blaðið - 15.07.2005, Side 2

blaðið - 15.07.2005, Side 2
föstudagur, 15. júlí 2005 I blaðið Átján mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Millilandaflug: Hryðjuverkin valda lítilli truflun Hryðjuverkin í Lundúnaborg í liðinni viku höfðu sáralítil áhrif á millilanda- flug íslendinga. Eins og von var breyttu margir Lundúnafarar ferða- áætlunum sínum daginn sem hryðju- verkin áttu sér stað, enda óvissa mik- il. Menn virtust þó furðufljótir að ná áttum á ný og hafa flugfélögin nær ekkert fundið fyrir áhrifum hryðju- verkanna. GuðjónAmgrímsson,kynn- ingaríulltrúi FL Group, sagði svarið einfalt þegar spurt væri um afleiðing- ar hryðjuverkanna: J>au höíðu engin áhrif. Við höfum ekki fundið fyrir því í eftirspum, sölu eða mætingu í flug,“ segir Guðjón, en bætir því þó við að sama dag og hryðjuverkin hafi verið framin hafi nokkuð verið um fyrir- spumir og einhveijir hafi breytt mið- um. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express ,tók í sama streng, en þar á bæ fundu menn þó örlítið meira fyrir áhrifunum. „Þetta hafði ekki mik- il áhrif. Ég held að við höfum selt um 100 færri miða um síðustu helgi en við gerðum í vikunni þar á undan.“ Birgir segir áhrifin helst hafa fahst í því að fólk breytti miðum sínum, en taldi þau áhrif fj ara hratt út. „Bretarnir hafa ver- ið mjög fljótir að jafna sig og ég fæ ekki betur séð en það eigi við flugfarþega til Bretlands líka.“ Rúmlega þrítugur karlmaður var í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðs- bundna fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa haft í vörslu sinni mikið magn fíkni- efria. Ennfremur var kona á þrítugs- aldri dæmd í sex mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að hafa geymt hluta af umræddum fíkniefiium. Mikið magn af fíkniefnum Samkvæmt dómnum hófst máhð í mars 2004 þegar lögreglan í Hafharfirði fékk upplýsingar um að dreifing og sala á fíkniefiium færi fram í húsi í Hafiiar- firðinum. í kjölfarið var farið að fylgj- ast með húsnæði mannsins og fannst í vörslu hans mikið magn af fíkniefhum, aðallega amfetamín, e-töflur og kanna- bis. Maðurinn játaði fyrir dómi að eiga hluta af þeim fíkniefiium sem fundust, en neitaði því staðfastlega að hafa ætlað að selja þau. Ennfremur bar hann því við að kannast ekki við hluta af fíkni- efnunum. Maðurinn var dæmdur fyrir fíkniefiiaeign, en ekki áætlaða sölu. Ásamt fangelsisdómnum var mannin- um gert að greiða málsvamarlaun og sakarkostnað upp á rúma eina milljón króna. Vissi ekki af fíkniefnunum Konunni var hinsvegar gefið að sök að hafa geymt fíkniefni fyrir manninn, nánar tiltekið talsvert magn af kanna- bis, en efnið fannst í tösku við leit lög- reglu í bíl hennar þar sem hún var að koma frá húsi mannsins. Hún neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa vit- að af fikniefnunum. Dómarinn komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að kon- an hafi hlotið að gera sér grein fyrir að fíkniefni voru í töskunni og var niðurstaðan sú að hún hefði brotið af gáleysi gegn ákvæðum fíkniefnalaga. Ásamt fangelsisdómi var konunni gert að greiða ríflega 600 þúsund krónur í sakarkostnað og málsvam- arlaun. n Tveir mánuðir fyrir hrufl Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir eignaspjöll og líkamsárás í Héraðsdómi Reykja- ness. Maðurinn var dæmdur fyrir atvik sem átti sér stað fyrir utan Lyfju við Smáratorg í Kópavogi í júm' í fyrra. Maðurinn kom að versluninni skömmu eftir lokun og hitti þar fyrir starfsmann verslunarinnar sem var á heimleið. Þegar starfsmaðurinn upplýsti ákærða um að búið væri að loka versluninni réðst hann á bíl afgreiðslumannsins og síðan á mann- inn sjálfan. Hlaut afgreiðslumað- urinn af „dálítið hrufl og mar á nef- hrygg, vinstra