blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 30
30 hver & úr föstudagur, 1. júlí 2005 I blaðið inn/... Nick Carter í meðferð Ró og næði í rafmagnsleysi Fyrir skömmu lenti ég í því sem í fyrstu virtist hin óskemmtileg- asta lífsreynsla. Ég kom heim til mín eftir langan vinnudag og tók eftir opnu umslagi fyrir framan hurðina hjá mér. í því var miði frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem tilkynnti mér að búið væri að loka fyrir rafmagn í íbúðinni minni vegna vanskila. Ég trúði ekki mín- um eigin augum. Ég bölvaði Orku- veitunni í ófáar mínútur og var um það bil að hringja bijáluð í þá, sem báru ábyrgð á rafmagnsleysinu hjá mér, þegar það rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei borgað reikning frá þeim í þá íjóra mánuði sem ég hef búið í íþúðinni. Rafmagnsleys- ið var allt mínu eigin kæruleysi að kenna. Slökkt á lífsins þægindum Ég hafði beðið í ofVæni eftir því að komast heim, elda mér góðan mat og slaka á yfir Nátthröfnum á Skjá einum. Ég var líka með glænýja plötu í töskunni, sem ég hafði feng- ið afhenta sama dag, og ætlaði að hlusta á þegar ég legðist í rúmið. Ekkert af þessu gat ég núna gert. Sjónvarpið var dautt og græjumar virkuðu að sjálfsögðu ekki og sat ég því ein í myrkraðri stofunni og starði út í loftið. Þá áttaði ég mig á því að ég er orðin svo vön öllum lífs- ins þægindum að rafmagnsleysið var eins og hin versta martröð. Ég er orðin svo vön því að geta lagst í sófann fyrir framan skjáinn og slökkt á heilanum á mér að þegar ég þurfti að fara að finna mér eitt- hvað til dægrastyttingar vissi ég ekki hvað ég ætti að gera. Gömlu góðu dagarnir Ég ákvað að læra af þessari reynslu, skreytti stofunameðkerta- ljósum og opnaði bókina sem var búin að liggja á sama stað síðan ég flutti inn. A meðan ég fletti í gegn- um blaðsíðumar naut ég kyrrðar- innar og ímyndaði mér að ég væri stödd í fortíðinni þegar rafmagn heyrði framtíðinni til. Þá hugsaði enginn um sjónvarp eða útvarp heldursöfnuðustfjölskyldumeðlim- ir saman í stofunni við kertaljós og lásu góða bók hver fyrir annan. Þá eyddu menn frístundunum sam- an, lausir við allt áreiti og óþarfa skemmtiefni, sem nútímamaður- inn er orðinn jafnháður og sterk- asta heróíni. Ég fór ánægð í rúmið en vissi þó að ég ætti ekki eftir að upplifa slíka ró á næstunni því ég er alveg jafnháð áreitinu og næsti maður. Eina mótefnið sem virkar er að Orkuveitan mæti og loki bara á mig. Hundur Liz Hurley týndur Backstreet Boys söngvarinn Nick Carter hefur verið sendur í þriggja mánaða áfengismeðferð eftir að hafa verið tekinn ölvaður undir stýri. Dómararnir sektuðu Carter líka um 100 þúsund krónur, dæmdu hann í þriggja ára skilorðsbundið fang- elsi og tóku af honum ökulejdið í 90 daga, samkvæmt lögmanninum Tate McCallister. Carter var stoppaður 5. mars í Huntington Beach, og var hann ákærður fyrir að vera með of mikið áfengismagn í blóðinu þegar hann ók bíl sínum. Söngvarinn hefur sagt að hann hafi verið á lyfseðilsskyldum lyfjum og hafi ekki gert sér grein fyr- ir því að ólöglegt væri að aka eftir að hafa neytt þeirra. Annars er Backstreet Boys farin að spila aftur eftir fjögurra ára hlé, og er að gera það gott með laginu Inc- omplete. m 4.9(|0.- rum.is Loft frá Angelinu og Brad selt á eBay Liz Hurley óttast að hundurinn hennar sé týndur, en hún var stödd í South Kensington þegar labrador- hundurinn Emily týndist. Kærasti Liz, Arun Nayer, fór að leita að hundinum og sagði vitni að Arun hefði komið yfir til hans og spurt hvort hann hefði séð svartan labrador. Jafnframt hefði Nayer beð- ið sig um láta vita ef eitthvað sæist til hundsins. Talsmaður parsins sagði: „Þau eru mjög hrædd. Það eru tugir manna að leita að Emily, allir eru mjög áhyggjufullir og búið er að hringja í lögreglu." Breska lögreglan segir að um 2.000 hundum sé rænt í mánuði hveijum, en óvíst er að slíkt hafi gerst í þessu tilviki. Halle Berry og Alicia Keys taka höndum saman Kvikmyndastjaman Halle Berry er að fara að framleiða mynd sem nefn- ist Composition of Black and White, og hefur hún fengið enga aðra en Al- iciu Keys til að leika aðalhlutverkið. Alicia er á fullu í tónlistinni og verð- ur þetta hennar fyrsta hlutverk í kvikmynd. Myndin, sem er byggð á bók eftir Kathryn Talalay, fjallar um braut- ryðjanda í baráttunni gegn kynþátta- fordómum og heitir hún Philippa Schuyler. „Ég dýrka Aliciu og það er engin betri