blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-
3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is,
auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Þjóð gegn þunglyndi
Á íslandi fremja tveir til þrír einstaklingar sjálfsvíg í hveij-
um mánuði. Þetta eru meðaltalstölur. Maímánuður er sýnu
verstur í þessu tilviki - þá eru flest sjálfsvíg framin. Það gerist
þegar sólin er hvað hæst á lofti, ekki þegar skammdegismyrk-
ur hvílir yfir okkur. Orsakir sjálfsvíga geta verið margvíslegar
- þau eru nátengd þunglyndi og öðrum alvarlegum geðröskun-
um en síðan spila aðrir þættir inn í, svo sem efnahagsástand,
persónuleg áfóll, streita og ótalmargt fleira. Þá vekur athygli
að samkynhneigðir eru í sérstökum áhættuhópi. Það vekur líka
athygli að árið 2000 framdi 51 einstaklingur sjálfsvíg hérlend-
is, eða rúmlega fjórir að meðaltali í hveijum mánuði. Þetta var
árið þegar niðursveifla hófst hér á landi og mörg heimili áttu
erfitt. Margir fóru líka fram úr sér í góðærinu árin á undan og
niðursveiflan var snögg. Hvort þetta hefur haft einhver áhrif
skal ósagt látið, en höggið var mikið hjá mörgum. Það er líka
hægt að kasta fram þeirri tilgátu að álag sem fylgir prófum
í maímánuði geti haft einhver áhrif á tíðni sjálfsvíga í þeim
mánuði. Það er sífellt yngra fólk sem ffemur sjálfsvíg og karl-
ar eru þar í miklum meirihluta. Hvað er það í þjóðfélagi okkar
sem veldur þessu? Hvað er það sem fær fólk í blóma lífsins til
að taka líf sitt?
Góðu fréttirnar eru þær að sjálfsvígum hefur fækkað á síðustu
árum. Það hefur ekki síst gerst með öflugri fræðslu og opinni
umræðu um þessi mál. Þar hefur orðið mikil breyting. Það er
ekki langt síðan þögnin ein ríkti og ekki þótti viðeigandi að
ræða þessi mál á opinberum vettvangi. Fræðsla getur gert
kraftaverk og það að aðstandendur og vinir geti áttað sig á at-
ferli þeirra sem eru í sjálfsvígshugleiðingum getur skipt sköp-
um. Við megum ekki gleyma því að sjálfsvíg skilja líka eftir sig
sár hjá þeim sem eftir lifa - sár sem aldrei gróa.
Það ber að fagna verkefninu „Þjóð gegn þunglyndi“ sem kynnt
var í gær. Verkefnið hefur verið starfrækt í tvö ár og hefur það
notið stuðnings margra aðila. Þarna er unnið mikið starf sem
hefur opnað augu margra. Landlæknisembættið og fagráð það
sem hefur haft með þessi mál að gera hafa unnið gott starf.
Þetta er þó vinna sem lýkur aldrei - fræðsla verður að vera
stöðug allan ársins hring - aðeins þannig getum við fækkað
sjálfsvígum.
Mrr Sk
/
fimmtudagur, 23. júní 2005 I blaðið
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsingadeild
510-3744
blaðið=
Yflrflóð
sendiherra
SHOPL/SA.IS
SHOPL/SA.IS.
Eirikur Bergmann Einarsson
stjórnmálafræðingur.
Ekkert lát virðist á fjölgun sendi-
herra sem eru upp á síðkastið farnir
að fylla öll skúmaskot Utanríkisráðu-
neytisins. Nýjustu liðsmennirnir
eru kumpánar út strákaklúbbnum,
þeir Guðmundur Árni Stefánsson og
Markús Örn Antonsson, sem munu
hitta fyrir félaga sinn, Júlíus Haf-
stein, á Rauðarárstígnum sem þeg-
ar er kominn ásamt Láru Margréti
Ragnarsdóttur, sem sinnir þar jafn-
vel enn óljósara hlutverki. Á meðan
verða tryggir embættismenn í ráðu-
neytinu, sem jafnan þurfa
masterspróf hið minnsta
til að fá þar aðeins stöðu
fulltrúa, að láta sér duga
að sjá slíkar stöður í hill-
ingum. Það merkilega
er að þessi þróun gerist
á sama tíma og diplóma-
tísk samskipti ríkja eru
að breytast og áherslur
að færast frá tvíhliða sam-
skiptum yfir í marghliða
samskipti í gegnum al-
þjóðastofnanir. Formleg
samskipti ríkja, með ofur-
áherslu á tvíhliða sendi-
ráð, voru komin á þegar
samgöngur voru stopular
og fjarskipti bæði lítil og
léleg. Erfitt var að ferðast
á milli landa, bréf voru
lengi á leiðinni og fréttir
bárust seint. Því þótti mik-
ilvægt fyrir fullvalda ríki
að hafa öfluga sendisveit
í nágrannalöndunum til
að gæta hagsmuna ríkis-
ins. Almenningur átti ennfremur lítil
samskipti sín á milli yfir landamæri -
þau voru í höndum fulltrúa ríkisins.
