blaðið - 11.07.2005, Síða 20
mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið
Kúmen
- gegn kvillum
Þráinn Lárusson
Útsalan í fullum gangi!
Opnunartími
mán - föst. 10-18
laugardaga 10-16
Nýbýiavegi 12 • 200 Rópavogi
Sími 554 4433
Hússtjómarskólinn var reistur árið 1930
Karlinn í brú
Hússtjórnarskólans
Tegundin Carum carvi er fyrir mis-
tök kölluð kúmen hér á landi. Þessi
mistök má rekja til þýsku en orðið kú-
men er íslenskun á orðinu kummel
sem er þýska heiti jurtarinnar.
í raun ætti nafnið kúmen að vera
á annarri fjarskyldri jurt en innan
sömu ættar, Cuminum cyminum.
Sú jurt hefur hinsvegar verið kölluð
kúmín eða broddkúmen hér á landi.
Þetta eru mjög vandræðaleg mis-
tök þvi aldin beggja þessara tegunda
eru nýtt í matargerð og er endalaust
verið að rugla þeim saman með slæm-
um afleiðingum.
Þó kúmen og kúmín séu sviplík ald-
in í útliti eru þau mjög ólík á bragðið
og geta engan veginn komið hvort í
annars stað í matargerð.
Svo virðist sem þessi mistök eigi
sér sögulega skýringu sem rekja má
aftur til fimmtu aldar. Við fall Róma-
veldis hvarf kúmín af mörkuðum
álfunnar eins og nánast öll önnur
krydd sem Rómveijar fluttu til Evr-
ópu. í staðinn uppgötvuðu Germanir
í Mið-Evrópu aðra plöntu sem gaf af
sér aldin sem svipaði mjög til hins dá-
samlega krydds sem þeir höfðu náð
að tileinka sér í matargerð á tímum
Rómveija.
Jurt þessi var illgresi í þeirra
ræktarlandi og hafði borist þangað
með rúgi sem kom til álfunnar með
Slövum í kringum 150 e.Kr. Aldin
þessarar nýju plöntu hafa síðan ein-
faldlega fengið sama nafn og kryddið
sem Rómveijar fluttu með sér frá Ar-
abalöndum. Kúmen er tvíær jurt af
sveipjurtaætt. Hún verður um það
bil 60 sentímetrar á hæð með holan
og rákaðan stöngul. Blöðin eru tví- til
þrífjöðruð og blómin eru lítil, hvít eða
bleik í óreglulegum sveipum. Aldin-
in eru mjög smágerð og því iðulega
nefnd fræ.
Gísli Magnússon, oft nefndur Vísi-
Gísli, flutti kúmenjurtina til íslands
í kringum 1660 og vex hún víða villt
hér á landi, einkum á sunnanverðu
landinu.
Ólíkt kúmíni hefur öll jurt kúmens-
ins verið nýtt. Meðal annars hafa ræt-
umar verið blandaðar mjólk og síðan
bakað úr þeim brauð.
í Noregi hafa laufin verið vinsæl í
súpur. í Hlín, ársriti íslenskra kvenna
frá 1932, er norsk uppskrift af karva-
kálssúpu og karvakál skilgreint sem
jurt kúmensins. Norðmenn nota orðið
karvi yfir aldinið og er það mun betra
nafn en kúmen.
Uppruni: Kúmen er frá Úkraínu og
hugsanlega Austur-Póllandi og kom
þaðan til Mið-Evrópu eins og áður er
sagt með rúgi. Slavar í Austur-Evr-
ópu eru upphafsmenn kúmennotkun-
ar og eru lönd Mið- og Austur-Evrópu
enn nónast einu löndin sem nota kú-
men auk Norðurlandanna.
Notkun: Ungverskir fjárhirðar
notuðu kúmen til að krydda gúllas
og það er kúmen sem gefur mörgum
þýskum og austurrískum réttum sér-
stöðu eins og til dæmis sauerkraut.
Þótt vinsældir kúmens séu miklar
hér á landi og í öðrum Norðurlöndum
á það nánast eingöngu við um bakst-
ur og ostagerð.
í bókinni Grasnytjar getur höf-
undurinn Bjöm Halldórsson þess að
kúmen hafi verið notað gegn ýmsum
kvillum, meðal annars liffarbólgu
og gulu. Einnig segir hann kúmen
vindeyðandi og þvagaukandi ásamt
því að styrkja maga og auka mjólk í
bijóstum.
Bjöm minnist einnig á að blöð og
rætur jurtarinnar séu notuð í salöt og
súpur en jurtin verði óæt eftir að hún
fellir blómin.
Kúmenolía sem unnin er úr kú-
menaldinum var áður fyrr notuð sem
rotvamarefni í brauð og osta. Hugs-
anleg skýring á því gæti verið að sú
að menn hafi uppgötvað að brauð
sem gert var úr rúgi myglaði síður og
áttað sig á því að með rúginum slædd-
ist kúmenaldin sem síðan var malað
með honum. Hugleiða má svo hvort
mönnum hafi ekki, í fr amhaldi af því,
verið farið að líka svo vel við kúmen-
keiminn að farið var að nota kúmen
sem krydd í brauð og osta.
ernak@vbl.is
Hússtjómarskólinn á Hallormsstað
er lítiU, vinsæll og heimilislegur skóli
sem kúrir í stærsta skógi landsins.
Skólinn hefur starfað ffá árinu 1930
og undirbúið marga konuna undir
heimilisstörf og bústjóm. í seinni tíð
hafa karlmenn einnig notið þar leið-
sagnar.
