blaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 4
föstudagur, 1. júlí 2005 I blaðið
25% aukning
á innflutningi
Verðmæti þeirra vara, sem fluttar
voru inn til landsins fyrstu fimm
mánuði ársins, var rúmum 20 millj-
örðum hærra en fyrir sama tímabil
í fyrra. Er þetta um fjórðungi meira
en á síðasta ári og orsakast aðallega
vegna lágs gengis dollars en mest
varð aukningin í innflutningi á fólks-
bflum, hrá- og rekstrarvörum og fjár-
festingarvöru.
Vöruskiptahalli
Halli var á vöruskiptum við útlönd
og nam hann rúmum 24 milljörðum
en vörur fyrir tæpa 80 milljarða voru
fluttar út á þessum tíma og er það
4,2% aukning ffá því í fyrra. Sjávar-
afurðir voru 61% alls útflutnings og
iðnaðarvörur 34% og var það hvort
tveggja aukning frá fyrra ári. Sam-
dráttur varð hins vegar í útflutningi
á lyfjum og lækningatækjum.
Hrókurinn:
Nýtt starfs-
ár hefst á
Ströndum
Hrafn Jökulsson helgar sig ritun
Skáksögu íslands
Nýtt starfsár Skákfélagsins Hróks-
ins hefst í dag og er því hrundið úr
vör í Trékyllisvík í Árneshreppi á
Ströndum með minningarskákmóti
um Jónu Sigurveigu Guðmundsdótt-
ur frá Stóru-Ávík. Hrókurinn hefur á
undanfómum ámm byggt upp skák-
lífið í Árneshreppi, sem er nyrsta
byggða ból á íslandi.
Hið nýja starfsár Hróksins mark-
ast af miklum fjölda skákviðburða
og grasrótarstarfi sem teygir sig frá
íslandi til Afríku. Allir grunnskólar
á íslandi verða heimsóttir, haldið
uppi vikulegu starfi á Bamaspítala
Hringsins og í Vin, athvarfi Rauða
krossins, auk þess sem fangamir á
Litla-Hrauni verða heimsóttir tvisv-
ar í mánuði. Þá er Hrókurinn í sam-
vinnu við Taflfélag Reykjavíkur að
undirbúa þróttmikið starf fyrir börn
og unglinga í Skákhöll Reykjavíkur í
Faxafeni, þar sem TR, elsta taflfélag
landsins, hefur haft aðsetur.
Jafnframt verða nú þau tímamót
hjá Hróknum að Hrafn Jökulsson,
sem verið hefur forseti félagsins frá
stofnun 1998, mun næsta árið helga
sig ritun Skáksögu íslands. Hrafn
mun þó áfram tengjast verkefnum og
starfi Hróksins en burðarásar næsta
árið verða Henrik Danielsen, Kristi-
an Guttesen og Máni Hrafnsson, sem
sinna kennslu, skólaheimsóknum og
viðburðum fyrir böm og fullorðna.
Gert er ráð fyrir að félagið standi
fyrir alls um 600 viðburðum á starfs-
árinu og mun Hrókurinn sem fyrr
starfa í anda einkunnarorða FIDE,
alþjóðaskáksambandsins: Við erum
ein fjölskylda. ■
lcelandExpress:
í bullandi
samkeppni
Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri
IcelandExpress, segir að kaup Sterl-
ing - sem er systurfélag Iceland-
Express - á Mærsk Air opni nýja
markaði fyrir félagið. „Framtíðin er
nokkuð björt, þetta styrkir okkur al-
veg gríðarlega," segir Birgir. Hann
nefnir að með þessu sé IcelandEx-
press t.d. ekki lengur lítið félag sem
komi þrisvar á dag til Kastrup-flug-
vallar til þess að fylla á bensíntank-
ana heldur sé það orðið hluti af mun
stærra félagi, stórum olíukaupanda
og því í stöðu til að fá magnafslátt.
Þá segir hann að einnig muni félagið
geta notað flugvélar Sterling með
hagstæðum samningum en sá flug-
vélasamningur sem nú sé við lýði
hafi einungis verið gerður til eins
árs vegna vitneskju um söluna.