Breyttar aðstæður
En nú eru aðstæður allar aðrar. Á
tímum þegar menn eru beintengdir
hringinn í kringum jarðarkringluna
í gegnum netið, farsímakerfi og lág-
gjaldaflugfélög, skiptir landfræðileg
viðvera æ minna máli. Fjarskipti
milli Reykjavíkur og Rússlands eru
ekkert flóknari en á milli miðbæjar-
Starfsemi
hefð-
bundinna
sendiráða
endurspegi-
ar á engan
hátt þær
miklubreyt-
ingar sem
hafa orðið
á aiþjóða-
samskipt-
ins og Breiðholts.
Að skreppa í
höfuðborgir ná-
grannaríkjanna
tekur aðeins dag-
part. Samskipti
ríkja, sérstaklega
nágrannaríkja á
Vesturlöndum,
fara ekki lengur
fram í gegnum
sérstaka sendi-
menn heldur eiga
embættismenn og
stjórnmálamenn
nú í stöðugum sam-
skipt-
um á
ö 11 u m
stigum
stjórn-
sýslunn-
um.
ar. Ennfremur á venjulegt
fólk í vísindum, viðskipt-
um, íþróttum og listum í
daglegum samskiptum við
fjölda manns í ólíkum lönd-
um. Þetta fólk þarf ekki á
sendiráðum að halda til að
eiga samskipti yfir landa-
mæri. Það þarf ekki leng-
ur milligöngu sendiráðs-
starfsmanna til að stunda
fjölþjóðleg viðskipti á Vest-
urlöndum.
Markviss forgangs-
röðun
Ekki er hér með sagt að
mikilvægi utanríkisþjón-
ustunnar hafi minnkað eða
að fjárframlög til hennar
séu of mikil. Þvert á móti. Sennilega
hefur aldrei verið mikilvægara fyrir
ríki heims að hafa á öflugri utanríkis-
þjónustu á að skipa til að takast á við
margvísleg alþjóðleg viðfangsefni. En
samsetning hennar verður að breyt-
ast í takt við síaukna alþjóðavæðingu
og nýja samfélagshætti. Alþjóðleg
viðfangsefni hafa orðið mun víðfeðm-
ari og margslungnari en áður. Núna
snúast alþjóðastjórnmál í síauknum
mæli um umhverfisvernd, heimsvið-
skipti og baráttu gegn alþjóðlegum
hryðjuverkum
og annarri alþjóð-
legri glæpastarf-
semi, svo eitthvað
sé nefnt. Tvíhliða
samskipti ríkja
duga þar skammt.
Til að takast á
við fjölþjóðleg
viðfangsefni þarf
auðvitað fjölþjóð-
legt samstarf að
koma til, enda fer
samstarf ríkja á
alþjóðavettvangi
í síauknum mæli
fram f gegnum
fjölþjóðastofn-
anir á borð við
Sameinuðu þjóð-
irnar, Alþjóða við-
skiptastofnunina,
Atlantshafsbandalagið, Evrópusam-
bandið og Öryggis- og samvinnustofn-
unina. Starfsemihefðbundinna sendi-
ráða endurspeglar á engan hátt þær
miklu breytingar sem hafa orðið á al-
þjóðasamskiptum. Milljónaríki geta
auðvitað leyft sér þann munað að
gera hvoru tveggja; halda úti þéttu
neti af tvíhliða sendiráðum og sinna
um leið fjölþjóðastofnunum af krafti.
Örþjóð eins og ísland hefur eðli máls-
ins samkvæmt ekki sama svigrúm.
Við verðum að forgangsraða kröftum
okkar með miklu markvissari hætti.
Fækkun tvíhliða sendiráða
Mörg ríki Vesturlanda huga nú að
skipulagsbreytingum í samræmi við
ofangreindar breytingar á alþjóðleg-
um samskiptum. Til að mynda liggur
fyrir tillaga í breska utanríkisráðu-
neytinu um allsherjar uppstokkun.
Það dugir Bretum sennilega ágætlega
að hafa einn sendimann með fartölvu
til að sinna hagsmunamálum Breta á
íslandi. Danir hafa jafnframt boðað
breytingar á sinni utanríkisþjónustu.
Á sama tíma erum við íslendingar
að fjölga sendiherrum sem sinna tví-
hliða samskiptum. Réttara væri að
fækka tvíhliða sendiráðum, svo sem
á Norðurlöndunum, og stórauka þess
í stað starf okkar hjá fjölþjóðlegum
stofnunum.
Gróðrarstöði
»•*
:iído<xá runnum
|gg ini
Skriðmispill 800 kr Loðvíðir 350 kr. Blátoppur 550 kr Sólber 650 kr. Birkikvistur 399 kr Blágreni 600 kr.
Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga
Bæjarhrauni 12
opið virka daga frá kl. 10-18 og lau. 11-14
sími 565 1234