blaðið - 11.07.2005, Side 2

blaðið - 11.07.2005, Side 2
innlent m mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið Hryðjuverkin í Lundúnum: Lífið færist í eðlilegt horf FL Group: Stjórnarhættir harðlega gagnrýndir á hluthafafundi Ný stjóm FL Group var kjörin á hlut- hafafundi á laugardag en allir íyrir utan stjómarformanninn, Hannes Smárason, höfðu sagt sig úr gömlu stjóminni. Inn í stjómina kom liðs- auki frá Baugi en félagið og tengdir aðilar keyptu stóran hlut í félaginu á dögunum og ráða þeir ásamt Hannesi um 65% hlut í FL Group. Stjórnarskiptin urðu með nokkmm hurðarskellum, verulegur ágreining- ur varð um stjómunarhætti Hannes- ar Smárasonar, starfandi stjómarfor- manns og stærsta eiganda félagsins. Inga Jóna Þórðardóttir, sem var ein þeirra er sagði sig úr stjóminni, tók til máls á fundinum og kvað stjórn- unarháttum félagsins vemlega ábótavant og að þeir þeir samræmd- ust ekki reglum. Kvaðst hún vilja skýra verkaskiptingu milli forstjóra og stjómarformanns, að fjárfestinga- ákvarðanir séu teknar með öðmm hætti og að fjárfestingastefna félags- ins sé eingöngu með hagsmuni þess og hluthafa að leiðarljósi. Hins vegar er ekki að fullu ljóst í hverju þær flárfestingar fólust sem Inga Jóna gagnrýndi en rætt hefur verið um að þær snerti ríflega fimm milljarða króna fjárfestingar félags- ins sem stjórnarformaðurinn hafi ráðist í án samráðs við stjórnina. Lunginn af þeim em tæplega fjög- urra milljarða króna kaup á hluta- bréfum í Islandsbanka fyrir skömmu en að sögn komu fleiri fjárfestingar við sögu sem hinir fráfarandi stjóm- armenn fréttu af eftir á og töldu auk þess ekki í samræmi við fjárfestingar- stefnu félagsins. Hefur t.d. verið um það hvíslað í fjármálalífinu að þar á meðal sé þátttaka í hlutafjárútboði Mosaic Fashions sem efasemdir eru um að falli vel að öðrum eignum fé- lagsins. Þá hafa verið uppi nokkrar efa- semdir hjá fráfarandi stjórn um að verjandi sé að leggja í jafnmiklar ytri fjárfestingar og raunin hafi verið og finnst áhættan af þeim of mikil mið- að við fjárhagsstöðu félagsins. Hins vegar hefur ekki borið á gagnrýni á almennan rekstur félags- ins og er það mat manna að hinar stærri ákvarðanir, þó þær kunni að hafa orkað tvímælis, hafi þrátt fyrir allt reynst farsælar. „En það skiptir máli hvemig ákvarðanir em teknar og menn geta ekki setið undir því að bera ábyrgð á hlutum sem eru ekki bornir undir þá“, segir einn stjórnar- mannanna fráfarandi og telur stóran hluta vandans vera persónulegs eðl- is. Nýja stjórn skipa Hannes Smára- son formaður, Jón Ásgeir Jóhann- esson forstjóri Baugs, Einar Ólafs- son, áður hjá Cargolux og Bláfugli, Skarphéðinn Berg Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Nordic fjárfestinga hjá Baugi, Magnús Ármann og Sigurður Bollason hjá Kötlu og Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður Vífilfells. Varamenn eru Kevin Stanford og Smári S. Sigurðsson. Hannes Smárason stjórnarformað- ur vísar gagnrýninni á bug. Hann seg- ist ekki gera ráð fyrir miklum breyt- ingum með nýrri stjórn. Inga Jóna Þórðardóttir, fráfarandi stjórnarmaöur í FL Group, gerir grein fyrir úrsögn sinni úr stjóm og gagnrýndi stjómartiætti stjómarformann- sins harðlega. „Hér er lífið hægt og rólega að færast í eðlilegt horf. Það er þung umferð inn í borgina eftir að margir fóru út úr bænum um helgina sem er reynd- ar ekkert óalgengt á þessum tíma þar sem sumarfrí í einkaskólum eru að heijast þessa dagana. Fólk er að átta sig á því sem gerðist og gera sér grein fyrir raunveruleikanum í kjöl- far hryðjuverkanna, það tekur einn dag í einu“, segir Sigurður Amarson, sóknarprestur í Lundúnum. Fólk ýmsu vant Sigurður segir að lögregluliðinu og öll- um þeim sem koma að þessu hafi ver- ið hrósað í hástert fyrir skipulögð og öguð vinnubrögð. „Það er greinilega unnið eftir ákveðnu mynstri þannig að allt gekk fumlaust fyrir sig. Bret- ar taka líka hlutunum oft rólega og reyndu að gera ekki of mikið úr at- burðunum. Þeir eru líka ýmsu vanir t.d. úr seinni heimsstyrjöldinni og frá IRA.