blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 11
blaðið I föstudagur, 1. júlí 2005
Kokkteill
helgarinnar
í hlýindaveðri sumarsins er algengt
að fólk geri sér glaðan dag með því
að fá heimsókn góðra vina og bjóða
skemmtilegan og ferskan drykk,
hvort sem veðurguðimir eru okkur
hliðhollir og láti sólargeislana leika
um vangana eður ei. Alltaf er gam-
an að gera sér dagamun yfir sumar-
tímann og njóta helganna til hins
ítrasta. Það er um að gera að hafa
fjölbreytni í drykkjarfóngum og fikra
sig áfram í hinum ýmsu kokkteilupp-
skriftum sem hægt er að fá. Hægt er
að nálgast hinar ýmsu uppskriftir á
intemetinu og í uppskriftarbókum,
en gaman er að prófa sig áfram
og hafa drykkina margbreytilega.
VIOLA drykkurinn sem er hér fyrir
neðan er skemmtilegur og jafnframt
bragðgóður sumarkokkteill.
VIOLA
3 cl vodka
2 cl bananalíkjör
1 cl Parfait Amor
6 cl ananassafi
Dass af Grenadine
Hristur og borinn fram I longdrink-
glasi og skreyttur með stjörnu-
ávexti.
Ráð undir
rifi hverju...
- Fáein skemmtileg ráð
sem nýtast í eldhúsinu
# Ef tíminn er naumur og verið er
að sjóða gular baunir getur ver-
ið gott að setja ögn af matarsóda
út í til þess að stytta suðutímann.
# Þegar egg er aðskilið er sniðugt
að brjóta það ofan í trekt, en með
því móti verður eggjarauðan eftir
og hvítan rennur ofan í skál sem
sett er undir.
# Kaffipokar úr filteri eru góðir til
þess að sía kjöt- eða fiskisoð
en þannig verður það tært.
# Til þess að tryggja gott rennsli
úr saltstauknum getur verið gott
að setja nokkur hrísgrjón ofan í
saltið því þannig kemst raki síður
ofan í staukinn.
# Ef eplin eru ofþroskuð á ekki að
henda þeim heldur hugsa til litlu
smáfuglanna og gefa þeim smátt
skorna bita.
# Ef afgangsrjómi verður eftir
í fernunni má setja hann í
klakabox eða klakapoka. Svo er
hægt að nota einn og einn kubb (
súpur og sósur við hentugleika.
Hannes mælir með...
Fyrir gesti svæðisfundar Mont Peler-
in samtakanna á Nordica Hotel, setti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
saman lista yfir uppáhaldsveitinga-
staði sína. Á listanum er upptalin
tylft veitingastaða sem Hannes held-
ur upp á. Að mati hans standa þó þrír
öðrum framar:
„Grillið er veitingastaður á efstu
hæð Hótels Sögu. Útsýnið þaðan er
stórbrotið en það sést ekki aðeins yf-
ir Háskólasvæðið heldur alla Reykja-
vík. Grillið hefur nýlega endurbætt
markaðssetningu sína og er að mínu
mati orðið eitt af þrem tígulegustu
veitingahúsum landsins. Hin eru
Humarhúsið og Sjávarkjallarinn.
Grillið býður sérstaklega góða sjávar-
rétti úr fersku hráefni, auk þess sem
íslenska bráðin (hreindýr og íjalla-
lamb) er einstaklega ljúffeng. Ég hef
notið Grillsins mest þegar ég panta
óvissumáltíð sem kokkurinn eldar eft-
ir eigin höfði.
Humarhúsið á Amtmannsstíg 1,
í hjarta miðbæjarins, er einn besti
veitingastaðurinn í Reykjavík, en
að auki einn sá dýrasti. Flestir þeir
útlendingar, sem ég hef ráðlagt að
snæða þar, hafa farið þaðan sáttir.
íslenski humarinn er að mínu mati
mun bragðmeiri en t.d. stóri Main-
humarinn sem er framreiddur víða í
Bandaríkjunum. Grillaðir humarhal-
ar Humarhússins eru hreint lostæti,
hvort sem þeir eru borðaðir með sósu
eða hvítlaukssmjöri.
Sjávarkjallarinn í Aðalstræti 2 er
nýlegur veitingastaður sem nýtur sí-
vaxandi vinsælda meðal fyrirmenna
Reykjavíkur. Staðurinn á skilið gott
orðspor sitt en sjávarréttir hans eru
framúrskarandi, hvort sem um sus-
hi-, sashimi- eða íslenska sérrétti er
að ræða. Maturinn er ávallt ljúfur og
mildur og aldrei ofeldaður. Staðurinn
er þó heldur dýr.“
Meðal annarra staða sem Hannes
mæhr með mó nefna Þijá frakka, La
Primavera og Argentínu.
Esia (6manna)
29.900 kr,
(»ór (3manna)
7.400 kr,
Zodiak
Val dl Femme
20.990 kr.
Val dl Femme (kv)
20.990 kr.
klæddu þig vel
Verslamr 66°NORÐUR: Faxafeni. Lækjargötu, Garðabæ ogá Akureyri
Tindur (3manna)
32.000 kr.
Zodlak (lágir)
•7 Q90 kr
Tindur (751.)
9.900 kr.
Esja (251.)
3.200 kr
Eigum allt í útileguna !
TjöldT bakpokar, svefnpokar, gönguskór,
Tjöla, bakpokar, svefnpokar, gönguskór, göngustafir, prímusar og margt fleira.