blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 14
blaði&j
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðaisími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701
Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, írettir@vbl.is, auglysingar®
vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
Óvitar íslensks viðskiptalífs
Landssímamálið, Japismálið og nú síðast Baugsmálið svokallaða eru
allt refsimál sem hvert með sínum hætti hafa leitt í ljós hve viðskipta-
líf hér á landi virðist í raun frumstætt og fullt af óvitum.
í Landssímamálinu héldu þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján R.
Kristjánsson því fram að fé, sem streymt hafði til þeirra úr sjóðum
Símans, hefði verið lánsfé. Þessir ágætu herramenn gátu þó ekki lagt
fram neina lánasamninga eða önnur skjöl er studdu mál þeirra að
þessu leyti. Meðan sjóðir Símans stóðu þeim opnir vegna refsiverðrar
háttsemi eins af starfsmönnum Símans, gengu Árni Þór Vigfússon og
Kristján R. Kristjánsson um bæinn og stofnuðu eða keyptu fyrirtæki
eins og t.d. Japis og réðu fólk í vinnu. Flest, ef ekki öll fyrirtæki þeirra,
urðu gjaldþrota. Sumt af því fólki sem ráðið var í vinnu situr nú uppi
með refsidóma.
Af þeim litlu fréttum sem borist hafa af ákæruatriðum í Baugsmál-
inu má ráða að fjöldi óvita komi þar við sögu. Á hinn bóginn hafa þeir
þó hvorki verið ákærðir né þurfa þeir með öðrum hætti að svara fyrir
óvitaskap sinn því oft er það nú svo að óvitum er fyrirgefið, jafnvel þó
þeir valdi tjóni.
Gylfi Arnbjömsson, sem á sínum tíma var í forsvari fyrir Eignar-
haldsfélagi AJþýðubankans hf., kannast t.d. ekkert við lýsingar Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar á kaupunum á Vöruveltunni hf. en viðskipti
tengd því félagi mun vera eitt ákæruatriða í Baugsmálinu.
Gylfi hefur sagt Morgunblaðinu að hann hafi haldið að Eignarhalds-
félag Alþýðubankans hf. hafi átt Vöruveltuna hf. með Fjárfari ehf. sem
hann hélt að væri í eigu Árna Samúelssonar hjá Sambíóunum, Sigfús-
ar R. Sigfússonar hjá Heldu hf., Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Sæv-
ars Jónssonar.
Sigfús R. Sigurðsson í Heklu hf. sagði í frétt í Morgunblaðinu síðast-
liðinn fóstudag að hann hefði aldrei átt hlut í Fjárfari ehf. og aldrei
setið þar stjómarfund þó svo að hann hafi verið stjórnarformaður í
greiðaskyni við vin sinn Tryggva Jónsson. Sigfús upplýsir jafnframt
í fréttinni að lögreglan hafi við rannsókn Baugsmálsins upplýst hann
um að hann hafi líka setið í stjórn Vöruveltunnar hf. og Klukkubúð-
anna hf.. Samkvæmt Morgunblaðinu segir Sigfús þetta hafa komið sér
í opna skjöldu og að hann hafi hvorki setið stjórnarfundi né nokkra
aðra fundi á vegum þessara félaga. Sú spurning hlýtur þá að vakna
hver tók þær ákvarðanir fyrir þessi félög sem að lögum eru í verka-
hring stjómar hlutafélaga.
Af framangreindum dæmum um stjórnarhætti í Fjárfari ehf., Vöm-
veltunni hf. og Klukkubúðunum hf. mætti draga þá ályktun að seta í
stjóm hlutafélaga skipti engu máh. Svo er auðvitað ekki.
Setu í stjóm hlutafélags fylgir rík ábyrgð sem vanræksla á eða brot
gegn geta leitt til refsi- og/eða fébótaábyrgðar.
Seta í stjóm hlutafélags á aldrei að vera vinargreiði heldur verkefni
sem menn taka að sér, vitandi um ábyrgð sína bæði gagnvart hluthöf-
um félagsins en ekki síður gagnvart stofnunum ríkisvaldsins og þeim
sem eiga viðskipti við félagið.
ÚTSALA
Enn meiri verðlækkun
40-70%
afsláttur
Auglýsingar
blaðið
^
ilii
mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið
„Látum greipar sópa um umhverfið“
sýnum snilldartilþrif með UMFÍ og Pokasjóði
Ásdís Siguröardóttir, verkefnastjóri Um-
hverfisverkefnis UMFÍ og Pokasjóðs.
Þegar talað er um umhverfismál í dag
er ekki einungis átt við landgræðslu
og skógrækt heldur einnig flest þau
svið sem varða samskipti mannsins
við umhverfi sitt.
Við lifum og hrærumst í neysluþjóð-
félagi og því fylgir óhjákvæmilega
mikið af umbúðum. Við sjáum að
umbúðaflóðið hefur aukist, vörum í
verslunum er pakkað í plast og stund-
um er jafnvel kassi utan um pakkn-
mgamar.
Við þurfum að laga okkur að að-
stæðum og gæta að því hvað við ger-
um við allar þessar umbúðir sem
fylgja því að lifa í neyslu-
þjóðfélagi.
Ungmennafélag íslands
hefur löngum látið sig um-
hverfismál varða og stend-
ur nú fyrir átaki í sumar.
