blaðið - 05.07.2005, Side 24

blaðið - 05.07.2005, Side 24
24 menm þriðjudagur, 5. júlí 2005 I blaðið Sjötta Potter bókin á leiðinni Það hefur ekki farið framhjá þeim sem verið hafa á flakki í London ný- lega að ný Harry Potter bók er á leið- inni. Harry Potter and the Half Blood Prince kemur út laugardaginn 16. júlí og breskar bókabúðir auglýsa út- gáfudaginn grimmt og telja niður dag- ana í sýningargluggum sínum. Þegar klukkan er eina mínútu yfir miðnætti á laugardeginum mun höfundurinn JK Rowling lesa upp úr bókinni í Ed- inborgarkastala fyrir unga áheyrend- ur í beinni útsendingu. Bloomsbury sem gefur bókina út hefur neitað að láta uppi hversu mörg eintök verða prentuð eða hversu mik- illi sölu búist er við. Allt bendir þó til að þessi nýja bók slái metið sem Harry Potter og Fönixreglan setti á fyrsta degi en hún seldist í 1.7 millj- ónum eintaka. Amazon hefur þegar borist hálf milljón pantana og Bames & Nobles hefur skráð 750.000 pant- anir. Á dögunum var maður nokkur dreg- inn fyrir rétt í Bretlandi og sakaður um að hafa reynt að selja slúðurblaða- manni á Sun tvö eintök af nýju Potter bókinni. Hann sagðist vera saklaus. Útgófuforlagið Bjartur, sem gefur út Harry Potter hér á landi fær hand- ritið í hendur á útgáfudaginn 16. júlí. Áætlað er að bókin komi út hér á landi um mánaðamótin október- nóv- ember. H Nýja Harry Potter bókin er væntanleg undir lok vikunnar. Myndin í myndinni í National Gallery of Art í London er fræg Madonnu-mynd eftir Leonardo Da Vinci. Innrauð myndataka var ný- lega gerð á myndinni og þá kemur í ljós önnur mynd af krjúpandi konu. Sérfræðingar hafa kastað fram þeirri kenningu að þama sé kona að virða fyrir sér sofandi bam, sem aldrei hafi verið teiknað inn í myndina. Leon- ardo var þekktur fyrir að vera með mörg verk í gangi í einu og ljúka ekki Innrauð myndataka var nýlega gerð á myndinni og þá kemur í Ijós önnur mynd af krjúpandi konu. nema hluta þeirra. Madonnu-myndin fræga er til í tveimur útgáfum. Önnur er í Louvre og hin í National Gallery of Art. Myndin í Louvre var upphaflega hugsuð sem altarismynd en kirkju- yfirvöld í Mílanó pöntuðu hana af listamanninum. Þegar henni var næstum því lokið krafðist Leonardo aukagreiðslu, sem hann fékk ekki, og seldi hana því öðram viðskiptavini. Kirkjuyfirvöld heimtuðu myndina sína og Leonardo byijaði því á nýrri mynd af kijúpandi konunni en kaup- endunum líkaði hún ekki og vildu Madonnu-myndina sem þau höfðu upphaflega pantað. Leonardo málaði því yfir það sem hann hafði gert og bjó til aðra Madonnu-mynd, þá sem nú er í National Gallery. Hollywood horfir til |^|||2| Stærstu kvikmyndafyrirtækin í Hollywood leita nú til Kína og næstu árin er talið að þau muni fjárfesta þar fyrir um 150 milljón- *- ir dollara. Síðasta mynd Merchant og Ivory, The White Countess, var kvikmynduð í Shanghai í fyrra en Ralph Fiennes fer þar með aðalhlut- verkið. Disney fyrirtækið hyggst endurgera Mjallhvíti og dvergana sjö í Kína og verður myndin á ensku. Heyrst hefur að dvergarnir verði munkar en það kann að breyt- ast. Búist er við að kínverski leik- stjórinn Yuen Woo-Ping leikstýri myndinni en hann hafði umsjón með bardagasenunum í Kill Bill og Matrix myndunum. Sony og Time Warner eru að setja sig í starthol- ur og ætla að gera myndir í Kína. Þessi kvikmyndafyrirtæki ætla ekki einungis að gera bandarískar kvikmyndir í Kína heldur hyggjast þau einnig fjármagna kínverskar myndir á kínversku. Kínversk útgáfa af tímaritinu Variety er gefin út í Kína og The Hollywood Reporter opnaði skrif- stofu í Peking á dögunum. „Af hverju er ég hér“ ? sagði Jonathan Forsölumet Leikrit Neil Simon, Odd Couple, verð- ur frumsýnt á Broadway í lok októb- er. Miðar hafa verið seldir í forsölu til handhafa American Express korta. Salan er nú komin upp í 18 milljónir dollara en ekkert leikrit í sögu Broad- way hefur halað jafn mikið inn í for- sölu. Aðalhlutverkin í verkinu leika Matthew Broderick og Nathan Lane sem munu þéna rúmlega 50.000 doll- ara á viku. I vinsælli og bráðskemmti- legri kvikmynd sem gerð var eftir verkinu voru það Walter Matthau og Jack Lemmon sem fóra með aðalhlut- verkin og fóru báðir á kostum í hlut- verki karlmanna sem búa saman um tíma og kemur ekki sem best saman. Broadway framleiðendur grípa æ oftar til forsölu en hún tryggir þeim íjármuni löngu áður en dómamir koma (en slæmir dómar geta dregið úr aðsókn). Forsalan gerir einnig að verkum að ekki er þörf á að auglýsa viðkomandi leikrit jafn rækilega og annars eftir að það er komið á fjalirn- ar. ■ S. Landreth yfirmaður blaðsins og svaraði sjálfum sér: „Af því allir aðrir í Hollywood eru hérna“. Kínverski leikstjórinn Yuen Woo-Ping hafði umsjón með bardagaatriðunum í Kill Bill. Hann mun sennilega leikstýra endurgerð á Mjallhvít. Nathan Lane. Leikur aðalhlutverkið í Odd Couple á Broadway. Metsölulisti ferðamannabóka 1. Lost in lceland. Sigurgeir Sigurjónsson 2. Sagas of the lcelanders (Úrval Islendingasagna á ensku) 3. Wonders of lceland. Helgi Guðmundsson 4. Independent People. Halldór Laxness 5. Icelanders. Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir 6. Amazing lceland (á 3 tungumálum) Sigurgeir Sigurjónsson 7. Faces of the North. Ragnar Axelsson 8. Iceland: The Warm Coun try of the North. Sigurgeir Sigurjónsson 9. Xenophobe’s Guide to the lcelanders. Richard Sale 10. Lost in lceland - fran- ska. Sigurgeir Sigurjónsson Sala í verslunum Pennans Ey- mundssonar og bókaverslunum Máls og menningar dagana 15 - 30 júni.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.