blaðið

Ulloq

blaðið - 11.07.2005, Qupperneq 10

blaðið - 11.07.2005, Qupperneq 10
mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið 10 neytend M iHÁ!' <■ - Fyrr á öld- um var helsti ótti manna að eiga ekki fyrir jarðarförinni sinni. Þeir efnaminnstu voru grafnir hjá hreppnum en það taldist fólki ekki til framdráttar. Nú á dögum eiga allir kost á sómasamlegri útför vegna þeirra skatta sem við borg- um. Hins vegar eru jarðarfarir alltaf að verða íburðarmeiri og nú í dag hleypur jarðar- fararkostnaður á hundruðum þúsunda. MIKIÐ URVAL AF LEGSTEINUM 0G FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK® I#- Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavfk • sfmi 5871960 • www.mosaik.is Fallegir legsteinar Á GÓÐU VERÐI (asteimr JíeŒuhraunilO Stmi5652566 www.englasteinar.is Það er dýrt að deyja Af jörðu ertu kominn Hvers vegna velur fólk ad láta jarða sig? Hver er hin raunveru- lega merking þess? „Það eru í raun tvö svör við því“, seg- ir Kristján Valur Ingólfsson prestur. „í fyrsta lagi er það vegna heilbrigð- issjónarmiða. Fró upphafi hefur það verið þannig að sá látni er grafinn í jörðu því að sömu efni eru í okkur og jarðveginum. Þetta er hluti af hring- rás lífsins. í öðru lagi er greftrunin hluti af helgisið trúarbragðanna. Öll trúarbrögð hafa einhvern sið - hjá þeim okkar sem erum kristin kveðj- um við viðkomandi fyrst á líkbörun- um, þá fyrir framan guði og þakkað er fyrir líf hans. Síðan stígur andinn upp til guðs en líkaminn sameinast jörðinni.” Fjórði hver kýs bálför Bálfarir hafa aukist gríðarlega hér á landi og á það sérstaklega við um fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Ástæða þess gæti verið sú að eina bálfarastofa landsins er staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar velur górði hver íslendingur sem deyr bál- fór og sú tala eykst jafnt og þétt með ári hverju. Kostnaður bálfarar er sá sami og þegar fólk velur að jarða sig í kistu enda er ekki greitt fyrir brennsluna sem slíka rétt eins og ekki er borgað sérstaklega fyrir jarðarfórina. Marg- ir telja að ekki þurfi að kaupa kistu þegar brenna á hinn látna en það er rangt. Kistan er notuð sem eldiviður við bálförina og að henni lokinni er duftið sett í þar til gert duftker. Kis- turnar sem notaðar eru við bálför verða að vera úr gegnheilum við en útlitslega séð eru þær eins og venju- legar kistur. Duftker kosta á bilinu 6-12 þúsund krónur. Mikill spamaður á landi fylgir bálförum. Aðeins einn sjöundi hluti af því landi sem þarf við kistuútför er notaður þegar duftker eru grafin. Stundum er hægt að verða við óskum fólks að fá að dreifa öskunni yfir visst landsvæði. Þær óskir eru þeim skil- yrðum háðar að öskunni verði dreift yfir svæði utan skipulagningar. Síarin iiuóiinnul->tlnitir Jón t'Or Siijurówott SOLSTEINAR Kársnesbraut 98 • Kópavogi Sfmi: 564 4566 • tumui.solsteinar.is UTFARARSTOFAISLANDS Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Hrfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Komum heim til aðstandenda ef óskað er H Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri www.utforin.is Allan sólarhringinn • Áratuga reynsla utforin@utforin.is Kistan Meðalgrunngjald útfarar þar sem innifalið er hvít kista, púði og áklæði í kistuna, líkklæði og öll þjónusta, þar með talin líksnyrting er 170.000 krónur. í þessum tölum felst að kist- an ein og sér kosti 70.000 krónur. Hægt að velja um enn dýrari kistur en þær kosta allt að 150-200.000 krónur. Ekki þarf að borga prestin- um sjálfum fyrir athöfnina eða graf- artökuna, kirkjugarðsgjöld sem hluti eru af skattpeningunum sjá um þann kostnað. mann. Sú upphæð getur orðið dágóð ef jarðarförin er fjölmenn. Legsteinn Verð á legsteinum er mjög mismun- andi eftir því hvernig steinn verður fyrir valinu. Meðallegsteinn með áletrun, vinnu og niðursetningu er um 150.000 krónur. Hægt er að velja um margs konar útfærslur því stein- arnir eru misþykkir, náttúrulegir eða úr stuðlabergssneiðum, úr líparít eða granít. Þetta er aðeins brot af því sem er í boði. Erfidrykkjan Erfidrykkjur geta verið misdýrar. Kostnaður fer eftir því hvort veiting- ar eru keyptar frá veisluþjónustu eða útbúnar heima við. Algengast er þó að verslað sé við bakarí eða veislu- þjónustu. Verðið er svo mismunandi á milli veisluþjónusta. Ef skipt er við bakan' er verðið 6-700 krónur á mann en ef skipt er við veisluþjónustur sem hafa fjölbreyttara úrval getur kostn- aðurinn farið upp í 1400 krónur á Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta Tónlist Ef fólk kýs að hafa tónlist í athöfn- inni getur það valið á milli þess að hafa kór eða einsöngvara. Sex manna kór kostar 50.000 krónur en einsöngv- arar eru misjafnlega dýrir. Þeir dýr- ustu taka allt að 130.000 krónur fyrir sönginn. Oft koma óskir þess látna við sögu þegar bæði lög og söngvarar eru valdir. Blómin Blómaskreytingar eru óijúfanlegur partur útfara. Blóm geta orðið stór útgjaldaliður ef mikið er lagt í skreyt- ingar en að sama skapi gera blóm athöfnina bæði fallega og virðulega. Kistuskreyting kostar 25.000 krón- ur, Krans 20.000 krónur, blóm í erfi- drykkju 7000 krónur og blómakross 12.000 krónur. Samtals gæti kostnað- ur af blómum orðið allt að 80.000 ef keyptir eru tveir kransar. Pantaðu bálför á netinu Á vefnum kirkjugardar.is er hægt að finna eyðublað þar sem hægt er að sækja um að verða brenndur eftir andlát. Allir lö- gráða einstaklingar geta sótt um það með því skilyrði að tveir vottar sem hafa náð 18 ára aldri skrifi undir. Útfararstyrkir Þó ber að hafa í huga að mörg verkalýðsfélög veita útfarar- styrki til eftirlifandi maka eða annarra lögmætra erfingja. Sú upphæð er þó bara lítið brot af heildarkostnaði jarðarfara en fer þó eftir starfsaldri. Einnig taka sumir vinnustaðir þátt í kostnaðinum. Líkkista ásamt sæng, kodda, blæju, líkklæði og þjónustu: - 80.000 -170.000 krónur. Legsteinn með áletrun og nið- ursetningu: 60. 000 -150.000 krónur. Blóm: - 30.000 - 80.000 krónur. Erfidrykkja: 50.000 -120.000 krónur. Salur/safnaðarheimili: - 0 - 50.000 krónur. Tónlistarfólk: 55.000 -130.000 krónur. Sálmaskrá 150 stykki: - 0- 20.000 krónur. Auglýsingar í dagblöð og útvarp: - 9.000-60.000 krónur. Samtals: - 284.000 - 780.000 krónur.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.