blaðið

Ulloq

blaðið - 15.07.2005, Qupperneq 4

blaðið - 15.07.2005, Qupperneq 4
ávinningnr! ávinningur! ávinningur! ávinningur! ávinningur! ávinningur! ávinningur! Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins Magnús Bjöm Ólafsson, sem stundar nám í stjómmálafræði og heimspeki við Háskóla íslands hefur verið ráðinn ritstjóri Stúdentablaðsins. Magnús var valinn úr hópi sjö umsækjenda, en að sögn Elíasar J. Guðjónssonar, foimanns Stúdentaráðs HÍ var leitað eftir einstak- lingi sem hefði tengsl við háskólalífið, og gæti einnig skrifað og ritstýrt fólki. I samtali við Blaðið sagðist Magn- ús ánægður með að fá að takast á við verkefhið., ,Það verða miklar breyting- ar frá fyrri árum enda hef ég ákveðnar hugmyndir um blaðið. Ég er ótrúlega ánægður með fólkið sem kemur til með að vinna að útlitslegu hliðinni sem verður einstök. Ég hef ákveðna ritstjómarstefnu í huga en endanlegt val ritstjómar liggur fyrir í byrjun ág- úst“ segir Magnús og tekur fram að stúdentar allra deilda H.í. séu hvattir til að sækja um ritsfjómarsæti. „Því fleiri raddir sem koma fram því betra - fólk á ekki að vera hrætt við að segja frá skoðunum sínmn og hugðarefnum í Stúdentablaðinu" innlent íslenskur hugbúnaður Flutt út fyrir um 3,9 milljarða í fyrra íslensk fyrirtæki fluttu út hugbúnað fyr- ir rúmlega 3,9 milljarða króna á síðasta ári og jókst útflutningurinn um rúmar 520 milljónir króna frá fyrra ári. Aukn- ingin nemur þannig tæpum 16%. Þetta kemur fram í tölum sem Seðlabanki ís- lands sendi frá sér í gær og byggja um- ræddar tölur á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal útflytjenda hugbún- aðar á íslandi. Rúmlega 50% aukning á fjórum árum Viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengd honum hafa vaxið hratt á und- anfómum árum. Þannig hefúr útflutn- ingur hugbúnaðar aukist úr 31 millj- ón króna árið 1990 í áðumefnda 3,9 milljarða í fyrra. Frá árinu 2000 hefur útflutningurinn hinsvegar aukist um tæplega 1,4 mifljarða króna, eða um tæp 53%. Mest er flutt út af hugbúnaði tíf Evrópu og hefur svo verið árum sam- an. Einhver breyting virðist þó ætla að verða þar á því milli áranna 2004 og 2003 dróst útflutningur til Evrópu sam- an um tæpar 317 milljónir á meðan út- flutningur tíl Bandaríkjanna jókst um tæpar 500 milljónir króna. Færri og stærri Af fyrirtækjum í könnuninni náðu 9 fyrirtæki að flytja út hugbúnað og tölvu- þjónustu fyrir meira en 100 milljónir lo-óna, en árið 2003 vom þessi fyrirtæki 11. Fyrirtækin 9 stóðu undir um 58% alls útflutnings. Flest fyrirtækin í könn- un Seðlabankans, eða tæp 43% vom með útflutningstekjur undir 20 milljónum. EVE online selst grimmt Seðlabankinn gefur ekki upp hvaða fyr- irtæki em stærst samkvæmt könnun- inni, en fyrir liggur að CCP, sem fram- leiðir leiMnn EVE online er einn af allra stærstu útflytjendum hugbúnaðar á ís- landi um þessar mundir. Að sögn Hilm- ars V. Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP námu útflutningstekjur fyrirtækisins rúmum 570 milljónum króna, þrefaldur pottur lotto.ls Tölvuleikurinn Eve online seldist fyrir rúmar 570 milljónir króna í fyrra. Rúmlega 60.000 áskrifendur eru að leiknum um þessar mundir. e n það er um 15% af öllum hugbúnaðarút- flutningi íslenskra fyrirtækja í fyrra. Hflm- ar segir að árið í ár verði ennþá betra, og stefnt sé á að komast upp fyrir 800 milljóna króna markið á þessu ári. föstudagur, 15. júlí 2005 I blaðið Líkið í Suður-Afríku: Skotsár var banameinið Komið hefur í ljós að banamein Gísla Þorkelssonar var skot í höfuðið. Þetta er niðurstaða krufningar sem fram fór í gær. Gísli var 54 ára og hafði búið í Suður-Afríku í ellefu ár þegar hann var myrtur af konu og manni. Konan hefur gengist við glæpnum en karlmaðurinn neitar. Mál þeirra verður tekið upp að nýju 22. ágúst í Suður-Afríku en ákæran er í fjórum liðum. Lík Gísla verður flutt hingað til lands til greftrunar en það fannst fyrr í vikunni steypt ofan í rusla- tunnu. ■ Cessna152 Óhapp við lendingu Flugmann sakaði ekki þegar væng- endi Cessnu 152 flugvélar rakst í flugbrautina á flugvellinum á Flúð- um í gærmorgun. Flugvélin endaði utan flugbrautar en eftir því sem Flugmálastjórn kemst næst urðu ekki miklar skemmdir á vélinni. Flugvellinum var lokað meðan á vettvangsrannsókn fór fram en Rann- sóknarnefnd flugslysa hefur tekið málið í sínar hendur. Konan sem flaug var ein