blaðið - 11.07.2005, Page 4

blaðið - 11.07.2005, Page 4
mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið Fjárhagsstaða einstaklinga og fyrirtækja Gjaldþrotum fækkar Gjaldþrotum einstaklinga og fyrir- tækja hefur fækkað verulega það sem af er þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum írá Héraðsdómi Reykjavíkur komu 588 gjaldþrotamál til dómsins á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra voru gjaldþrotsmálin 771. Hjá Héraðsdómi Reykjaness voru teknar fyrir 222 gjaldþrotabeiðnir á fym hluta ársins á móti 309 á sama tíma- bili í fyrra. Samkvæmt þessu hefur gjaldþrotum fækkað um 25- 30% á milli ára. Inni í þessum tölum eru öll gjald- þrot, þ.e. bæði gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga. Ekki er haldið sérstak- lega utan um hvorn málaflokk fyrir sig hjá Héraðsdómum en ef tölur fyrri ára eru skoðaðar kemur í ljós að um 30% allra gjaldþrotamála í Reykjavík eru hjá einstaklingum en þessi tala er um 40% hjá Héraðsdómi Reykja- ness. Ástæðan fyrir þessum mun er að tollstjóri kemur að mjög mörgum gjaldþrotamálum í Reykjavík og tengjast fyrirtæki nánast öllum þeim málum og hækkar þannig hlutfallið í Reykjavík. Færri í fjárhagsvandræðum nú en fyrir ári Að sögn Jóhanns Birgissonar, aðstoð- ar útibússtjóra í aðalútibúi Lands- banka íslands, hafa starfsmenn þar orðið varir við jákvæða þróun í fjár- hagsstöðu einstaklinga. „Fólk er í minni fj árhagsvandræð- um nú en áður“ segir Jóhann og rek- ur það til hækkunar á fasteignaverði sem og til breytinga á lánamarkaði. „Fólk er ennfremur orðið meðvit- aðra um hvað það kostar að lána og kemur því fyrr til að skuldbreyta en það gerði áður. Það hefur einnig mik- il áhrif að fólk hefur mun rýmri mögu- leika til að semja um skuldir en það hafði áður” segir Jóhann. Eðlileg skýring á hækkun yfir- dráttarlána Fyrir nokkru komu fram tölur um að yfirdráttarlán einstaklinga væru komin í sömu hæðir og þau voru fyrir breytingar á lánamarkaði. Jóhann tel- ur að eðlileg ástæða sé fyrir því. „Fjölmargir einstaklingar eru að taka há yfirdráttarlán í stuttan tíma til að brúa ákveðið bil þegar þeir kaupa nýja fasteign. Það er ekki óalgengt að 25 - 30% af andvirði fast- eignaláns sé brúað tímabundið með yf- irdráttarláni. Það er því einfóldun að segja að hækkun yfirdráttarlána sé öll tilkomin vegna aukinnar neyslu” segir Jóhann að lokum. gg Góðkunningjar í ránsleiðangri Tveir af hinum svokölluðu gookunn- ingjum lögreglunnar fóru í ránsfór um Reykjavík í gær. Þeir ruddust inn í verslun Lyf og heilsu Austur- veri og tóku þaðan með sér peninga og eitthvert magn af lyfjum. Því næst fóru þeir í Grafarvog og rændu veit- ingastaðinn Domino’s Pizza í Spöng- inni. Þar huldu þeir andlit sín með nælonsokkum og sýndu hníf þótt þeir hafi ekki ógnað með honum. Stuttu seinna voru þeir handteknir í Grafar- voginum og færðir til yfirheyrslu. Að öðru leyti var helgin með venju- legasta móti samkvæmt lögreglunni í Reykjavík. Mannbjörg í Skötufirði Mannbjörg varð um helgina þegar lítilli skútu hvolfdi í Skötufirði í Isa- fjarðardjúpi. Einn maður var um borð í bátnum en aðrir sæfarar tilkynntu að báturinn hefði horfið sjónum þeirra. Hálftíma eftir að tilkynning barst lögreglunni hafði tekist að ná manninum um borð í lítinn bát sem sendur var út ásamt björgunarbátn- um Gunnari Friðriksson og slöngu- bát Björgunarfélags ísafjarðar. Tölu- verður vindur var í Skötufirði þegar slysið varð og sjórinn úfinn. íslendingar virðast hafa meiri fjármuni milli handanna en áður. Dóp í Vest- mannaeyjum Tvítugur maður var handtekinn með töluvert magn fíkniefna í fórum sín- um við komu til Vestmannaeyja um helgina. Efnin voru falin víðs vegar um bíl mannsins en með hjálp fíkni- efnahunds fundust um 400 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og 6 grömm af kókaíni. Við frekari rann- sókn málsins fundust svo 50 e-töflur og rúmlega 20 grömm af amfetamíni til viðbótar. Maðurinn er grunaður um að hafa ætlað efnin til sölu en lögreglan í Eyjum leggur nú áherslu á eftirlit með fíkniefnum vegna Þjóð- hátíðar sem verður eftir tæpar þijár vikur. Hjörleifur Guttormsson: Margt athugavert við Fjarðarál Hjörleifur Guttormsson hefur ýmis- legt að setja út á drög Alcoa Fjarðar- áls að matsáætlun sem er fyrsta skref í að meta umhverfisáhrif álversins fyrirhugaða. Auka á ársframleiðslu álversins úr áður ráðgerðum 322 þús- und tonnum í 346 þúsund tonn. Hjör- leifur