blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 blaðiö Skattsvikalandið ísland Skattsvikum fjölgar og málin verða flóknari Dómum í skattsvikamálum á íslandi hefur fjölgað gífurlega á undanförnum árum samkvæmt árs- skýrslu Ríkislögreglustjóra, frá því að vera um eitt mál á ári í að vera milli tuttugu og þrjátíu mál. „Við höfum á undanförnum árum verið með miklu stærri mál til með- ferðar en áður,“ segir Skúli Eggert Þórðarson Skattrannsóknarstjóri. Síðastliðinn sex ár voru gefnar út ákærur í samtals 176 málum og hef- ur dómur fallið í 155 þeirra. Þetta gefur þó ekki mjög skýra mynd af heildarfjölda mála sem tekin eru fyrir af Skattrannsóknarstjóra en nú eru um þrjú til fjögur hundruð mál til rannsóknar hjá embættinu Fæst mál verða opinber „Alvarlegri málin eru kærð til lögreglu meðan þau sem varða lægri fjárhæðum eða ná yfir styttri tímabil er lokið með stjórnsýslu- ákvörðun," segir Skúli Eggert. Stjórnsýsluákvörðun felur í sér að Yfirskattanefnd sér um meðferð mála og sektar í þeim. „Langflest- ir þiggja þessa meðferð þar sem þau mál verða ekki opinber þrátt fyrir að sektir séu oft svipaðar upphæðum og í dómsmálunum.“ Nýjar skattsvikaleiðir Skúli Eggert segir að tíðni skatt- svika hérlendis sé svipuð og í ná- Tveir mótmælendur hlekkjuðu sig við stóra malarflutningabíl, svokallaða Búkollu sandiir . jydingarefni Kárahnjúkavirkjun Hlekkjuðu sig við vinnu- vélar í mótmælaskyni Átján manna hópur erlendra mótmælenda fór inn á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar um hádegisbil í gær, hlekkaði sig við vinnutæki og stöðvaði umferð. Um var að ræða hóp einstaklinga sem um þessar mundir dvelur í alþjóðlegum vinkœlar mótmælabúðum við Kárahnjúka. Flestir úr hópnum eru englendingar, en fólk af fleiri þjóðernum tók þátt, svo sem frá Póllandi og Bandaríkjunum. HELLU5TEVPA JVJ VAGNHÖFÐA 17 SÍMI 587 2222 Verð 25.000 kr. jjr IISESéI ÍS-hÚSÍð 566 6000 Hlekkjuðu sig við bíla Að sögn Hrannar Hjálmarsdóttur, kynningarfulltrúa Landsvirkjunar, hlekkjuðu tveir mótmælendur sig við svokallaða Búkollu og aðrir tveir við pallbíl á aðal gatnamótunum á vinnusvæði virkjunarinnar. Þar voru þeir hlekkjaðir í tvo til þrjá klukkutíma, eða þar til lögregla mætti á svæðið. Hún segir að allt hafi farið friðsamlega fram, mótmælendur hafi einfaldlega losað sig þegar lögregla fór fram á það, og í kjölfarið hafi hópurinn verið færður af svæðinu. Vinna hafi þó raskast nokkuð þann tíma sem mótmælin fóru fram. Dvelja nú í tjaldbúðunum Að sögna Helga Jenssonar, fulltrúa Sýslumannsins á Seyðisfirði yfirheyrði lögreglan í gær alla þá sem tóku þátt í mótmælunum, en þeim var síðan leyft að fara aftur í tjaldbúðirnar. Framhald málsins ræðst síðan nokkuð af því hvort verktakinn á svæðinu, þ.e. Impregilo ákveður að kæra mótmælendur eða ekki. Það mun væntanlega skýrast næstu daga. Fram kemur á heimasíðunni savingiceland.org að tímasetning aðgerðirnar í gær hafi verið vegna þess að þennan dag hafi íslensk stjórnvöld og Alcoa skrifað undir samning um byggingu álvers í Reyðarfirði. g grannalöndunum. „Það erýmislegt sem bendir til þess að dregið hafi úr hefðbundnum skattsvikum en hins vegar hafi bæst við nýjar skatt- svikaleiðir sem felast í flutningi fjármagns til útlandaÞá komi til alls konar þvottur á uppsöfnuðum söluhagnaði m.a. það sem kallað hefur verið „transfer-pricing", það að flytja ágóða á milli félaga í eigu sömu aðila. Skúli Eggert segir að leynd sé lykilatriði í málum sem slíkum. „Ef menn hafa það að markmiði að setja upp slíka keðju og leýna skattayfirvöldum t.d. eignarhaldi þá telst það til skattsvika. Hins vegar geta verið í gangi aðrar ráðstafanir - þar sem engin leynd hvílir yfir - og eru fullkomlega löglegar.“ Aðspurður vill Skúli ekki fullyrða hvort fleiri stingi undan skatti en áður. „Það kann vel að vera að það sé fjölgun á sumum sviðum en að sama skapi er fækkun á öðrum sviðum." Þá segir Skúli Eggert ekki hægt að neita því að flókin eignatengsl geri bæði rannsóknir erfiðari og undir sumum kringumstæðum gefi þau tilefni til frekari athugunar. ^ Innimálning Gljástig 3,7,20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. ^ Gæða málning á frábæru verði r Útimálning / Viðarvörn ■/ Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning / Gluggamálning VÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 517 1500 (3) Heiðskírt 0 Léttskýjað ^Skýjað (Alskýjað /' Rigning, lítllsháttar ý/ý Rlgning ’ ’ Súld tjt'Í' Snjókoma X 7 ífí Slydda Snjóél Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Paris Stokkhóimur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 19 27 19 22 23 16 22 17 22 35 30 21 26 26 19 24 19 11 24 28 19 15 w12 15° 12°1 0 13° 14° •\> ir® b Veðurhorfur í dag Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýslngum frá Veðuratofu Islands ^11' m <S 12 12oW Á morgun 15°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.