hné og þumalfmgri" við árásina eins og segir í dómnum. Auk fangelsisdómsins var mannin- um gert að greiða afgreiðslumannin- um rúmar 200.000 krónur í bætur, sem og um 100.000 krónur í sakar- kostnað og málsvarnarlaun. Sex hrefnur hafa veiðst Sjötta hrefnan, af þeim þijátíu og níu sem leyfilegt yerður að veiða í þessari atrennu, veiddist í fyrrinótt. Veiðam- ar, sem stundaðar eru af þremur bát- um, hafa gengið vel frá því þær hófust 4. júlí síðastliðinn samkvæmt upplýs- ingum frá Hafrannsóknarstofnun. Veiðamar em stundaðar allt í kring- um landið, en hafsvæðinu við ísland er skipt í 10 hólf. Hrefhur em taldar í hveiju hólfi fyrir sig og síðan er veiðin í hveiju hólfi höfð í sama hlutfalli raun- vemlegt hlufall á svæðinu. Veiðamar nú munu standa til 20 ágúst, eða þar til búið er að veiða upp í kvótann. ■ Þegar klukkan slær eina mínútu yfir miðnætti í kvöld hefst heimssala á sjöttu bókinni um Harry Potter, Harry Potter and the Half- Blood Prince. Óttar Proppé vörustjóri erlendra bóka í Pennanum Eymundsson stendur hér við brettin sem geyma eintökin 2000 sem komu til landsins. Miðnætursala verður í Pennanum Eymundsson í Austurstræti, bókabúð Máls og menningar Laugavegi og Pennanum Bókval á Akureyri. Bókin mun kosta einhvers staðar á bilinu 2000 - 3000 krónur. Hún er 672 blaðsíöur þannig að lesturinn tekur tímann sinn. * Austurver Opið alla daga ársins til kl. 24 Mán.-fös. kl. 8-24 Helgar og alm. frídaga 10-24 JL-húsið Mán.-fös. kl. 9-21 Helgar 10-21 Kringlan 1. hæð Mán.-mið. kl. 10-18:30, fim. 10-21, fös. 10-19, lau. 10-18, sun. 13-17 Opið lengur ^Lyf&heilsa íslandsdagur á heimssýningu í Japan: á íslandi aukist Þekking Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra opnar í dag „íslandsdaginn" á heimssýningu Éxpó í Japan. Að sögn ráðherrans verður mikið um að vera á sýningunni, tveir barna- kórar syngja auk fjölmargra ann- arra menningar- og skemmtiatriða. Halldór vonar að í kjölfar íslands- dagsins eigi þekking Japana - sem og annarra þjóða - á íslandi eftir að aukast. Þá bindur hann vonir við að þetta leiði til aukins ferðamanna- straums Japana hingað til lands. Mikilvægi tvísköttunarsamn- inga í ferð sinni til Japans hefur Hall- dóri verið tíðrætt um mikilvægi tvísköttunarsamninga milli land- anna og hann hefur ítrekað mál sitt á fundum sínum með Koizumi, forsætisráðherra Japans, og þegar hann hitti japanska þingmenn. í samtali við Blaðið sagði Halldór að slíkur samningur skipti miklu máli fyrir íslensk fyrirtæki með viðskipti í Japan. „Nú þegar eru svona samningar til milli okkar og flestra OECD ríkjanna. Það hefur þó gengió hægt að ná samkomulagi við Japani en nú gildir að ljúka þessu sem fyrst“, sagði Halldór. Hann sagði að með heimsókninni til Japans vænti hann þess að mál- ið komist á skrið og að nú tækist vonandi að koma því í gegn. Islenskt vatn til sölu Halldór sagði að megintilgangur ferðarinnar væri heimssýning- in þótt hægt væri að nýta hana líka til annars. Þá fannst honum skemmtilegt að hitta fulltrúa fyr- irtækis sem er að hefja sölu á ís- lensku vatni í Japan. „Þeir höfðu leitað lengi að vatni til þess að selja og enduðu á því að velja það íslenska." Aðspurður hvort það væri ekki vegna þess að íslenskt vatn væri það besta í heimi sagði ráðherrann, „finnst okkur það ekki öllum." Halldór Ásgrímsson o Heiöskirt 0 Léttskýlaö ^ Skýjaö | Alskýjað /í Rigning, litilsháttar ///', Rlgnlng Súld * Snjúkoma Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Pans Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 23 28 28 23 30 23 26 25 24 35 31 20 24 26 22 30 24 9 27 25 18 16 Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 12.00 Veðursíminn 1020600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.