blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 29
blaðid I föstudagur, 1. júlí 2005 agskrá 29 Fjölmiðlar Tvær kápur, hvor á sinni öxl andres.magnusson@vbl.is Nú hefur nýtt tölublað hins umdeilda vikurrits Hér og nú htið dagsins ljós. Þegar það er borið saman við síðasta tölublað, sem mestum úlfaþyt hefur valdið, er eins og um annað blað sé að ræða fremur en annað tölublað. Það þarf ekki annað en að líta á káp- urnar til að sjá muninn. Á kápunni voru fyrirsagnir á borð við „Brynja hélt framhjá Bubba!“, „Svikin eigin- kona talar út“, „Metsöluhöfundur á hæli“, „Barnsfaðir Lindu á íslandi“ og „Sjáið myndirnar! - íslensk Holly- wood-stjarna í sundi“. Sumsé skráar- gatsblaðamennska, svo skrauthvörf séu notuð um efnisvalið. í nýjasta tölublaðinu er það hins vegar ást, vel- gengni og hamingja sem blasir við á hverri síðu og á kápunni endurspegl- ast það í fyrirsögnum: „Ragnheiður Guðfinna: Ást í faðmi fasteignasala", „Trúlofun í Veiðivötnum", „Katrín Jak- obs: Óvart ólétt“, „Björk býr við hlið- ina á A1 Pacino", „Heiðar Helguson: Afmælisgestir í einkaþotu", „Leynd- armál Birgittu" (sem íjallar um sam- nefnt lag söngkonunnar en ekki eig- inlegt leyndarmál) og síðan loks ein fyrirsögn, sem er ekki beinlínis með sama brag, en engu að síður umfjöll- unarefninu til sóma: „Hetja! Arnór berst við sykursýki“. Þetta kallar maður að bera tvær kápur, hvora á sinni öxl. Hafi Hér og nú látið af þeirri teg- und „blaðamennsku", sem lagt var af stað með í upphafi, má gleðjast yfir því. Hún snerist nefnilega ekki um það að segja satt, sýna aðgangshörku eða ámóta, eins og málsvarar viku- ritsins vildu vera láta, heldur það að fullnægja lágkúrulegri hvötum án 21.00 PimpMyRide 21.30 MTV Cribs i þáttunum bjóða stjömurnar fólki að skoða heimili sín hátt og lágt og upplýsa áhorfendur um hvað þær dunda sér við heima. 22.00 Tremors - NÝTT! 22.45 Sjáumst með Silvíu Nótt (e) 23.15 The Swan - Ný þáttaröð (e) Hér er sagt frá nokkrum ósköp venju- legum konum sem breytt er í sannkall- aðar fegurðardísir. 12.30 Kvöldþáttur 3rot af því besta úr Kvöldþáttum rikunnar. 23.15 David Letterman 20.10 Kossaflens (Kissing a Fool) Leikstjóri er Doug Ellin og meðal leikenda eru David Schwimmer, Jason Lee, Mili Avital, Bonnie Hunt, Vanessa Angel og Kari Wuhrer. 21.45 Koddahjal (Pillow Talk) Rómantísk gamanmynd frá 1959 um kvennabósa og konu sem nota sömu símalínu og fyrirlíta hvort annað. Svo 21.30 Strákarnir (Brot af því besta) 21.55 Two and a Half Men (10:24) (Tveir og hálfur maður) 22.20 Osbournes 3(a) (9:10) (Osbourne-fjöiskyldan) 22.45 Avenging Angelo (Angelos hefnt) Bönnuð börnum. 21.00 World Poker Tour 2 (HM í póker) 22.30 K-1 Hér mætast sann- kölluð hörkutól í sparkboxi, karate og fjölmörgum öðrum greinum. 22.00 Minority Report (Glæpavarnir) Það eru góðir tímar hjá löggunni því ný tækni gerir henni kleift að handtaka glæpamenn áður en þeir brjóta af sér. Löggan John Anderton nýtur góös af þessu þar til dag einn að hann er sakaður um glæp sem á eftir að fremja. Hljómar dálítið flókið og það reynist raunin þegar Anderton hefur rannsókn á eigin sakamáli. Stranglega bönnuð börnum. hittast þau loksins og eftir það reynir flagarinn að gera hosur sínar grænar fyrir konunni með því að villa á sér heimildir. Leikstjóri er Michael Gordon og aðalhlutverk leika Rock Hudson og Doris Day. 23.25 Gullmót í frjálsum íþróttum Upptaka frá mótinu í París sem fram fór fyrr í kvöld. 55.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 00.20 The Net (Netið) Bönnuð bömum. 02.10 Shallow Hal (Grunnhyggni Hal) Aðalhlutverk: Jack Black, Gwyneth Paltrow og Jason Alexander. Leikstjórar em Bobby Farrelly og Peter Farrelly. 2001. 04.00 Fréttir og ísland í dag 05.20 Tónlistarmyndbönd frá Popp- Tíví 00.00 Dead Like Me (e) 00.45 Tvöfaldur Jay Leno (e) 02.15 Óstöðvandi tónlist 00.20 Who is Cletis Tout? (Hver er Cletis Tout?) Bönnuð bömum. 02.00 Desperado (e) (Uppgjörið) Stranglega bönnuð börnum. 