blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 30
30 hver & hv IfWl/... Skrúfuleitin mikla Framkvæmdagleðin grípur mig á sumrin eins og svo ótal marga. Það er reyndar ekki í frásögur færandi, utan þess að ég stóð uppi með bor í hendinni og uppgötvaði að mig vantaði skrúfur og ráðgjöf. Það var því brunað í næstu byggingavöru- verslun, sem er hluti þessara stóru keðja. Verslunin er gríðarlega stór, sem er vitanlega bara af hinu góða, en mig vantaði aðstoð og leitaði ég logandi ljósi að starfsmanni. Eftir að hafa gengið þessa rangala fram og til baka fann ég loks vinalegan pilt. Reyndar var ég ekki ein um hituna og beið ég því þar til við- skiptavinurinn á undan mér lauk máli sínu. Örvæntingarfull lýsti ég vanda mínum og beið úrlausnar er starfsmaðurinn greip orðið og sagði mér að þetta væri ekki hans deild. Klukkutíma verslunarferð Áfram hélt ég því leit minni að starfsmanni um rangala verslunar- innar. Að endingu fann ég réttan starfsmann í réttri deild og gleði mín var svo mikil að það lá við að ég táraðist - en starfsmaðurinn var ungur og óreyndur og vissi lítið meira um skrúfur og þess lags en ég. Einhvem veginn fundum við út úr þessu í sameiningu og ég fann þessar eftirsóttu skrúfur. Þá tölti ég mér nú bara í áttina að kass- anum, beið í röð og borgaði mínar skrúfur. Eftir alla þessa svaðilfór var ég orðin dauðuppgefin, enda tók þessi leit mín að fimm skrúf- um klukkutíma og kortér. Er heim kom gekk ég frá bomum, henti skrúfunum í verkfæraboxið og fann mér góða bók til að lesa. Fáfróðir starfsmenn Það er alveg merkilegt í hvemig þjóðfélagi við lifum. Keðjumar eru allsráðandi og nú er það nánast orðið svo að eini valkosturinn er að versla í einhvers konar keðju. Maður hefði þá haldið að með þess- ari miklu keðjuvæðingu og auknu fé sem er eytt í verslanir að þjón- ustan myndi batna en það er þvert á móti. Það er hrein heppni ef ég rekst á starfsmann í byggingavöru- verslun, sem hefur eitthvert vit á byggingavömm. Yfirleitt em þetta ungir krakkar sem reka ekki einu sinni sitt eigið heimili og hafa því varla nokkum tímann haldið á hamri, hvað þá meira. Þegar ég fer í verslun þá vil ég að starfsmaður- inn viti meira um vömna og notk- un hennar en ég. Tóm búð Þessi skortur á starfsmönnum er líka alveg merkilegur. Annað- hvort em þessar keðjur að spara svona gríðarlega þannig að þær ráða bara örfáa starfsmenn í stór- ar verslanir eða starfsmennirnir liggja bara í sólbaði á vinnutíma. Trúlegra þykir mér að það sé ver- ið að spara launakostnað en hver er tilgangurinn ef viðskiptavinur- inn gengur óánægður út og kemur aldrei aftur? Skýringin er senni- lega sú að forsvarsmenn þessara keðja vita að við komum alltaf aftur. Stórar keðjur hafa nefnilega fjárráð til að halda úti nægu úrvali og lægra verði en litlu verslanim- ar, sem verður til þess að þeim fækkar. Þetta er leiðindaþróun. Live 8 á íslandi Sjónvarpsstöðin Sirkus, sem fer í loftið á morgun, og tónleikafyrir- tækið Concert, standa nú í undir- búningi fyrir sýningu Live 8 á í slandi. Tónleikamir far a fr am 2. júlí í nokkmm stórborgum víða um heim og em haldnir til þess að þrýsta á ráðamenn heims í að leggja niður skuldir vanþróaðra ríkja og tvöfalda þróunaraðstoð til þeirra. Mörg af stærstu nöfnum tónlistar- iðnaðarins taka þátt í verk- efninu sem er Bob Geldof skipuleggur. í Lundún- um spila meðal annars Coldplay, Elton John, Mad- onna, U2, REM og stórhljóms- vetin Pink Floyd, sem ætlar að koma saman á ný sérstaklega LIVE delfi'u fyrir þetta tilefni. í Berlín má sjá Brian Wilson, Audioslave, Lauryn Hill og Green Day en Will Smith, Linkin Park, Stevie Wonder, The Cure og Deep Purple era meðal þeirra tónlistarmanna sem spila í Róm, Fíla- og París. Undirbúningur útsendingarinnar hér á landi er nú í fullum gangi og mun fjöldi þjóðþekktra einstaklinga koma að henni, en dagskráin verður birt á næstu dögum. Þetta verða að teljast hreint frá- bærar fréttir og ánægjulegt að íslendingar sýni áhuga á málefnum þriðja heimsins á þennan hátt. fimmtudagur, 23. júní 2005 ! blaðið Sharon vill hjálpa Tom Hsem skvetti á hann vatni á frum- sýningu myndar hans, War of the Worlds, í London um daginn, enda lenti Sharon í svipuðum hrekk fyr- ir þremur vikum. Þá kom fólk frá Channel 4 og úðaði á hana vatni fyrir utan veitingastað í London. Hún hefndi sín með því að henda fótu, fullri af vatni, beintyfir söku- dólginn. Sharon hefur nú boðið lögfræðingum Cmises pappírana frá hennar atviki. „Ég var skelf- ingu lostin að vita að fullorðið fólk geti gert þetta hvert við annað. Ég Sharon Osboume segist vilja að- var mjög hissa á því.