Beint flug um alla Evrópu
Birgir býst ekki við því að hagræð-
ing rekstursins verði til þess að
farmiðaverð lækki. Þó komi það í
veg fyrir að verð hækki þar sem
olíuverð hefur tvöfaldast. Helstu
hagræðinguna segir hann að með
kaupunum geti flugfarþegar í ná-
inni framtíð pantað sér miða á vef
IcelandExpress til hvaða áfanga-
staðar sem er af þeim 80 stöðum
sem Mærsk og Sterling fljúga til í
Evrópu. Þá verði þeim fært að fljúga
um alla Evrópu með eins klukkutíma
stoppi á Kastrup-flugvelli í Kaup-
mannahöfn. Þar með séu þeir komnir
í beina samkeppni við þau leiguflug
sem ferðaskrifstofur hafa boðið upp
á, sem og flug Icelandair.
Strandgangan:
Fer frá Vík
ídag
Jón Eggert Guðmundsson, líffræðing-
ur og kerfisfræðingur, er ánægður
með það hvernig honum gengur með
að ganga eftir strandvegum lands-
ins. í dag leggur hann af stað frá Vík
í Mýrdal en hann fór frá Vogum á
Vatnsleysuströnd 17 júní. Ferðinni
er heitið austur um land og er stefnt
á að koma til Akureyrar fyrir verslun-
armannahelgi, þ.e. eftir réttan mán-
uð. Hingað til hefur hann aukið hrað-
ann úr því að fara um 20 kílómetra á
dag í að fara 30 kílómetra.
Jón Eggert er sáttur með það
hvernig ökumenn landsins hafa hag-
að sér þegar þeir keyra fram hjá hon-
um og segir alltaf jafngleðilegt þegar
fólk tekur sér tíma til að heilsa upp
á hann. Hann vill endilega koma
þeim skilaboðum til fólks að styrkja
Krabbameinsfélagið, það sé nú þess
vegna sem hann leggi þetta á sig.
Hægt er að hringja í síma 907-5050
og verða þá eitt þúsund krónur inn-
heimtar með næsta símreikningi.
Nýr rektor
Háskóla íslands
Fartölvur fyrir
alla kennara
Kristín Ingólfsdóttir prófessor tók í
gær, við hátíðlega athöfn, við starfi
Páls Skúlasonar sem rektor Háskóla
íslands. Páll, sem hefur gegnt stöð-
unni frá árinu 1997, sagði nýlega
að Háskólinn þurfi verulega aukin
ffamlög til að gegna hlutverki sínu
og gagnrýndi stjórnvöld fyrir skiln-
ingsleysi á mikilvægi rannsóknar-
hlutverks skólans. Kristín tekur við
skólanum á mikilvægum tímapunkti
- þegar umræður um skólagjöld eru
háværar. Hún er fyrsta konan til að
gegna starfinu í 94 ára sögu skólans.
Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að
útvega öllum grunnskólakennurum,
sem kenna við skóla bæjarins, far-
tölvur frá næsta hausti. Er það mat
bæjaryfirvalda að eðli kennarastarfs-
ins sé þannig að kennarar hefðu veru-
legt gagn af þeim sveigjanleika sem
fartölvur skapa. Vinna kennara verði
þannig ekki lengur bundin sérstök-
um vinnuherbergjum eða stöðum þar
sem tölvur eru heldur geta kennarar
nú sinnt þeim fjölmörgu undirbún-
ingsverkefnum, sem krefjast tölvu-
vinnslu, þar sem best hentar.
Kaup Sterling á Mærsk Air:
Ekki öll kurl
komin til grafar
Ikíð úrval af körfuto
Skrautrunnatilboð 20-60% afsláttur
Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga
Kaup íslenskra fjárfesta á danska lággjaldaflugfélaginu Mærsk Air, sem til-
kynnt var um í gær, var aðeins eitt þrep af nokkrum, að sögn Pálma Haralds-
sonar, annars eiganda félagsins. Aðspurður segir Pálmi að framtíðarhugmynd-
ir þessa nýja flugrisa séu miklar en vill ekkert segja um það hverjar þær eru.
Nú eiga þeir Jóhannes Kristinsson saman þijú flugfélög, IcelandExpress og
Sterling og nú Mærsk Air undir nafni Fons ehf. en rekstur Sterling og Mærsk
verður sameinaður undir nafni þess fyrmefnda. Nýju félögin tvö voru bæði
rekin með tapi á síðasta ári en Pálmi segir það ekki skipta máli.