Stefna Ungmennafélags-
ins er að bæta og fegra
umhverfið með snyrtilegri
umgengni. Pokasjóðurhef-
ur lagt málefninu lið og
nú eru landsmenn allir
hvattir til að láta greipar
sópa um sitt nánasta um-
hverfi. Við höfum séð að
fólk hendir rusli þar sem
það stendur og einnig er
rusli hent út um bílglugga
á ferð. En hvað verður um
ruslið sem við losum okk-
ur við á þennan hátt? Jú það verður
fyrir augunum á okkur síðar meir og
umhverfið verður óvistlegra. Okkar
nánasta umhverfi er ekki einungis
heimilið og bíllinn heldur
allt í kringum okkur.
Við tölum um það að
við eigum fallegt land sem
það vissulega er en við
þurfum öll að hjálpast að
við að halda því hreinu og
fallegu.
Beri menn ekki virð-
ingu fyrir umhverfi sínu
eru þeir á vissan hátt að
lítilsvirða tilveru sína.
Ég hvet foreldra og upp-
alendur að fara út með
pokann sem þeir fá send-
an frá UMFÍ og Pokasjóði,
tína rusl sem er í nánasta
umhverfinu og miðla til
barna sinna að umgangast
landið sitt með virðingu.
II-----------
Beri menn
ekki virð-
ingu fyrir
umhverfi
sínu eru
þeir á viss-
an hátt að
lítilsvirða
tilveru
sína.
Blaöið / Steinar Hugi
Varist vinstri stjórn
Hrafnkell A. Jónsson
héraðsskjalavörður
Egilsstöðum
Er verðbólgudraugurinn að vakna?
Þeir sem muna aðfarir draugsa frá
síðustu áratugum síðustu aldar hljóta
að vera skelfingu lostnir. Eftir því
sem lengra líður frá velmektardögum
verðbólgunnar á árunum 1980 og
fram yfír 1990, þeim mun erfiðara
á ungt fólk í byrjun tuttugustu
og fyrstu aldarinnar með að trúa
ástandinu sem ríkti. Þær kynslóðir
sem eru að vaxa úr grasi í dag hafa
aldrei búið undir vinstri stjórn þar
sem hagstjórnin fólst m.a. í því að
éta vandann. Hver man í dag aðfór
vinstri stjórnar Gunnars Thoroddsen
að ungu fólki sem reyndi að koma
sér þaki yflr höfuðið? Líklega fáir
aðrir en þeir sem reyndu það á eigin
skinni.
Ég rifja þetta upp vegna þess að nú
er því spáð af ýmsum hagspekingum
að verðbólga næstu mánaða muni fara
úr böndunum og slælegri hagstjórn
ríkisstjórnarinnar er kennt um. Þeir
sem hæst láta er svokölluð hagdeild
Alþýðusambands íslands. Það rifjast
upp í því samhengi að forysta ASÍ gekk
fram fyrir skjöldu í formannskjöri
Samfylkingarinnar á þessu ári. Þá
birtust á vefsíðu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur hástemmdar yfirlýsingar.
Samnefnari fyrir þessarar pólitísku
trúaijátningar er yfirlýsing Halldórs
Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóra
ASÍ en hann sagði:
„Ég styð Ingibjörgu Sólrúnu sem
formann í Samfylkingunni
- vegna þess að ég
treysti henni best til
að leiða áframhaldandi
uppbyggingu
Samfylkingarinnar sem
öflugs og framsækins
jafnaðarmannaflokks
vegna þess að ég treysti
henni best til að leiða
Samfylkinguna til sigurs
í næstu kosningum
- vegna þess að það
þarf. nýtt forystuafl í
ríkisstjóm sem byggir á
sýn jafnaðarstefnunnar
um frelsi, jafnrétti og
bræðralag og ég treysti
Ingibj örgu Sólrúnu best til
að leiða slíka ríkisstjóm “
Hliðstæðar
yfirlýsingar birtust eftir
Gylfa Arnbjömsson
framkvæmdastjóra ASÍ, Skúla
Thoroddsen framkvæmdastjóra
Starfsgreinasambandsins og
Þorbjörn Guðmundsson einn af
forystumönnum Samiðnar.
Það er rétt að muna þetta
þegar þessir heiðursmenn fara
í stéttarbaráttuhempuna yfir
Það verður
þó ekki
hjá því
komist að
draga í efa
heimsend-
aspádóma
sem berast
frá
Alþýðusam-
bandi
íslands
Samfylkingarfrakkann. Þannig
gerir Skúli Thoroddsen úttekt á
þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra
í grein í Morgunblaðinu, þar segir
m.a:
„Mér varð frekar ómótt að heyra
ráðherrann tala um samfélagslega
ábyrgð fyrirtækja, að nýta hagnað
til að byggja upp... að þau taki
þátt í mikilvægum málum á sviði
menningar og velferðar."
Þetta voru vægast
sagt undarleg
viðbrögð við mjög
eðlilegum vangaveltum
forsætisráðherra um
aukin umsvif auðmanna
í íslensku samfélagi.
Það er ljótur siður
að skjóta sendiboða
válegra frétta. Grein
mín kann að vera af því
tagi. Það verður þó ekki
hjá því komist að draga
í efa heimsendaspádóma
sem berast frá
Alþýðusambandi
íslands þegar þess er
gætt að forysta þess er í
markvissri og yfirlýstri
stjórnarandstöðu eins
og fyrirvaralausar
trúarjátningar forystu
ASÍ til stuðnings
Ingibjörgu Sólrúnar bera
með sér.
Það er vissulega rétt að brýna
alla góða menn á þeirri hættu sem
blasir við íslenskum almenningi fari
verðbólgan af stað en sú hætta er
smá í sniðum hjá þeirri að hér skelli
á vinstri stjórn.