blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 32
 LandsteinarStrengur Landsteinar Strengur fær verðlaun frá Microsoft: “Global ISV Partner of the Year” Wgm ■■ :■ “I §3| fsu|jjf^SBHpjÉÍ ’ÍS ;: Minneapolis, Minnesota, USA - 08. júlí 2005 Landsteinar Strengur fékk hin eftirsóttu verölaun “Global ISV Partner of the Year” frá Microsoft Business Solution Verölaunin voru veitt á árlegri ráöstefnu Microsoft með samstarfsaöilum sínum hvaöanæva að úr heiminum. Samstarfsaöili ársins á sviði viðskiptahugbúnaðar Þessi verölaun eru veitt þeim samstarfsaðila MBS Microsoft á sviöi viöskiptahugbúnaöar sem skarað hefur fram úr á árinu. Landsteinar Strengur hefur skapaö sér sess sem eitt fremsta fyrirtæki í heiminum á sviöi verslunarlausna. Meö beitingu nýjustu tækni og nánu samstarfi við MBS Microsoft hefur tekist að byggja upp öflugt samstarf þessara aðila um allan heim. Landsteinum Streng hefur tekist aö þróa vöru sem stuðlað hefur aö góöum árangri MBS Microsoft ásamt því aö fyrirtækið hefur byggt upp áreiðanleg vinnubrögð, tækniþekkingu og gott samstarf viö viðskiptavini fyrirtækisins. Samkvæmt Sveini Áka Lúðvíkssyni sölustjóra samstarfsnets Landsteina Strengs þá voru þessi verðlaun veitt fyrir framúrskarandi verslunarlausnir og aðþjóðlegt sölunet fyrirtækisins sem telur nú um 50 aðila í 44 löndum. “Þessi verðlaun eru kærkomin viðurkenning á þrotlausu þróunarstarfi fyrirtækisins undanfarin 5 ár. Okkur hefur einnig tekist að byggja upp öflugt, alþjóðlegt net samstarfsaðila sem eiga sinn þátt í þessum árangri okkar. Lausnir okkar eru nú þegar í notkun í yfir 7.000 verslunum með um 17.000 afgreiðslustöðvar" segir Sigurjón Pétursson, framkvæmdastjóri Landsteina Strengs. Landsteinar Strengur er forystufyrirtæki í upplýsingatækni sem byggir starfsemi sína á skörpum skilningi á starfsemi og rekstrarumhverfi fyrirtækja. í krafti þeirrar þekkingar býður Landsteinar Strengur fyrirtækjum heildar-lausnir á sviði fjármála, þjónustu, heildsölu, dreifingar og verslunar. Fyrirtækið hefur mikla reynslu á markaðinum og á rætur að rekja allt til ársins 1982 er Strengur var stofnaður. Áhersla er lögð á ráðgjöf, hug- búnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri þjónustu og eru vörur fyrirtækisins í notkun hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Landsteinar Strengur er stærsti söluaðili á viðskiptahugbúnaði frá Microsoft Business Solutions á íslandi og einn stærsti þróunar- og söluaðili á Microsoft sérlausnum á eriendum mörkuðum. Reynslan sýnir að viðskipta- lausnirnar Microsoft Navision, Microsoft Axapta og Microsoft XAL henta íslenskum fyrirtækjum afar vel, enda er Landsteinar Strengur í forystu á heimsvísu um þróun dreifingar- og verslunarlausna. Landsteinar Strengur er hluti af Kögunarsamsteypunni. Kögun hf. er almenningshlutafélag, stofnað árið 1988. Félagið sinnir hugbúnaðargerð fyrir kröfuharða viðskiptavini á íslandi og annars staðar. . <§ L5 RGTAIL Microsoft GOLD CERTIFIED Partner Microsoft Business Soiutions

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.