blaðið - 11.07.2005, Page 26
mánudagur, 11. júlí 2005 I blaðið
□□ Dolby /DD/ ihx
Sýnd kl. 5.20,8,9,10.40 og 11.30 • Sýnd i lúxus kl. 6,9 og 11.30 B.i. 16 ára
boÚ'rnebeiwty
^Mr. Mrs.
Smith
Sýnd kl. 3.30,5.45 og 8 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 14 ára
Sýml Kl 5:30,8 09 10:20(PQWER-SÝN!NG). hj.14
Sýnd kL 5:30
Sýnd kL 5:30,8 og 10:20. uu
www.iaugarasl
INNRASIN ER HAFIN
Innrásin er girnileg sumarskernmtun
poppkornsmynd af bestu gerð!
★ ★★
“ ★★★*
Kvikniyndif.is
VINS/l LASÍA MYNDIN A ISLANDI
; S OOO (i [• STI R
★ ★★
“•up.sidc.ui
Sýndld.8
4 Mr.& \ sS h 4
SýndkL 10:15 bJ. 14 |
Pakkaferðir á G! Festival
Sala er hafin í Grapevine búðinni
Tónlistarhátíðin G! Festival sem
haldin er árlega í Færeyjum verður
vinsælh með hveiju árinu og nú býðst
íslendingum tækifæri á að kaupa
pakkaferðir á hátíðina sem stendur
yfir dagana 22. til 24. júlí. Það er
tímaritið Grapevine og Landsflug
sem bjóða landsmönnum þetta tilboð
og miðaverð er 33.600 krónur. Innifal-
ið í því er flug til og frá Færeyjum,
ferðir frá flugvelli til G! hátíðarinnar
og aftur til baka, miði inn á hátíðina,
tjaldsvæði og morgunmatur.
Á hátíðinni spila íjöldi hljómsveita
frá Norðurlöndunum og hæst ber þar
að nefna sænsku sveitina Europe.
Auk þeirra spila rokksveitin Nephew
frá Danmörku, teknóhausinn Darude
frá Finnlandi, pönkaramir 200 frá
Færeyjum og reggísveitin Hjálmar
frá íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem íslendingar sækja Færeyingana
heim en hljómsveitimar Úlpa og En-
sími hafa til að mynda spilað á hátíð-
inni áður við mikinn fógnuð gesta.
Þeir sem vilja ekki missa af þessari
tónlistarveislu þurfa að hafa hraðann
á því einungis 62 pakkamiðar em í
boði. Sala miðanna er nú þegar hafin
í Grapevine búðinni, Laugavegi 11 og
er búðin opin alla daga nema sunnu-
daga milli klukkan 12:00 og 22:00.
Við viljum fá þig
í skemmtilegan hóp
íslandspóstur leitarað dugmiklu og hressu
fólki til bréfberastarfa á höfuðborgarsvæðinu.
Hér er tækifæri fyrir fólk á öllum aldri
sem sækist eftir framtíðarstarfi á skemmti-
legum vinnustað. Hjá Póstinum ríkir góður
liðsandi og þar er öflugt félagslíf.
Starf sem hentar báðum kynjum og fólki
á öllum aldri.
Annars vegar hressandi útivinna og hins
vegar flokkun pósts á dreifingarstöð.
Upphaf vinnutima getur verið frá kl. 7:00 til 8-.30
og vinnutíma lýkur í samræmi við það.
Starfsmenn hafa bíl til umráða en fá greitt
fyrir notkun á bítnum en öðrum starfsmönnum
er ekið frá dreifingarstöð í útburðarhverfi.
i Nánari upplýsingar í síma 580 1000.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband.
Umsóknum má skila á viðkomandi dreifingar-
stöð eða til (slandspósts. Stórhöfða 29.110 Rvk.
Einnig má senda umsóknir á postur@postur.is
Um er að ræða bréfberastörf á dreifingarstöðvum í: Hafnarfirði,
Garðabæ, Kópavogi, Mjódd, Grafarvogi, Mosfellsbæ. Austurbæ Rvk.
og Vesturbæ Rvk.
www.postur.is
Ljúf dægurlagablanda
Acoustic lceland
Safndiskurinn Acoustic Iceland
kemur út í dag og á honum má
finna 20 lög þekktra íslenskra tón-
listarmanna eins og lagið Ást með
Ragnheiði Gröndal, Rómea og Júlía
með Bubba Morthens, Spáðu í mig
með Björgvini Halldórssyni auk
fjölmargra annarra slagara. í til-
kynningu frá Steinari Berg, útgef-
anda plötunnar, kemur fram að lög-
in eigi það öll sameiginlegt að hafa
unnið sér stað í sönghjarta íslensku
þjóðarinnar og þó að innihaldið sé
áður útgefið efni sé platan Acustic
Iceland nýstárleg frá útgáfulegu
sjónarmiði. Platan er stfluð inn á
ferðamenn sem sækja landið heim
og er því titill plötunnar og allar
upplýsingar á ensku. Þetta er auk
þess prýðis gripur fyrir alla þá ís-
lendinga sem hafa áhuga á íslenskri
dægurtónlist.
Plötuumslagið er einstaklega
fallegt en þar prýða glæsilegar
ljósmyndir Mats Vibe Lund af stór-
brotnu íslensku landslagi hverja
síðu. Skrif Guðmundar Andra
Thorssonar um rómantíkina sem
tengir saman tónlistina, náttúruna
og landsmenn og upplýsingar um
lögin og flytjendur inni í plötubæk-
lingnum gefa plötunni síðan flotta
heildarmynd.
Styttist í
nýja plötu
McCartney
Aðdáendur bíða nú með eftirvænt-
ingu eftir nýjustu breiðskífunni frá
Paul McCartney en hún er fyrsta
stúdíóplatan sem hann sendir frá
sér í flögur ár. Platan, sem ber
heitið Chaos And Creation In The
Back Yard, kemur út 12. september
og var tekin upp á tveimur árum,
bæði í London og Los Angeles og
McCartney spilar sjálfur á flestöll
hljóðfærin á plötunni. í viðtali við
tímaritið NME sagði hann að hann
hafí ekki viljað flýta útgáfu plötunn-
ar. Hann bætti því við að tónlistin
hafi orðið meira og meira áhugaverð-
ari með tímanum og því sé hann
stoltur yfir því sem hann er að fara
að senda frá sér. Á plötunni má með-
al annars finna lögin Follow Me og
Promise To You Girl.