blaðið - 11.07.2005, Síða 8
8 erlent
mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið
Sprengjuhótunin í
Birmingham trúverðug
Þúsundir manna voru
flutt úr miðbæ Birm-
ingham-borgar seint á
laugardagskvöld vegna
hótunar sem lögregl-
unni barst um að von
væri á sprengjuárás-
um í borginni. Scott
Lee, yfirlögregluþjónn,
sagði að sú ákvörðun
að flytja 20.000 manns
frá heimilum sínum
í borginni hefði ekki
verið auðveld. Það hafi
þó verið nauðsynlegt
þar sem hótunin hafi
verið afar raunveruleg
að mati lögreglunnar.
„Með það í huga hvem-
ig andrúmsloftið í heim-
inum er þessa stundina
er öryggi almennings
efst í forgangsröð okk-
ar,“ sagði Lee. „Okkur
hefur ekki borist slík
hótun áður í Birming-
ham en í gærkvöldi
voru íbúar borgarinnar
í hættu.“ Lee sagði að lögreglan hefði
ekki getað sleppt því að bregðast
við. „Hótunin var afar nákvæm og
trúverðug. Við fengum tilgreinda ná-
kvæma tíma- og staðsetningu,“ sagði
hann.
Hættan liðin hjá
Fyrst um sinn var fólki aðeins sagt að
vera vart um sig og leitað var á krám
og veitingastöðum. Þá var því beint
til ökumanna að koma ekki inn i mið-
hluta borgarinnar. Hálftíma síðar
tilkynnti lögregla hins vegar að borg-
in yrði rýmd. Svæðið sem rýmt var
innihélt stærsta skemmtanahverfið
í Birmingham og Kínahverfi borgar-
innar þar sem iðulega er mikil mann-
þröng enda margar krár, leikhús,
veitingastaðir og hótel á svæðinu.
Hundruðir þeirra sem þurftu að yfir-
gefa heimili sín gistu í Aston-háskóla
í borginni, þar sem þau áttu ekki í
önnur hús að vernda.
Miðbærinn hefur nú aftur verið
opnaður almenningi og í gær hélt lífið
í Birmingham áfram sinn vanagang.
Fólk sneri aftur til heimila sinna og
verslanir, krár og veitingastaðir voru
opnaðar að nýju.
50 Fujifilm A345 stafrænar myndavélar
50 Philips HDD050 MP3 spilarar
100 Adidas Pelias 2 fótboltar
®l FUJIFILM
www.fujifilm.is
Ljósmyndavörur Reykjavík og Akureyri
Úlfarsfell Hagamel i Filmverk Selfossi i Myndsmiðjan Egilsstöðum i Fótó Vestmannaeyjum
Allar upplýsingar eru
að finna á: fujifilm.is
Dómur heftir rannsóknar-
blaðamennsku
Sprengjuárás
í Tyrklandi
Minnst 20 manns eru særðir eftir
sprengingu á vinsælum strandstað
í vesturhluta Tyrklands og er einn
hinna særðu í lífshættu. Sprengibún-
aðurinn hafði verið settur í ruslat-
unnu nálægt banka í miðhluta stað-
arins Cesme sem er 70 kílómetra frá
hafnarborginni Izmir. Svæðið hefur
verið girt af og málið er í rannsókn.
Enn hefur enginn lýst ódæðinu á
hendur sér en íslamskir hryðjuverka-
menn, vinstrisinnaðir öfgamenn og
kúrdískir agerðasinnar hafa áður
látið til skarar skríða með vopnum
á þessum slóðum. Líklegast er talið
að PKK-samtök Kúrda beri ábyrgð á
sprengingunum í gær. PKK-samtök-
in hafa barist gegn stjórnvöldum í
Tyrklandi frá árinu 1984 og hafa yfir
37.000 manns fallið í átökum síðan
þá. Einhliða vopnahléi var lýst yfir
árið 1999 en PKK enduðu það í fyrra
þar sem þeim fannst Tyrkir ekki hafa
gert nóg í að mæta kröfum þeirra.
Lamdi ætt-
leidda dóttur
sína til dauða
33 ára gömul kona frá Virginíu-
fylki í Bandaríkjunum, Peggy Sue
Hilt, hefur verið ákærð fyrir að
myrða tveggja ára gamla dóttur sína
sem hún hafði ættleitt frá Rússlandi.
Hilt-fjölskyldan hafði verið í heim-
sókn hjá skyldmennum þegar skyndi-
lega var farið með stúlkuna alvar-
lega slasaða á sjúkrahús. Barnið var
afar illa leikið við komuna á sjúkra-
húsið og dó nokkrum dögum síðar.
Við rannsókn sáu læknar að áverkar
stúlkunnar voru greinilega af manna-
völdum og þá sögðu þeir mögulegt að
hún hefði einnig orðið fyrir kynferðis-
legu ofbeldi.