um borð. Kærkomin v heimilishiálp Hæsta einkunn Þvottahæfni = A Spameytni = A Stillanleg hæfi á efri körf u Þretöld lekavöm Engm lekanætta OP I 1/2 hlaAsla Hægtaöþvoíefii eða neðri körfu elngöngu Sýnir þvottakerfi, hvar vélin er stodd I kerfinu o.m.fl. Uppþvottavélar - 2 gerðir Gerð IDW-128 alinnbyggð. Kr. 74.860 Gerð LS-12 hvít. Kr. 59.900 Taka 12 manna borðbúnað 8 kerfi, m.a. spar- og hraðkerfi 3 hitastig (40-60-70° C) 1/2 hleðsla (neðri og efri karfa) Stafrænar stillingar (electronic) Upplýsingaskjár sýnir þvottaferli o.m.fl. Þreföld lekavöm (Total aquastop) Fyrirframstilling (Delay timer) Hljóðmerki við lok kerfis ««. “ Hæðarstillanlegar körfur ’w Stálinnrabyrði og -sía » » Orkunýtni A (1,05 kwh pr. meðalþvott) w Þvottahæfni A Hljóðlátar, aðeins 37 db (A) Mánudaga-föstudagakl. 9-18 Lokað á laugardögum í sumar Friform Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Fjölmargir komu saman í gær á ár- legri sumarhátíð Vinnuskóla Reykja- víkur. Hátíðin er haldin tfl þess að nemendur skólans fái að hvíla sig en krakkamir hafa unnið hörðum hönd- um við að fegra borgina í sumar. Eins og sjá má lék veðrið við gesti en fjöl- brejdt dagskrá var soðin saman til þess að allir skemmtu sér sem best. Unglingahljómsveitir léku listir sínar á sviði meðan keppni fór fram í hinum ýmsu greinum. Þar ber að nefna frjálsar íþróttir, fót- og körfu- bolta, botsía, hjólastólarallý, hjól- böruhlaup, kappát og reiptog svo fátt eitt sé nefnt. I hádeginu komu svo Idolstjörnurnar Hildur Vala og Davíð Smári og sungu fyrir krakkana sem fylgdust spenntir með. Framleiða umbúðir fyrir Mjólkursamlag Færeyinga fslenskt fyrirtæki, Reykjalundur - plastiðnaður ehf. hefur gert samn- ing við Mjólkursamlag Færeyinga (MBM) sem felur í sér að íslenska fyrirtækið framleiðir allar plast- umbúðir fyrir MBM. Framleiðsla fyrstu umbúðanna, sem eru fyrir drykkjarjógúrt, hófst fyrr í þssari viku og munu þær koma á markað í Færeyjum innan tíðar. í tilkynn- ingu fró Reykjalundi - plastiðnaði segir að samningurinn marki ákveð- in tímamót í starfsemi fyrirtækisins því með honum hafi fyrirtækið tekið sín fyrstu skref í útflutningi á fram- leiðslu sinni til erlendra aðila, Þar kemur ennfremur fram að viðræður standa nú yfir við fleiri erlenda aðila um framleiðslu á umbúðum. Sumarhús stettarfélaga fullnýtt yfir sumartímann Gríðarlega góð nýting er á sumarhús- um stéttarfélaganna um þessar mund- ir og er nýtingin nánast 100%. Mun færri fá sumarhús hjá stéttarfélaginu sínu en sækja um. Nýting sumarhúsa hefur ennfremur batnað til muna yf- ir vetrartímann að undanförnu og er það rakið til betri samgangna sem og þeirrar staðreyndar að sífellt fleiri sumarhús eru með heita potta, sem þykja nauðsynlegir í sumarhúsaferð- inni yfir vetrartímann. Sífellt styttra tímabil Að sögn Laufeyjar Eydal hjá Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur barst orlofssjóði félagsins alls um 1500 umsóknir þetta árið. Um fleira er að ræða heldur en bara umsóknir um sumarhús hér á landi, því félagið býður ennfremur upp á hús erlend- is, sem og leigu á tjaldvögnum fyrir félagsmenn. Hægt var að uppfylla óskir um 900 þeirra sem sótti um, en hafna þurfti um 600. Hlutfallið hjá Eflingu stéttarfélagi er að sögn Huldu Hafsteinsdóttur svipað, en þangað bárust milli 800 og 900 um- sóknir um sumarhús, og af þeim var um 500 umsóknum svarað jákvætt. Nýtingin á sumarhúsum stéttarfé- laganna er gríðarlega góð, en bæði Laufey og Hulda staðfesta að sá tími sem mest sé sótt í hafi styst verulega undanfarin ár. Ástæðan sé aðallega lenging grunnskólans undanfarin ár, en fólk vilji skiljanlega helst komast í sumarhús meðan börnin eru í sumar- fríi frá skólanum. Sótt í sólarstrandir þegar rignir í Reykjavík Að sögn Laufeyjar hjá VR hefur mjög mikið verið að gera hjá félaginu að undanfórnu við að svara fyrirspurn- um um hvort hús félagsins á Spáni séu laus. Greinilegt sé að slæm veðr- átta á suðurlandi að undanförnu hefur orðið til þess að fleiri hafa horft vonaraugum til sólríkari landa og kanni í framhaldi hvað í boði sé. Þrátt fyrir veðurfarið er lítið afbókað af sumarhúsum hér á landi. „F ólk er ekki að hætta við þrátt fyr- ir veðrið. Manni sýnist að ef fólk er búið að panta bústað á annað borð þá eyði það bara tímanum við kertaljós og spil í rigningunni“ segir Laufey.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.