Framfaraspor
Breytingar á samfélagsskipan hafa
haft áhrif á kynjaskiptingu nemenda
enda er það ekki viðurkennt lengur
að karlmenn sleppi við heimilisstörf-
in nú þegar konur skipa fleiri störf
á atvinnumarkaði en karlmenn. Til
marks um það er skólastjóri skólans
í dag ekki kona heldur karlmaður.
Þetta er í fyrsta skipti sem karlmað-
ur gegnir þeirri stöðu við skólann.
Þráinn Lámsson, skólameistari, seg-
ir að tilviljun hafi ráðið því að hann
tók við þessari stöðu.
„Það gerðist allt fyrir tilviljun, ff á upp-
hafi til enda. Við hjónin höfðum búið
erlendis lengi, síðast í Oaxaca í Mexí-
kó. Við komum svo heim
í heimsókn árið 2001 og
í framhaldinu ákváðum
við að reka Eddu hótel
hér heima um sumarið.
Þá kom að máli við mig
hótelstýra á Hótel Héraði
sem fékk mig til að vinna
við sitt hótel. Svo þegar
ég var á leiðinni heim þá
hringir síminn og hún
segir: heyrðu ég gleymdi
að segja þér það en starf-
inu fylgir kennarastaða
við Hússtjómarskólann.
Þú þarft að kenna þar
líka, ertu ekki til í það? Ég var nátt-
úrulega ekkert til í það enda hafði
ég aldrei kennt áður og hafði engan
áhuga á því. Ég lét þó til leiðast og
fór og kynnti mér skólann og líkaði al-
veg rosalega vel. Svo um haustið var
ffamtíðin ráðin og við ákváðum að
vera heldur hér heima á íslandi."
Má nota skólastýrunafnið
Þráinn segir að í ff amhaldinu hafi svo
losnað skólastjórastaðan. Reyndar
Þráinn Lárusson með hópi nemenda
var þetta alltaf skólastýrustaða. „f
starfssamningi mínum stendur ritað
að ég megi nota nafnið skólastýra,
það átti að fella það út úr samningn-
um en ég þvertók að sjálfsögðu fyrir
það,“ segir Þráinn. Hann segir að
hann hafi fundið fyrir gamalsdags við-
horfum við ráðningu sína. „Mér var
tekið mjög vel af starfsfólki og þessu
litla samfélagi í kringum skólann. En
ég segi það ekki að það
urðu nokkrar eldri konur
hissa og jafnvel hneyksl-
aðar. Auðvitað er það til
að karimenn segi; hvem-
ig á kona að sinna þessu
eða hinu starfinu. En ég
held að það sé oftar að
konur segi slíka hluti."
Fylgir nútímanum
„Fyrsta hugsunin þegar
þessir skólar vora að fara
af stað var að mennta ís-
lenskar húsmæður. Skól-
inn hefur auðvitað breyst
heilmikið, eðlilega. Það má segja að
það sem þessi skóli hafi umfram hina
skólana er að hann hefur verið þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að hafa starfsfólk
sem hefur verið tilbúið til að fylgj a nú-
tímanum," segir Þráinn. Hússtjómar-
skólinn hefur starfað óslitið í 75 ár og
námið tekið mið af þeim breytingum
sem orðið hafa á samfélaginu. „Það
sem nemendur læra hjá okkur er
undirstaða t.d. í matargerð. Bæði er
kenndur gamli grannurinn í matar-
gerð en einnig þetta nýja, þ.e. að elda
mat eins og maður fær á veitingastöð-
um. Við skoðum einnig matarmenn-
ingu annarra landa og nemendur fá
að spreyta sig á að búa til framandi
rétti.“
Drengjamiðað nám
Auk þess sem námið við skólann er
góður undirbúningur fyrir heimilis-
hald greiðir það einnig fyrir þeim sem
leita, án frekara náms, eftir vinnu við
matargerð, framreiðslu og ræstistörf
t.d. á veitingastöðum ogmötuneytum.
Við Hússtjómarskólann eru kenndar
margvíslegar greinar eins og fata-
gerð, vefnaður, hönnun, útsaumur,
hreinlætisfræði, næringafræði og veit-
ingatækni. Þráinn segir að skólinn
hafi tileinkað sér nýtískulegri náms-
greinar með árunum og hann sé sí-
fellt vinsælli. „Nemendahópur okkar
er mjög fjölbreyttur og elsti nemandi
minn hingað til hefur verið 38 ára
gamall. Nemendur okkar koma alls
staðar að og nýta námið með mismun-
andi hætti. Sumir vilja bæta við sig
fyrir kennslu en aðrir vilja almennan
undirbúning.“ Þráinn segir að hugað
sé á breytingar í skólastefnunni. „Við
höfum sótt um það hjá menntamála-
ráðuneytinu að auka námið og þá er
stefnan hjá okkur að auka framboð
greina og fara meira út í drengjamið-
að nám. Við munum þó aldrei fara út
í þessar hörðu iðngreinar eins og bif-
vélavirkjun. Við erum auðvitað stað-
sett í Hallormsstaðarskógi og erum ó
þessari grænu línu.“
<fisstkr
Stálpottasett á góðu verði
Brúðhjónalistar og gjafakort
búsáhöld
KRINGLUNNI
Sími: 568 6440 I busahold@busahold.is
«1---------J
...það urðu
nokkrar eldri
konur hlssa
og jafnvel
hneykslaðar.