlutaaf bótunum
til fyrrnefndra hluta-
bréfakaupa. Taldi mað-
urinn síðar að hann
hafi, þegar kaupin á
bréfunum fóru fram,
verið ófær um að taka ákvarðanir
um hlutabréfakaup og að Landsbank-
anum hefði átt að vera það fullljóst.
Ennfremur var fyrir dómi rakið að
Landsbankinn hefði keypt hlutabréf
í deCODE fyrir um 1,2 milljarða kr.
sem bankinn hefði síðan gefið út að
hann myndi selja hér á landi, til að
tryggja dreifða eignaraðild íslend-
inga á fyrirtækinu. Með því taldi mað-
urinn að bankinn hefði verið að selja
honum eigin bréf og því átt beinna
hagsmuna að gæta.
Treysti á ráðgjöf
Landsbankans
Maðurinn bar fyrir dómi að hann
hefði ekki vitað neitt um fyrirtækið
sem hann var að fjárfesta í heldur
treyst á ráðgjöf Landsbankans. Bank-
inn staðhæfði á móti að ávallt hefði
verið farið með viðskiptavinum yfir
áhættu við kaup á hlutabréfum í
deCODE.
Fyrir dómi kom fram að maður-
inn hafði áður hagnast um 240.000
krónur á viðskiptum með hlutabréf
deCODE. Ennfremur að sjálf- og fjár-
ræði mannsins hefði aldrei verið dreg-
ið í efa, og að maðurinn hafi sjálfur
óskað eftir að kaupa bréf í deCODE,
en ekki hefði verið um ráðgjöf bank-
ans að ræða. Var Landsbankinn því
sýknaður af kröfu mannsins.
Samanburður Ríkisendurskoðanda á
útgjöldum ríkisstofnana við fjárheim-
ildir árið 2004 bendir til þess að al-
varlegur misbrestur sé á framkvæmd
fjárlaga. Margir fjárlagaliðir fara
langt fram úr fjárheimildum án þess
að forstöðumenn þeirra og ráðuneyti
bregðist við vandanum. Um 120 rík-
isstofnanir og fjárlagaliðir stofnuðu
til útgjalda umfram 4% heimilda, en
meira en 60 fjárlagaliðir með 10%
eða meira frávik. Samtals námu upp-
söfnuð útgjöld umfram fjárlög 12,7
milljörðum króna í árslok 2004.
Ríkisendurskoðandi segir jafnan
alltof seint brugðist við þegar ljóst
sé að rekstur stofnana er kominn úr
böndum og að mörg dæmi séu um
stofnanir sem fara ár eftir ár umfram
heimildir. Þrátt fyrir þetta hafi aldr-
ei komið til þess að forstöðumenn séu
áminntir fyrir vikið, eins og skylt sé.
Umframútgjöld stofnana koma til
skerðingar á fjárveitingum næsta
árs, en Ríkisendurskoðandi bend-
ir á að rekstur stofnana haldi samt
ótrauður áfram, þar sem fjármála-
ráðuneytið fjármagni hallann með
greiðslu launa og annarra útgjalda
stofnana án heimilda. Viöbótarfjár-
heimildir séu hins vegar ekki veittar
þrátt fyrir að löngu sé búið að stofna
til útgjaldanna og einsýnt að stofnan-
irnar muni ekki ná að draga saman
seglin til að jafna hallann.
Fjársvelti eða uppsagnir for-
stöðumanna?
Ríkisendurskoðandi telur umfang
þessara flutninga fjárheimilda milli
ára svo mikið að stappi nærri stjóm-
arskrárbroti. Lögð er áhersla á að
ráðuneyti og forstöðumenn grípi til
aðgerða strax og ljóst er að rekstrar-
umfang stofnunar er meira en fjár-
veitingar leyfa. Kemur til greina að
stöðva greiðslur til stofnana þar til
bætt hefur verið úr.
Á hinn bóginn er minnt á að slík-
um tilmælum hafi verið beint til ráðu-
neyta áður en ástandið hafi versnað
frekar en hitt. í framhaldinu er ítrek-
uð sú skylda ráðuneyta að áminna
forstöðumenn sem ekki fara að lög-
um og reglugerð um framkvæmd fjár-
laga, og gefur Ríkisendurskoðandi
það ráð að forstöðumenn, sem ekki
geti látið enda ná saman, séu látn-
ir taka pokann sinn í lok fimm ára
starfssamnings fremur en að hann sé
endurnýjaður.
Blaðið/Gúndi
Landsbankinn var sýknaður af kröfu manns sem tapaði
fjórum milljónum á hlutabréfakaupum í deCODE.
15% AFSLÁTTUR ALLA HELGINA
b.qounq
Laugavegur83 ■ ■