blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 blaðið 25.000 óbreyttir borgarar látnir Nýútkomin skýrsla yfir dauðsföll vegna stríðsins í írak: Hátt í 25.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í blóðugum bardög- um í írak síðan Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í land- ið í marsmánuði 2003. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af há- skólamönnum og friðarsinnum og byggð áyfir 10.000 fjölmiðlafrásögn- um úr stríðinu. Að meðaltali láta skýrslunnar. I skýrslunni kom fram að Bandaríkjaher ber ábyrgð á 37% hinna 25.000 dauðsfalla en uppreisn- armenn 9%. Þó ber að athuga að flest dauðsföll af völdum innrásarmanna áttu sér stað í upphafi innrásarinn- ar en um þessar mundir valda upp- reisnarmenn flestum dauðsföllum allra. Árásir og ódæðisverk uppreisn- Irakskur lögreglumaður virðir fyrir sér lík í bifreið eftir skotárás sem banaði þremur mönnum f Bagdad í gær. Mennirnir, sem voru súnní-múslimar, voru meðlimir f nefnd sem vinnur að nýrri stjórnarskrá í (raks. því 34 óbreyttir borgarar lífið á degi hverjum í Irak af völdum stríðsins. Innrásarherinn hefur myrt flesta ,Hinn sívaxandi fjöldi látinna í Irak er kostnaður sem augljóslega gleymd- ist að reikna með þegar ákveðið var að fara í stríð í Irak“, sagði John Sloboda, prófessor, einn höfunda armanna hafa enda færst verulega í aukana síðustu misseri. Ofbeldis- glæpir, sem tengjast stríðinu á óbein- an hátt, hafa heimt líf 36% þeirra sem látnir eru og er þar um að ræða morð sem tengjast t.d. glæpahópum eða mannránum. Fimmtungur þeirra sem létust voru konur og börn og nær helming- ur dauðsfallanna átti sér stað í höf- uðborginni Bagdad. Til viðbótar við hina látnu hafa minnst 42.500 borg- arar særst, margir hverjir alvarlega og liggja sumir eftir aflimaðir eða afskræmdir eftir hrylling stríðsins. Þá hafa yfir 1.700 bandarískir her- menn látið lífið og vel á annað þús- und írakskir lögreglu- og hermenn hafa verið myrtir síðan öryggissveit- ir þeirra voru settar á stofn seint á árinu 2003. Vilja samtök sem halda utan um dauðsföll Iraq Body Count, bresk samtök sem komu að skýrslunni, vilja setja á stofn óháða nefnd sem hefði það hlutverk að skrásetja öll dauðsföll og hvernig dauða hverrar manneskju hefði borið að. Mannréttindasamtök segja Breta og Bandaríkjamenn hafa klúðrað þeirri skyldu sinni að halda tölu og upplýsingum um látna. „Það hlýtur að vera grafalvarlegt áhyggju- efni að nærri tveimur og hálfu ári eftir að stríðið hófst, hafa hvorki bandaríska né breska stjórnin kerf- isbundið reynt að mæla hvaða áhrif aðgerðir þeirra hafa haft þegar litið er til fjölda þeirra óbreyttu borgara sem látið hafa lífið,“ sagði Slobodan. Stjórnvöld ríkjanna hafa hins vegar borið því við að sú upplausn sem rík- ir í hinu stríðshrjáða landi hafi gert þeim ómögulegt að halda utan um slíkar upplýsingar. ■ bjornbragi@vbl. is Múrsteins-Lára lögð til hvílu Enn hefur engin verið dreginn til ábyrgðar á pyntingum og morði á ungabarni. Lík stúlkubarns, sem fannst steypt inn í stærðar múrstein árið 2002, verður lagt til hvílu á næstu dögum. Barnið er sagt hafa verið steypt í múrsteininn fyrir um 15 árum síð- an og hefur líkskoðari staðfest að um morð var að ræða. Stúlkan mun hafa verið á bilinu 4-6 mánaða göm- ul þegar hún var myrt. Líkið fannst þegar múrsteinninn var brotinn upp í bílskúr í Cumbria á Englandi árið 2002. Eftir rann- sóknir líkskoðara kom í ljós að lík- ami stúlkunnar, sem hefur verið nefnd Lára af lögreglumönnum, var afar illa leikinn og hún beinbrotin. Hafði hún, samkvæmt niðurstöðum rannsókna líkskoðra, verið lamin og misnotuð kynferðislega áður en hún var steypt lifandi í steininn. „Þessi unga stúlka þjáðist gífurlega á með- an hún lifði", var haft eftir Andy Carter rannsóknarlögreglumanni og sagði hann lögregluna hafa helg- að sig málinu. „Þetta barn er orðið okkar barn. Barn lögregluliðsins í Cumbria," sagði