Hilt sagði rannsóknarlögreglu-
mönnum í fyrstu að dóttir hennar
hefði hlotið áverkana þegar hún datt
á heimili þeirra. Síðar breytti hún
frásögn sinni og játaði að hún hefði
hrist stúlkuna, hent henni í gólfið og
lagt hana í rúmið þar sem hún hefði
síðan slegið hana mörgum sinnum
með lokuðum hnefa. Ekki er vitað
hvort eiginmaður Hilt hafi átt hlut
að máli en lögreglan heldur áfram að
rannska málið.
Ritstjóri dagblaðsins Cleveland Pla-
in Dealer, Doug Clifton, sagði um
helgina að samkvæmt ráðleggingum
lögfræðinga blaðsins myndi það ekki
birta tvær rannsóknarblaðagreinar
sem það hefur undir höndum. Ástæð-
an er sú að greinarnar munu vera
byggðar á skýrslum sem lekið var
ólöglega og gætu því leitt til sekta á
dagblaðið og fangelsun blaðamanna.
Clifton líkti aðstæðunum við mál
Judith Miller, rannsóknarblaða-
manns New York Times, sem var
dæmd í íjögurra mánaða fangelsi
síðastliðinn miðvikudag fyrir að
neita að greina frá heimildarmanni
sínum. Fangelsun Miller er alvarleg-
asti árekstur íjölmiðla við dómstóla
í áratugi. Dómurinn yfir Miller virð-
ist hafa þau áhrif að fjölmiðlar eru
orðnir miklu mun varkárari en ella
þegar kemur að birtingu á rannsókn-
arblaðagreinum.
Clifton sagði að lögfræðingarnir
hefðu ályktað að dagblaðið, sem er
það stærsta í Ohio-fylki, yrði líklega
sótt til saka ef yfirvöld kæmu til með
að rannsaka lekana og að blaðamenn-
irnir gætu verið tilneyddir til að
greina frá heimildarmönnum sínum
ellegar sæta fangavist. „Við höfum
komist yfir efni sem var lekið til okk-
ar af manneskju sem afar viðkvæmt
Judith Miller, blaðamaður New York
Times, sem dæmd var í 4 mánaða fan-
gelsi á dögunum fyrir að neita að greina
frá heimildarmanni sinum.
væri að nafngreina," sagði Clifton,
„en lögfræðingarnir sögðu mér að það
væri gífurlega mikil áhætta að birta
þetta og að ég myndi tapa.“ Clifton
sagði ennfremur: „Með því að banna
fréttamönnum að halda nafnleynd
yfir heimildarmönnum sínum er al-
menningi neitað um að fá nauðsyn-
legar upplýsingar."
■
Sjálfsmorðs-
árásir í írak
Sjálfsmorðssprengja banaði vfir 20
manns í Bagdad, höfuðborg Iraks, í
gær. Árásarmaðurinn gekk inn í hóp
ungra manna sem hugðust skrá sig í
herinn og sprengdi sig í loft upp. Var
þetta mannskæðasta árásin í írak í
síðustu viku. Minnst sex aðrir létu líf-
ið í öðrum sjálfsmorðsárásum í borg-
unum Kirkuk og Mósúl. Þá myrtu
byssumenn átta manna fjölskyldu
þegar hún svaf á heimili sínu í Bagd-
ad. Talið er að það hafi eingöngu ver-
ið af trúarlegum ástæðum.
Pandahúnn fæðist í dýra-
garðinum í Washington
Pandabiminum Mei Xiang fæddist
húnn á laugardag í dýragarðinum í
Washington. Hinni nýbökuðu pönda-
móður virtist nokkuð brugðið þegar
hún sá húninn nýfædda en innan
fárra mínútna var hún þó farin að
þrífa afkvæmi sitt og sjá um það. Tals-
maður dýragarðsins, Suzan Murray,
sagði að enn væri ekki vitað af hvaða
kyni pandahúnninn nýfædda væri.
Hún sagði að Mei Xiang væri þó fyr-
irmyndarmóðir og sæji vel um htla
húninn.
Almenningur mun þurfa að bíða í
að minnsta kosti þrjá mánuði eftir því
að fá að sjá Mei Xiang og pandahún-
inn hennar þar sem þau munu dvelja
innandyra enda eru pandabirnir afar
viðkvæmir. Frá árinu 1983 hafa fimm
pandahúnar fæðst í garðinum og allir
dáið innan nokkurra daga. Nýfæddir
pandahúnar vega að meðaltali ekki
nema um 100 grömm, eru á stærð við
smjörstykki og hafa engan feld.
Fyrstu pöndurnar í garðinum í
Washington voru gjöf frá kínversk-
um stjómvöldum í kjölfar sögulegrar
heimsóknar Richard Nixon Banda-
ríkjaforseta til Kína árið 1972. Ling-
Ling dó árið 1992 og Hsing-Hsing
árið 1999. n
Ertu á hraðferö?
Bílaapótek - lyfin beint í bílinn * Hröð afgreiðsla
Opið kl. 10-24 alla daga vikunnar
[inmg mnangongt apótok wm et opk) ménudaqa til laugaidaga U. 10-19. g*
Lyfjaval lyfjdval.li •
BÍLAAPOTEK OPIÐ 10-24