“ stoða Tom Craise við að kæra liðið Ben og Jen neita brúðkaupsfréttum Ben Affleck og Jennifer Gamer hafa neitað því að þau séu búin að gifta sig, en þau em búin að vera trúlofuð síðan í apríl þegar Affleck bað henn- ar í afmælisveislu hennar. Gamer er sögð hafa farið í blómabúð í Vestur- Virginíu og keypt þar brúð- arvönd og fíeira fyrir athöfn í Greenbrier Resort. Tals- maður Bens, Ken Sunshine, sagði við New York Daily News: „Sá sem sagði þessa sögu er að ljúga. Maður- inn fær meiri athygli heldur en nokk- um tímann í lífi sínu. Ben og Jen eru ekki í Vestur-Virginíu. Þau giftu sig ekki í dag.“ Snemma í maí tilkynnti Jennifer að hún væri ófrísk, og á hún von á fyrsta barni nóvember. með Ben Affleck í Hvað segja stjörnurnar égk Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Tvíburar (21. maí-21. júni) AVog \ggF (23. september-23. október) $ Sumir vinnufélagar þínir hafa mjög trufl- andi áhrif á vinnuna. Haltu þér fjarri og haltu áfram að vinna. Ef þú þarft aukaorku, skelltu þér þá út í náttúruna. V Ástin liggur í leyni, vertu vakandi og opinn og hver veit hvað gerist. $ Sýndu vinnufélögunum hvaða snillingur þú ert. Það græðir enginn á að þú sért að spila þig heimskari en þú ert, hvorki þú né yfirmenn- irnir. V Leggið spilin á borðið. Þetta mál sem er bitbein ykkar á milli er alls ekkert stórmál. Forð- ist að gera úlfalda úr mýflugu. $ Tilfinningarnar eru í hámarki í daa og þér líður skringilega. Forðastu að sýna or miklar tilfinningar á vinnustað, það eru ekki allir vinir þínir þar. V Þú þarft ekki algjörlega að gleyma fortíð þinni en það er engum hollt að vera algjörlega upptekinn af henni heldur. Það er hvorki hollt fyrir þig né samband þitt. Taktu á við það sem þarf að takast á við en slepptu hinu. Fiskar (19. febrúar-20. mars) A Krabbi Vr (22. júnf-22. júlf) Sporðdreki 'kíjiJ' (24. október-21. nóvember) $ Ef þér finnst þú eftir á í vinnunni skaltu biðja vinnufélaga um hjálp. Þú gætir jafnvel kennt þeim nýja tækni. V Vini þína vantar leiðsögn en þú ert svo upptekinn að þú getur sennilega ekki veitt hana. Finndu einhvern annan sem getur aðstoðað. S Tölvupóstur er ekki alltaf rétta leiðin til að tala um mikilvæg málefni. Til að vera viss um að enginn misskilningur myndist, hringdu eða röltu til þeirra. V Hugsaðu um alla sem er annt um þíg. Hugsaðu líka um þá sem eru ekki eins nánir þer en yrðu áhyggjufullir ef eitthvað kæmi fyrir þig. I dag muntu komast að því hverjir eru raunveru- legir vinir þínir. $ I dag er góður dagur fyrir samvinnu. Þú skalt vinna með vinnufélögunum í dag og nýjar hugmyndir munu fæðast. V Það er mikið jafnvægí I dag. Þú ert á góðu róli og allir taka eftir því. Gerðu ráðstafanir fyrir framtiðina. Hrútur (21. mars-19. aprfl) ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Æ\ Bogmaður SÍÍF (22. nóvember-21. desember) $ Það er kominn tími til að slaka á í vinn- unni, álagið er of mikið og fjölskyldan saknar þín á kvöldin. Það er erfitt að hægja á sér en innst inni veistu að þú þarfnast slökunarinnar. V Þú og elskhugi þinn eruð ekki alltaf á sama hraða. Verið viss um að þið séuð þó að fara í sömu átt. $ Þú veist hvað þú yilt og tíminn er kominn til að láta areipar sópa. Áhugi þinn mun verða til þess að aðrir bjóða fram aðstoð sína. Hlustaðu á þá áður en þú gerir nokkuð. Sjálfsvirðing þín er í hámarki þessa dagana. V Þú ættir að vera stoltur af sjálfum þér. Fagnaðu árangri tiínum og heppni með góðum vinum. Ball og malsverður væri tilvalið kvóld. $ Vertu beinskeyttur en varkár I dag. Ekkí segja of mikið. Vinnustaðurinn er ólgandi I dag. V Það er ekkert að því að segja skoðun sína svo lengi sem einhver hefur beðið um hana. Ef það hefur ekki verið gert skaltu bara hlusta. Naut Vr (20. apríl-20. maí) CN Meyja W (23. ágúst-22. september) Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Ef þú skipulegaur þig vel þá gæti við- skiptaferðaleg breyst I frí. Notaðu tímann til að slaka á og skoða menninguna. V Kímnigáfa þín er góð í dag. Eyddu degin- um með þeim sem hafa ánægju af lifinu. $ Það tók sinn tíma að Ijúka þessu verkefni en það tókst á endanum. Oll þessi yfirvinna hef- ur borgað sig og þú ert sennilega búinn að vinna þér í haginn. V Þú lítur gaqnrýnisaugum á heiminn og vertu óhræddur að segja skoðun þína, jafnvel þótt ekki allir séu sammála. $ Þú ert ennþá stjarnan I vinnunni og þú Ijómar. Það er einhver töfraljómi í kringum þig. Jafnvel fáránlegustu áætlamr standast. Fólk er að ræða um þig - merkilegt fólk. V Hvað svo sem þú gerir i dag mun vera jákvætt. Einbeittu þér að jákvæðu orkunni í sam- bandi þlnu og sjáou hvao gerist.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.