Carter ennfremur. Fjölskylda tengd við barnið Lögreglumenn sem rannsökuðu málið fundu á sínum tíma DNA- sýni sem tengdi barnið við konu að nafni Anne Chadwick og fyrrum eig- inmann hennar. Bjuggu þau innan við 100 metra frá staðnum sem múr- steinninn fannst á. Voru þau hand- tekin eftir að rannsóknir sýndu að Chadwick gæti verið annað hvort móðir eða systir barnsins, en þeim var sleppt skömmu síðar eftir yfir- heyrslur. Rannsóknir gáfu þá sterk- lega til kynna að barnið gæti verið dóttir foreldra Chadwicks en þau er nú bæði látin. Andy Carter sagði að þó að hann hefði yfirmáta trú á DNA-sönnunargögnunum væri ekki þar með sagt að Chadwick-fjöl- skyldan hefði átt barnið eða valdið dauða þess. Múrsteins-Lára verður grafin sem „ónafngreint kvenkyns unga- barn“ en Carter sagði að rannsóknin á dauða hennar myndi halda áfram. „Rannsókn á borð við þessa tekur aldrei enda. Við þurfum að undir- búa okkur fyrir tæknibyltingar á sviði réttarrannsókna og tryggja að við séum í aðstöðu til að nýta okkur þær í þessu máli í framtíðinni", var haft eftir honum. ■ \ Handklæðaofnar Verð frá 13.900,- Afrýjun morðingja lögreglumanns hafnað Kamel Bourgass. Dómstóll í Bretlandi hafnaði í gær áfrýjun Kamel Bourgass, 31 árs gamals Alsírbúa, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sérsveitarlögreglumann. Morðið átti sér stað þegar sérsveitarmenn gerðu áhlaup á efnavopnarannsókn- arstofu í Manchester þar sem Bourg- ass og menn hans höfðust við. Stakk Bourgass þá fjóra lögreglumenn með eldhúshníf með þeim afleiðing- um að einn þeirra lét lífið. Þá var Bourgass einnig dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að eiga aðild að áætl- anagerð um efnavopnaárás, sem þó var aldrei framin. Bourgass var einn fimm manna sem sakfelldir voru um að hafa haft uppi fýrirætlanir um að dreifa rí- síni og öðrum eiturefnum á götum Lundúna. Lögfræðingar Bourgass áfrýjuðu lífstíðardómnum á þeim forsendum að kviðdómurinn hafi verið mengaður af fordómum vegna ásakana um eiturefnaárás sem hafi ekki átt við rök að styðjast. Bourg- ass, sem talinn er tengjast al-Qaeda samtökunum, hafði sótt um pólit- ískt hæli í Bretlandi fyrir nokkrum árum en ekki fengið. ■ HP' Sa!!??S ta aft.Fáa"'«u' "*6 W Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Zardad fékk 20 ára dóm Afganski stríðsherrann, Faraydi Zardad, var í gær dæmdur til 20 ára fangelsisvist- ar fyrir breskum dómstólum. Zardad er ábyrgur fyrir afar hrottafengnum pyntingum og mannránum sem áttu sér stað á árunum 1991-1996. Eins og fram kom í Blaðinu í gær er þetta sögulegur dómur þar sem hér er á ferðinni fyrsti dómurinn í Bretlandi yfir erlendum manni sem framdi glæpi sína á erlendri grundu. Öskrar nakinn á tré 43 ára gamall Þjóðverji, Dieter Braun, segir að hjónabandsráð- gjafi hafi bjargað hjónabandi sínu með ráði sem hann gaf honum. Sagði ráðgjafinn hon- um, eftir að Braun leitaði til hans vegna erfiðleika í hjóna- bandinu, að fara reglulega út í skóg, afklæðast og öskra á tré til þess að róa taugarnar. Braun segir þetta vera afar streitulosandi og segir þetta hafa fengið hann til að hætta að rífast og öskra á konuna sína. „Ef ég myndi ekki fara út í skóg og öskra á trén væri hjónabandi mínu lokið“, sagði Braun. „Það róar mig ótrúlega mikið að finna goluna leika um nakið hörund mitt.“ Braun greindi frá þessu eftir að lögregla handtók hann fyrir nekt og ólæti á almannafæri. Unglingsstúlka í banaslysi á stolnum bíl 13 ára gömul dönsk stúlka lét lífið þegar hún ók bíl, sem hún hafði stolið, á vörubíl. Bílnum stal hún frá unglingaheimili sem hún dvaldi á. Lögreglan tel- ur að stúlkan hafi sofnað undir stýri en hún mun hafa ekið yfir á rangan vegarhelming áður en hún skall á vörubílnum. I vörubílnum voru tveir menn sem hlutu minniháttar áverka en ökumaðurinn ungi lést samstundis og var bíllinn sem hún ók, gerónýtur eftir slysið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.