„Þegar við keyptum Sterling sögðumst við ætla að skila
hagnaði á árinu og við stöndum við það,“ sagði hann.
Sterling mun skila hagnaði
Segir Pálmi að breyttar aðstæður á mark-
aði, annars vegar hækkandi olíuverð og
hins vegar gengi dollars, ekki hafa gert hlut-
ina auðveldari fyrir en það breyti engu um
áætlanir þeirra Jóhannesar um það að skila
hagnaði af Sterling. Hann segir gríðarlegt
verkefni standa fyrir í því að koma þeim
þremur milljónum farþega, sem koma
frá Mærsk, inn í Sterling og að mála all-
ar vélar í Sterling-litunum. „Þetta er
samt ekkert óvænt fyrir okkur heldur
það sem við ætluðum okkur alltaf að
gera,“ segir Pálmi og lætur þar með
glitta í þá staðreynd að kaupin eru að-
eins hluti af stærri hugmyndum.
Margfalt stærra en lcelandair
Kaupin á Sterling verða til þess að fé-
lagið sem byrjaði sem lítið lággjaldaflug-
félag, IcelandExpress, hefur stækkað upp
í að vera hluti af stærsta lággjaldaflugfélagi
Norðurlandanna. Einnig er það fjórða stærsta
lággjáldaflugfélag Evrópu. Þá verður sameining
Mærsk og Sterling til þess að hið nýja Sterling er orð-
ið þrisvar til fjórum sinnum stærra en Icelandair. Pálmi
segir að ekkert hafi verið talað um að skrá félagið í Kauphöll
íslands og þá ekki heldur hvort það verði með aðsetur á íslandi eða
annars staðar.
Sendiráð hafa allt að segja
- fyrir viðskipti erlendis
Sendiráð erlendis skipta miklu máli
þegar kemur að viðskiptatengslum
milli landa, að sögn Vilhjálms Guð-
mundssonar, forstöðumanns hjá Út-
flutningsráði. Hann segir að sendiráð
hafí allt að segja varðandi viðskipti
og aukin samskipti á milli þjóðanna,
um það sé engin spurning. Hann
nefnir til dæmis að í kjölfar opnunar
sendiráðs íslands í Japan hafi ferða-
mannastraumur til íslands aukist
jafnt og þétt.
Utanríkisþjónustan aðstoðar
útrás
Blaðið sagði í gær að það hefði traust-
ar heimildir fyrir því að íslensk
stjómvöld hyggðust opna sendiráð
í Indlandi. Vilhjálmur segist ekkert
geta fullyrt um kosti þess að hafa
íslenskt sendiráð í Indlandi, en að
almennt reynist þau vel. „Utanrík-
isþjónustan er farin að einbeita sér
að viðskiptum miklu meira en áður
og gagnsemi starfsmanna hjá henni
hefur verið ótvíræð." Mikil áhersla
hafi verið lögð á viðskiptafulltrúa
sem vinna fyrir fyrirtækin. „Eitt af
því sem hefur gerst á síðustu árum
er að við fáum þá í auknum mæli til
íslands til þess að eiga samskipti við
hérlend fyrirtæki og auglýsum þá oft
fundi með þeim.“ Gott dæmi um það
hversu miklu þetta skilar nefnir Vil-
hjálmur að yfirleitt komist færri að
en vilja á þá fundi.
Aukin viðskipti við Indland
Viðskipti íslendinga í Indlandi
hafa farið vaxandi undanfarið og er
skemmst að minnast þess að á dögun-
um kom forseti Indlands í opinbera
heimsókn hingað til lands. Þá fór
sendinefnd frá íslandi árið 2000 til
Indlands með Ólaf Ragnar Grímsson
forseta í fararbroddi. í kjölfar þeirrar
heimsóknar urðu til mikil tengsl á
sviði lyfla- og hugbúnaðariðnaðar. Þá
er einnig töluverður innflutningur á
ýmsum textílvörum. ■
Runnamura 460 kr I Sólber 650 kr
Loðvíðir 250 kr. I Birkikvistur 399 kr.
Blátoppur 550 kr I Blágreni 600 kr