blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 22
föstudagur, 1. júlí 2005 I blaðið Glazers-bræður komust í hann krappann Bræðumir Joel, Avi og Bryan Glaz- ers, sem eru synir Malcolms Glazers, hins nýja eiganda Manchester Unit- ed, heimsóttu Old Trafford í fyrradag og í gær. f fyrradag, þegar þeir komu á völlinn, urðu þeir vitni að miklum mótmælum fyrir utan völlinn, bæði þegar þeir komu á Old Trafford og einnig við brottfór. Deyið, Glazers, voru slagorð sem voru hrópuð að þeim fyrir utan völlinn og það fór nú þannig að bræðumir, sem sitja í stjóm félagsins, urðu að yfirgefa félagssvæði United í lögreglufylgd. Ekki tók betra við í gærmorgun þeg- ar þeir komu á nýjan leik á Old Traf- ford. Þá vora mótmælin ekki síðri en daginn óður og þar vora tveir hand- teknir, 19 og 15 ára strákar. Joel, Avi og Bryan urðu enn og aftur að yfirgefa Old Trafford í lögreglufylgd og Avi varð fyrir smávægilegum meiðslum í ölliun ryskingunum. Þeir héldu ó brott fró Englandi í gær til Bandaríkjanna, töluvert fyrr en þeir ætluðu sér. Þessi mótmæli koma í raun ekki á óvart og nú spyija menn sig hvort Malcolm Glazer kæri sig eitt- hvað um að eiga Manchester United. Það má þó telja líklegt að bræðumir komi ekki á Old Trafford ó næstunni og upplifun þeirra frá heimsókn sinni var alveg ný lífsreynsla fyrir þá. Formúla 1 um helgina Á morgun og á sunnudag verður keppt í franska Formúlu 1 kappakstrin- um. Menn era enn aðjafna sig eftir uppákomuna sem varð í Bandaríkjunum fyr- ir hálfum mánuði. FIA (al- þjóða akstursíþróttasam- bandið) hefur kært sjö af keppnisliðunum fyrir að hafa komið óorði á Form- úlu 1 kappaksturinn. Sex af liðunum sjö hafa ákveð- ið að áfrýja þessum dómi. FIA ætlar þó ekki að úr- skurða í málinu fyrr en 14. september og það þyk- ir mönnum helst til seint. Keppnin lun helgina verð- ur ón efa spennandi og með sigri í síðustu keppni hefur heimsmeistarinn Michael Schumacher skotist í toppbaráttuna og er í þriðja sæti. Fem- ando Alonso var á ráspól í franska kappakstrinum í fyrra en það var síðan Michael Schumacher sem sigraði og var það hans 10. sigur á keppnistímabilinu í fyrra. Tímatakan verður í fyrramálið klukkan 10.50 og í beinni á RÚV. Keppnin sjálf verður svo á sunnu- dag klukkan 11.30 og einnig í beinni útsendingu ó RÚV. ■ Edda valin best Breiðabliksstúlkan Edda Garðars- dóttir var í gær valin besti leikmað- ur Landsbankadeildar kvenna í umferðum 1-7 á íslandsmótinu. Edda, sem á fast sæti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu, hefur leikið feikivel en hún skipti yfir í Breiðablik frá KR á leiktíðinni. Alls stóðu 10 aðilar að valinu, átta fjöl- miðlar auk íslenskra getrauna og Landsbanka íslands. Dekk • ■ Smurþjónusta • • Peruskipti • • Rafgeymar- Hvað get ég gert fyrir þig? útsala-útsala-útsala-útsala-útsalaJ Vaxtalausar léttgretðslurl - Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata j bilko.is | Sími 557-9110 Sækjum og sendum báðar leiöir. Verð frá kr. 850 V -20% afsláttur af sumardekkjum V -20% afsláttur af low-profile V -20% afsláttur af sendibíladekkjum V Bón og alþríf á tilboði ^ -25% afsláttur afvinnuviðsmur Formúla 1 -^^Staðan í keppni ökumanna 1 Fernando Alonso Renault 59 2 Kimi Ráikkönen Mclaren-Mercedes 37 3 Michael Shumacher Ferrari 34 4 Rubens Barrichello Ferrari 29 5 Jarno Trulli Toyota 27 6 Nick Heidfeld Williams-BMW 25 7 Mark Webber Williams-BMW 22 8 Ralf Schumacher Toyota 20 9 Giancarlo Fisichella Renault 17 10 David Coulthard Red Bull Racing 17 11 Juan Pablo Montoya McLaren-Mercedes 16 Veðurhorfur Staðan í keppni Það hefur rignt í Frakklandi í framleiðenda vikunni og í gær einnig. Hitastigið á Stig Framleiðandi Stig morgun verður um 27 gróður og um 1. Renault 76 40% líkur era á einhverri rigningu. Á 2. Mclaren-Mercedes 63 keppnisdag (sunnudag) má búast við 3. Ferrari 63 33 gráðu hita og sól. 4. Williams-BMW 47 5. Toyota 47 6. Red Bull Racing 22 7. Sauber-Petronas 12 8. Jordan-Toyota 11 9. Minardi Cosworth 7 Brassamir Álfumeistarar Það var draumaúrslitaleikur Álfu- keppninnar þegar Brasilía og Argent- ína mættust í Frankfurt í Þýskalandi. Brassamir léku við hvum sinn fing- ur í leiknum og það var nánast aldrei spuming um hvort liðið færi með sig- ur af hólmi. Hinn frábæri framheiji Adriano skoraði strax á 11. mínútu með þramuskoti og Lux í markinu hjá Argentínu átti aldrei möguleika. Aðeins fimm mínútum síðar var Ka- ká búinn að skora annað mark Bras- ilíu og þar var líka um þramuskot að ræða, ekki óáþekkt marki Adrianos. Á annarri mínútu seinni hálfleiks var staðan orðin 3-0 þegar Ronald- inho skoraði eftir glæsisendingu frá Cicinho. Um miðjan seinni hálfleik skoraðu Brassamir flórða mark sitt þegar Adriano skoraði með skalla og enn og aftur var hægri bakvörðurinn Cicinho að senda boltann fyrir. Pablo Aimar kom inn ó sem varamaður í liði Argentínu og hann skoraði með glæsilegum skalla þegar um 25 mín- útur vora til leiksloka. Lokatölur 4-1 fyrir Brasilíu og þar með sigraðu þeir í Álfukeppninni í annað sinn. Eftir að hafa séð Brassana í þessum úrslita- leik gera lítið úr Argentínumönnum, veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvaða lið getur stöðvað þessa frábæra knattspymumenn þegar þeir leika eins og þeir gerðu í leikn- um gegn Argentínu. Svar: Ekkert lið getur stöðvað Brasilíu á svona degi. Þetta er langbesta landslið heims. Brasilía átti 27 marktilraunir í leikn- um á móti 18 hjá Argentínu, og segir það töluvert um gæði þessa leiks.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.