skilaði athugasemdum í átján liðum til Alcoa en frestur til þess að skila skriflegum athugasemdum rann út í dag. Áróðurskenndar klisjur Hjörleifur leggur áherslu á að gögn verði skýr og heildstæð og að varast eigi að nota áróðurskenndar klisjur og fullyrðingar. Nefnir hann dæmi eins og „besta fáanleg tækni verður notuð við hreinsun útblásturs,“ og leggur til að í stað slíkra staðhæfinga sé ráðlegra að greina hlut- lægt frá aðstæðum og lík- legum áhrifum af byggingu og rekstri fyrirtækisins á umhverfið. Mengunarsiys í athugasemdunum er einn- ig tekið fram að lítið mat hafi verið lagt á heildar- áhrif álvers í Reyðarfirði. Vakin er athygli á hættu á mengunarslysum vegna flutninga með svartolíu- knúnum risaskipum í mis- jöfnu ástandi. Gera eigi eigendur ál- versins ábyrga fyrir slíkum slysum. Þá hafi ekki verið nægilegur gaumur gefinn að þeirri áhættu sem steðjað geti af völdum hafíss og ofanflóða. Einnig nefnir Hjörleif- ur að ekki séu til full- nægjandi rannsóknir á samfélagslegum áhrifum álversins á fámennum vinnumarkaði. Að lokum andmælir hann fr amsetn- ingu í drögunum þess efn- is að álverið nýti hreinar orkulindir. Afla eigi orku til verksmiðjunnar með Kárahnjúkavirkjun sem ásamt raflínulögnum valdimestunáttúruspjöll- um íslandssögunnar. „Mikla kokhreysti þarf til að kenna slík hervirki við „sjálfbærni" eins og gert er í nýlega útgefinni skýrslu Landsvirkjunnar og Alcoa,“ segir í at- hugasemdunum. Mikla kokhreysti þarf til að kenna slík hervirki við „sjálf- bærni“ llbelladonnan Oei R Núna er hægt að gera frábær kaup é 15-40% |f afsláttur af völdum vörum Vertu þú sjálf vertu Bella donna í sumar Réttu stærðirnar Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. www.belladonna.is Marktæk aukning á dánartíðni í byrjun árs Óvenju margar dánartilkynningar á íslandi vekja þónokkra athygli en þær koma í kjölfar inflúensunnar sem herjaði á landann í byrjun þessa árs. Dánartölur fyrstu 10 vikur ársins bornar saman við meðaltal frá sama tíma fyrri ára sýna að þær eru mun hærri en meðaltalið. Þá fóru þær yfir efri mörk svokallaðs viðmiðunarbils fyrstu tvær vikur febrúarmánaðar. Á þessu tímabili varð því umtalsverður umframdauði eins og það er kallað í FarsóttarfréttumLandlæknisembætt- isins og á við fjölda látinna umfram það sem búist er við í spám. Ekki er fullyrt um ástæðu þessa en trúlega átti inflúensan sem gekk í upphafi ársins og náði hámarki í lok janúar sinn þátt í umframdauðanum. Á hverjum vetri gengur inflúensa yfir þjóðina og veldur veikindum og fjarvistum frá vinnustöðum. Hún er talin valda nokkrum umframdauða sem oftast vekur litla athygli þar sem gamalt og veikburða fólk á yfirleitt í hlut. Fíkniefni á Sæluhelgi Lögreglan á ísafirði handtók um helg- ina fjögur ungmenni á Suðureyri en þar var haldin hátíðin „Sæluhelgi á Suðureyri". Fundust við leit í bíl þeirra tæki til hassreykinga og einn fjórmenninganna viðurkenndi við yf- irheyrslur að hafa komið með hass til einkaneyslu með sér. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lög- reglan lagði hald á áhöldin sem og hafnaboltakylfu sem höfð var með á hátíðina. Maður skallaður Að sögn lögreglunnar var helgin að öðru leyti róleg á Suðureyri. Lagt var hald á áfengi hjá ungmennum sem ekki höfðu aldur til kaupa eða neyslu á því auk þess sem einn maður var skallaður aðfaranótt sunnudagsins. Þá var umferð á ísafjarðardjúpi þung en ökumenn óku „mjög skikk- anlega" samkvæmt lögreglunni á ísafirði. _ Skák: íslendingur í 2. sæti á al- þjóðlegu móti Alþjóðlegi meistarinn í skák, Stefán Kristjánsson, er í 2.-5. sæti á First Saturday mótinu sem haldið er mánaðarlega í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Stefán sigraði þýska FIDE-meistarann Gerd Lorscheid £ áttundu umferð mótsins og er með fjórann og hálfan vinning í sjö skák- um. Bragi Þorfinnsson er hins vegar í 8.-9. sæti með þrjá vinninga í átta skákum en hann var sigraður af Falko Bindrich, þýskum FIDE-meist- ara. TILB0Ð 1 Alla virka daga HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690 Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Frá 11.00-13.30 TILB0Ð 2 Alla daga vikunnar 30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITAB0RDINU gildirfrá 17.30 -2100 Sóltún 3 Bæjarlind 14-16 S 562 9060 S 564 6111 IREKDNO t h a i I e n s h matstofa Tilboðin gilda ekki með heimsendingu

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.