fyrir hlutverkið en hún,“ segir Halle. Einnig segist Alicia vera mjög spennt fyrir þessu og segir þetta vera mikinn heiður. Krukka, sem er sögð innihalda and- rúmsloft frá Angelinu Jolie og Brad Pitt, hefur nú selst á eBay fyrir rúm- ar 34.000 kr. íslenskar. Krukkan var tekin með á frumsýn- ingu Mr. And Mrs. Smith í Westwood í Kalifomíu, en þar var hún opnuð og náð var í loft stjamanna þegar þær gengu fram hjá og síðan var krukk- unni lokað. „Það er ekkert í þessari krukku nema loft, en samt er þetta frétt um allt land og jafnvel lengra. Þetta em svo miklar öfgar, og þess vegna gekk þetta svona vel,“ segir Richard Rowe, framkvæmdastjóri www.goldenPalace.com. „Þetta er fullkomið dæmi um öfgar poppmenn- ingarinnar." Hvað segja stjörnurnar? Mk Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Tvíburar (21. maf-21. júni) Av°9 (23. september-23. október) $ Vanalega hugsarðu fram I tímann en í dag er góður dagur til að Ifta aftur og sjá hvernig forverum þínum gekk að vinna vinnuna sína. Þu gætir lært eitthvað. m Til að ná árangri í nútfðinni þarftu að læra af fortlðinni. Lærðu af mistökum, þlnum og ann- arra. S Það mun ýmislegt koma upp á sem mun trufla vinnu þína í dag. Ekkert mun þó aftra þér frá því að ná takmarki þlnu en þetta er samt sem áður truflandi. m I dag muntu finna nýjan eiginleika í ástvini þínum, eiginleika sem kemur þér á óvart. $ Viðskiptavinir sækja meira I þig en áður og þú hefur fjöldann allan af þeim. Ekki reyna of mikið, þetta kemur allt. V Þú ert þakklátur fyrir allt fráþæra fólkið í lífi þinu. Það er kominn tími til að láta það vita hversu mlkils virði það er. Fiskar (19. febrúar-20. mars) £% Krabbi (22. júnf-22. júlí) Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Samskiþtastíll þinn er ráðandi í dag. Not- aðu orð þín og dragðu fólk nær þér. Það vilja allir hlusta á þig. V Stjörnurnar hallast allar að rómantlsku sambandi þannia að þú skalt leggja allt undir. Þú hefur engu ao taga. S I dag skaltu vinna að vinnusamböndum þlnum eða skapa ný. Það er mikilvægt I viðskipt- um að þekkja fólk. Notaðu símann, tölvupóst og hvað sem þú þarft. V Brjálæðustu hugmyndir þínar munu llka virka I dag, svo lengi sem þú hefur áræði til að fylgja þeim eftir. Ekki láta það koma þér á óvart þótt þú finnir nokkra áhangendur. $ Sambandi þitt við vinnufélagana er frekar brothætt þessa dagana en ef þú ert hreinskilinn þá ætti allt að ganga upp. m Þú dýrkar leyndarmál og það hræðir þig að deila öllu með ástvini þínum en til þess að allt gangi upp þá reynist það nauðsynlegt. Gangi þér vel. Q Hrútur (21. mars-19. april) (23. júlf- 22. ágúst) ákBogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Haltu áfram að hugsa um peninaa, jafnvel þótt þér finnist sem hugur þinn sé ao þurrkast upp. Peningavandamálin munu ekki aufa upp og nú ertu I aðstöðu til að gera eitthvað I því. V Þokki þinn er allsráðandi í dag. Reyndu að komast I tæri við eitthvert heillandi fólk í dag þvl það kemst ekki hjá því að heillast af þér. $ Imynd skiþtir miklu máli I vinnunni svo þú skalt vinna að henni, en þú þarft litlar áhyggjur að hafa. m Astarlífið er erfitt þessa dagana en ekki gefast uþp. Það er ansi margt skemmtilegt fram undan. $ Ef þú hefur eitthvað að segja þá skaltu segja það í vinnunni I dag. Samskiptahæfileikar þínir eru góðir og það er ekki vlst að þú fáir ann- að tækifæri. m Jafnvel þótt eitthvað virðist óyfirstíganlegt þá er ekki þar með sagt að það sé það. Einu slnni er allt fyrst. £*% Naut (20. aprfl-20. maf) MeyJa Dlir (23. ágúst-22. september) gjjjk Steingeit mgf (22. desember-19. janúar) S Orka þln er mikil I dag og þér finnst sem þú getir tekist á við allan heiminn. Þú hefur á réttu að standa svo þú skalt ekki hræðast stórar ákvarðanir. m Daður mun koma þér áfram I daa svo daöraðu eins og þú getur. Hrósaöu og daoraðu við einhvern myndarlegan í allan dag. S Þér semur frábærlega við alla í dag, jafn- vel þá sem þér líkar ekki við. Hugmyndir þínar fá gott fylgi. m I dag er þinn dagur. Ekki hugsa um aðra. Farðu í sund, göngutúr og gerðu eltthvað skemmtilegt. Aðrir geta hugsað um sjálfan sig. $ Það er frábær dagur fyrir skapandi hugs- un og sköpun. Farðu lengra en mórk þín leyfa og sjáðu hvert það tekur þig, m Þú ert raunsær oa ábyrgur og það er ekk- ert að því en þú vilt ekkl vera það ábyrgur að þú gleymir að hlusta á hjartað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.