“ Sem dæmi nefnir Sigurður að lestarstöð, sem er steinsnar frá heim- ili hans, hafi verið sprengd af IRA fyr- ir sex árum síðan. Mínútu þögn á fimmtudag Að sögn Sigurðar er verið að kanna vilja lslendinga sem búsettir eru í Lundúnum til þess að koma saman í vikunni en sökum þess að fólki var ráðlagt að halda sig innandyra eftir hryðjuverkin var ekki komið saman á fimmtudaginn. „í gær var messað í öllum bresku kirkjunum og fórnar- lambanna minnst. Svo verður mínútu þögn yfir allt landið á fimmtudaginn þegar vika verður liðin frá atburðun- um.“ Hjartveikur bílstjóri Breskir fjölmiðlar fyllast nú af reynslusögum fólks sem var í miðri atburðarásinni á fimmtudaginn. Til að mynda er sögð saga bílstjórans sem ók strætónum sem var sprengd- ur. Hann er nýkominn aftur til starfa eftir hjartaáfall og hélt að keyrt hefði verið aftan á hann. Þegar hann leit afturfyrir sig tók hann þó eftir því að þakið vantaði á vagninn. Hluti hinnar nýju stjómar FL Group, en á myndina vantar Jón Ásgeir Jóhannesson. ÍS-hÚSÍð 566 6000 Utsolon hoíin þnofcl&ar & hnátur Betri barnafot Bamafataverslun . Skólavöröustíg 20 . sími 561 5910 Baugsmálið: Koma ákærurnar í dag? Ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni, forstjóra Baugs, voru ekki opinberaðar á fóstudag líkt og Gestur Jónsson, verjandi hans hafði boðað. Talið er að með slíkri birtingu hafi átt að gera úrslitatilraun til þess að bjarga hlut Baugs í Somerfield- samningunum en eftir að á daginn hafi komið að hún myndi ekki hrökk- va til þess hafi verið ákveðið að fresta henni um ótiltekinn tíma. Ákærurnar eru í einu skjali en ákæruskjalinu fylgir svo mikið gagna- flóð málsskjala: endurrit úr bókhaldi, skýrslur úr yfirheyrslum og þar fram eftir götum, en málsskjölin eru sögð fylla um 50 möppur. Lögmenn hinna ákærðu verjast allra frétta um málið og er raunar ekki í hendi að ákærurnar verði opin- beraðar fyrr en að þingfestingu máls- ins kemur í næsta mánuði. í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi var það haft eftir veijanda Jóns Ás- geirs að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum sem stangast nokkuð á við yfirlýsingu hans í Blaðinu á föstu- dag, en þar taldi hann líklegast að af birtingunni yrði þá um hádegið. Nokkur fyöldi manna hefur séð ákærurnar en í þeim hópi eru sak- borningar og lögmenn þeirra, stjórn KPMG endurskoðunar og lykilmenn í stjórn Baugs Group. Sakborningar eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson í Bónus og Kristín Jóhannesdóttir sem bæði sitja í stjórn Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs og áður endurskoðandi og endurskoð- endurnir Stefán Hilmarsson og An Þórðardóttir. Jón Ásgeir Jóhannesson he: verið í fiölmiðlabindindi undanfai viku en það var rofið í Sunday Ti es í gær. íslenskum fjölmiðlum he ekki tekist að ná tali af Jóni Ásg< en eftir því sem næst verður komisl hann kominn til landsins. í viðtali við Sunday Times sagði Jón Ásg að undanfarin vika heíði verið hin < iðasta í viðburðaríkri viðskiptasc sinni. Kom fram að Baugur Grc myndi halda sig til hlés í samnin: gerð næsta misserið að minnsta kc og hann sjálfur þar til hann hc hreinsað nafn sitt. Rlgning ^ J Súld Snjókoma * v Léttskýjað ^ Skýjað Alskýjað /' Rignlng, lítllsháttar ✓ ' o 0 Heiðskírt Slyd Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublín Glasgow 20 25 26 21 25 24 26 27 19 31 29 24 23 27 29 25 29 12 17 24 19 20 Á morgun Veðurhorfur i dag Veðursíminn »2 0600 Byggt á uppiýsingum frá Veöurstofu íslands loftkœling

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.