04.00 Minority Report (Glæpavarnir) Stranglega bönnuð börnum. 00.00 David Letterman 00.45 Friends (5:24) (Vinir) 01.10 Kvöldþáttur 01.55 Seinfeld (5:5) (The Stock Up) þess að skeyta nokkru um nærveru sálna. Raunar var sérstaklega einkenni- legt að fylgjast með fullyrðingum málsvaranna um sannleiksástina og stefhu Hér og nú. Eiríkur Jónsson kom í ísland í dag og kallaði meintan heimildarmann sinn lygara, drullu- hala og skíthæl, hrópaði þar kröfu sína um að leikin yrði segulbands- upptaka sín, sem sannaði að svona lægi í málinu, en ekki hinsegin. Þeg- ar eftir var gengið daginn eftir kom svo í ljós að það var ekkert band! Það setur sannleiksástina á Hér og nú í nýtt ljós. Það segir kannski sína sögu að út- gefendurnir láta sem þeim komi mál- ið ekki við. Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Baugsmiðlanna, vill engu svara þar sem um ritstjórn- arlegt mál sé að ræða, Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Baugsmiðlanna, er þó til viðtals um málið en lætur sem það komi sér nán- ast ekkert við. En ætli þeim komi það ekki soldið við? Voru það ekki þeir sem lögðu á ráðin um að gefa út þetta blað? Og eru það ekki þeir sem fá arðinn í sinn vasa? Enn sérkennilegri vinkil mátti svo lesa í blöðum gærdagsins en flugfé- lagið Iceland Express tilkynnti þá að því þætti ekki veijandi að láta farþega sína sjá forsíðu Hér og nú og DV, hvað þá meir, svo þau verða ekki lengur seld á þeirra vegum. Gott og vel. En hið merkilega er að eigendur Iceland Express eru jafnframt eigend- ur í Baugsmiðlunum. Með þá kápuna á öxlinni þykir þeim ekkert að því að framleiða fjölmiðla, sem þeir svo geta ekki fengið af sér að bjóða fólki til sölu þegar kápan á hinni öxlinni snýr fram! Þeim, sem öðrum, fer ekk- ert sérlega vel að bera tvær kápur í einu, þótt hvor á sinni öxhnni séu. : Af netinu Horfði á fyrstu útsendingu nýrrar sjónvarpsstöðvarinnar Sirkus með öðru auganu. Ekki finnst mér byrj- unin góð. Kvöldþátturinn er ekki að gera sig að mínu mati. Þetta er að vísu fyrsti þátturinn og því gef ég þessu auðvitað séns. Alltaf erfitt að byrja. Ég vona samt að ekki haldi svo fram sem horfir því ég vil ekki sjá Gumma Steingríms brenna sig á þessu. Tók mig tíma að ná honum, fór lengi í taugarnar á mér en nú finnst mér hann virkilega fyndinn. Sér í lagi í pistlum sínum aftan á Frétta- blaðinu. En eins og ég segi, Jón Óttar var svo sem ekki æðislegur í fyrstu út- Sjáum hvað setur með Sirkus. Fall er sendingu Stöðvar 2 árið 1986 og ekki fararheill. gengu útsendingarnar vel í fyrstu. Það segir ekkert um Stöðina í dag. http://gudfinnur.blogspot.com/ Stærsti Taparinn? (Biggest Loser) Já, ég er að horfa á þennan líka yndislega þátt. Hvað er betra en að horfa á feitabollur reyna að grenna sig með hollu mataræði og líkamsrækt? Ákveðinn kenn- ari varð nú reyndar bara reiður og illur þegar við fórum að tala um þennan þátt í vetur í tíma hjá honum og sagði að „það væri verið að niðurlægja fólk og halda því fram að feitt fólk væri heimskt!" Ég get nú ekki fengið það út. Þetta hlýtur að vera miklu heilbrigðara en til dæmis Extreme Makeover eða The Swan! Þar er verið að „fótósjoppa" fólk með öllum mögulegum ráðum. Þá er nú hollara að horfa á fólk fara út að hlaupa. Samt finnst mér Extr- eme Makeover ótrúlega góður þáttur. Horfi á hann með tárin í augunum, þrátt fyrir dramað og vitleysuna. http7/www.blog.central.is/sirrysif Hvað vantar helst í íslenskt sjónvarp? Kolbrún Kristfn Karlsdóttir „Ég horti lítið á sjónvarp en ég sakna þó helst Nýjasta tækni og vísindi." Ingi Páll Sæbjörnsson „Það vantar gott efni. Það er ekki nógu gott efni i sjón- varpi núna." Árni Gunnarsson „Ég horfi lítið á sjónvarp." „Það vantar helst fleiri sjónvarpsstöðvar og meira úrval." Guðrún Maria Jóhannsdóttir „Það vantar fleiri sjónvarps- stöðvar og færri raunveru- leikaþætti." Hallgrimur Garðarsson „Ég horfi litiö á sjónvarp."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.