blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 13
blaðið I föstudagur, 1. júlí 2005 Hrútafjarðará: Laxinn er mættur „Það eru komnir laxar í Hrútafjarð- ará, það sóust fiskar í Bálki fyrir fá- um dögum, a.m.k. 10 fiskar, en veiðin byrjar þar á morgun,“ sagði Þröstur Elliðason í gærkveldi, á leiðinni í Breiðdal til að opna Breiðdalsá. „Laxinn er fyrir nokkru kominn í Breiðdalinn, en hann sást fyrir nokkru. Við opnum hana líka á morg- un eins og Hrútafjarðará. Silungs- veiðin hefur gengið vel í Breiðdaln- um,“ sagði Þröstur ennfremur. „Fyrstu laxamir em komnir á land í Laxá í Refasveit, en við fengum þá á fyrsta deginum sem við veiddum í ánni,“ sagði Stefán Sigurðsson, ann- ar leigutaki árinnar. Næstu veiðimenn ó eftir Stefáni og félögum veiddu ekki lax í Laxá í Refa- sveit, en gott vatn er í ánni og bara dagaspursmál hvenær laxinn rennir sér inn í ána í einhveijum mæli. A.m.k. tveir 10 punda laxar em komnir á land í Laxá í Dölum. Ágæt- ur gangur hefur verið í Haukadalsá og laxinn er kominn í Miðá í Dölum. „Það sáust laxar í ánni fyrir nokkr- um dögum,“ sagði Lúðvík Gizurarson leigutaki í samtali við Blaðið, en veiði hófst í ánni í dag. Mikið fjör á Miklatúni Veiðihornið og Team Scierra standa fyrir flugukastsýningu og tilsögn á Miklatúni næsta sunnudag kl 17.30. Fimm erlendir flugukastarar sýna fluguköst og leiðbeina íslensk- um veiðimönnum í listinni að kasta flugu. Henrik Mortensen stýrir þess- um viðburði en auk hans munu þeir Henrik Andersen, Ivan Sörensen, Henrik Möller og Peder Pedersen, vera til aðstoðar. Veiðimenn eru hvattir til þess að mæta með stangir sínar, hjól og lín- ur, og njóta leiðsagnar fró þessum frábæru flugukösturum. Einnig verð- um við með Scierra-einhendur og tví- hendur, uppsettar með Scierra-skot- línum þannig að hér er gott tækifæri til að prófa stangir og línur. Allar Sci- erra-vörur eru hannaðar í Danmörku og stýrir Henrik Mortensen hönnun- ar- og þróunarvinnu Scierra. Scierra- vörur eru þaulreyndar við erfiðustu aðstæður á íslandi áður en þær eru markaðssettar. Það er tilvalið fyrir veiðimenn á öll- um aldri að kíkja og sjá þessa góðu kastara leika listir sínar. Hann er á! Stundin sem allir veiðimenn bíða eftir - laxinn hefur tekið í Laxá í Refa- sveit. Veiðimenn segja góða veiði í Laxá í Refasveit. Örvar Sveinsson, Sigurður H. Stefáns- son og Helgi Sigurðsson. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ? Casio vélarnar hljóta frábæra dóma hvert sem litið er! UMBOÐSMENN UM LAND AUT NJOTTU STÆRRI „FYRIRMYNDA". Hin nýja EXILIM Zoom EX-Z57 skartar sérstaklega stórum 2.7 tommu TFT litaskjá. Hin nýja CASIO EXIUM Zoom EX-Z57 er algerlega ómissandi fyrir þá sem vilja gera stundirnar stóru samstundis ógleymanlegar í hámarks myndgæðum. 5 MLLJONIR DILA Hinn feikna stóri 2.7" TFT litaskjár er með tveimur stillingum fyrir mismunandi birtustig i umhverfinu. Linsan er með 3x aðdrátt. Örflagan er með 5 Megapixel upplausn. meó einni ráfhlöóuhleðslu. Fleiri og þægilegri myndatökur med SUPER LIFE rafhlödu. Njóttu stundanna stóru með ótrulega stórum 2.7" TFT skjá. KYNNINGARVERÐ Fullt verð kr. 44.995 IL-IM Casio EXP505 • 2 tommu TFT litaskjár • 5x aðdráttur á linsu • 5.0 megapixel Casio EXZ750 • 2.5 tommu TFT litaskjár • 3x aðdráttur á linsu • 7.2 megapixel ZGOM KYNNINGARVERÐ Fullt verð kr. 57.995 Fullt verð kr. 59.995 Heimilistæki SEHR GUT

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.