blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 4
4 I INWLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 blaöið
ÚTILÍF
Gönguskór
- mikið úrval
Heimsfundur
í Reykjavik
Fyrsti heimsfundur menningar-
ráðherra úr röðum kvenna verður
haldinn í Reykjavík í ágúst en til
fundarins er boðað í tilefni þess að
Vígdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti átti 75 ára afmæli í apríl.
Að fundinum standa íslensk
stjórnvöld í samstarfi við Heimsráð
kvenleiðtoga (Council of Women
World Leaders) en Vigdís var einn
af stofnendum og fyrsti formaður
ráðsins. Markmið fundarins er að
skapa vettvang þar sem ráðherrarnir
og alþjóðlegir gestir ræða áskoranir
heima fyrir og á alþjóðavettvangi.
Á fundinn koma kvenráðherrar
og sérfræðingar hvaðanæva úr
heiminum. Því gefst tækifæri til að
kynna sér sjónarmið þeirra og heyra
hverju þær hafa fengið áorkað. ■
Lögreglan í
skýjunum
Meindl Island
Tilboðsverð
19.990kr
Verð áður 22.990 kr.
Grænlandsfálki í
Húsdýragarðinum
Þessi tignarlegi grænlandsfálki
er nú til húsa í Húsdýragarðinum,
nánar tiltekið í búri við smádýra-
húsið. Fálkinn, sem er ungt kvendýr,
fannst grútarblautur á Snæfellsnesi
þann 13. júní síðastliðinn. Honum
hefur nú verið þvegið tvisvar sinn-
um en þegar öllum grútnum hefur
verið náð af verður fuglinum sleppt.
Grænlandsfálki er hvítt afbrigði ís-
lenska fálkans en eftir því sem þessi
tegund verður eldri, því hvítari
verða þeir. Fálkar hafa verið alfrið-
aðir á Islandi frá árinu 1940.
Á heimasíðu Húsdýragarðsins
segir að íslandsfálkinn hafi áður
fyrr verið mjög eftirsóttur veiðifugl.
Danakonungur tók sér einkarétt á
þessum ránfugli og lét handsama
fyrir sig. Mestu verðmætin voru í al-
hvítu afbrigði íslenska fálkans sem
hélt sig þó aðallega á Grænlandi
og kallast grænlensk deilitegund.
Fálkar voru ákaflega vinsælir með-
al aðalsstéttarinnar fyrr á tímum
þar sem fálkaveiðar voru útbreidd
heldrimannaíþrótt á miðöldum.
Fálkaveiðar þýða í raun að fálkinn
var látinn veiða aðra fugla líkt og
hegra sem dæmi. Vel taminn fálki
var því gulls ígildi. ■
Lögreglan á Hvolsvelli fór í hálend-
iseftirlit í samvinnu við Landhelgis-
gæsluna á dögunum. Fararskjótinn
var þyrla gæslunnar, TF-SIF, en flog-
ið var yfir helstu ferðamannastaði
á Suðurlandshálendinu, svo sem
Þórsmörk, Landmannalaugar og
Veiðivötn. Sérstaklega var hugað að
umferðinni á svæðinu, ástandi öku-
tækja sem og utanvegaakstri. Ferð-
in var hluti af samvinnuverkefni lög-
reglunnar og gæslunnar, en gert er
ráð fyrir að fleiri slíkar ferðir verði
farnar á næstunni. Ferðamenn um
hálendi íslands mega því eiga von
á að hitta lögregluna á ferð sinni
hvenær sem er, bæði akandi og fljúg-
andi. ■
Fjórar og hálf milljón frá
Heimsforeldrum á mánuði
Fjármunir sem vel er varið
Að sögn Stefáns fara framlög
heimsforeldra í fjölbreytt verkefni
víða um heim.
„Fjármunirnir fara einfaldlega
þangað sem þörfin er mest. Meðal
verkefna sem við styrkjum miða
að því að vernda börn gegn
ofbeldi, stríði og vinnuþrælkun.
Bólusetningar fyrir börn eru líka
mikilsvægar og ýmislegt sem tengist
grunn heilsugæslu. Ennfremur er
Yfir 1000 nýjir heimsforeldrar hafa
bæst í hópinn hjá UNICEF á íslandi
frá því að samtökin tóku höndum
saman við Sirkus á dögunum um
átak í tengslum við útsendingu
Live 8 tónleikanna. Yfir 4.700
heimsforeldrar eru á landinu í dag,
UNICEF styrkir menntaverkefni vföa um
heim meðframlögum heimsforeldra
þessa hræðilega sjúkdóms. Allavega
liggur fyrir að þessum fjármunum
er alltaf vel varið,“ segir Stefán. ■
en aðeins eru fjórtán mánuðir síðan
UNICEF hóf þetta verkefni hér á
landi.
„Viðtökurnar við verkefninu hafa
verið vonum framar frá upphafi,"
segir Stefán
Ingi Stefánsson,
framkvæmdastj óri
UNICEF á
íslandi. „Ég vil þó
sérstaklega benda
á að alitaf er hægt
að skrá sig, til
dæmis á heimasíðu
okkar.“
Gera má ráð fyrir að meðal
framlag heimsforeldis hér á landi
sé um 1.000 krónur. Það þýðir að
heimsforeldrarnir eru að greiða
samtals rúma fjóra og hálfa milljón
á mánuði.
reynt að tryggja grunnþarfir eins
og aðgang að vatni og í framhaldi
kennslu um hreinlæti. Að lokum
er rétt að taka fram að sífellt fleiri
verkefni snúa að því að takast á við
HIV vandann í Afríku. Það er til
dæmis ógnvænlegur fjöldi barna
sem eru að missa foreldra sína vegna
SMÁRAUND SlMI 545 1550 O GUíSIBÆ SlMI 545 1500 O KRINGLUNNI SlMI 545 1580
Erlendir
ökumenn
- gætið ykkar
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
hefur látið útbúa veggspjald
á sex tungumálum með það
að markmiði að vekja erlenda
ferðamenn til umhugsunar
um hættuna á íslenskum
vegum. Um þessar mundir er
háannatími í ferðaþjónustu hér
á landi og til landsins koma
fjölmargir erlendir ferðamenn
til að njóta lands og þjóðar.
Undanfarinn ár hefur því
miður nokkuð borið á því að
erlendir ferðamenn, sem ekki
þekkja til íslenskra aðstæðna,
hafa lent í óhöppum og slysum
á þjóðvegum landsins, og er
markmið átaksins að fækka
þessum slysum. Veggspjaldið
hefur verið sent til þeirra aðila
sem standa að ferðaþjónustu
hér á landi, þar á meðal bílaleig-
ur og upplýsingamiðstöðvar.
Veiðimenn um land allt bíða nú
spenntir eftir ákvörðun umhverfis-
ráðherra um rjúpnaveiðar
Rjúpnaveiðar
Ákvörðunar
að vænta á
næstunni
Fjölmargir veiðimenn bíða
nú spenntir eftir ákvörðun
umhverfisráðerra um hvort
rjúpnaveiðar verða leyfðar
nú í haust, og þá með hvaða
hætti. I samtali við Blaðið
í gær vildi Sigríður Anna
Þórðardóttir, umhverfisráð-
herra, lítið tjá sig um málið.
„Ég hef áður sagt að ef
ekkert óvænt kæmi uppá
yrðu veiðar leyfðar í haust.
Ákvörðunar um málið er hins-
vegar að vænta á næstunni".
Aðilar sem Blaðið ræddi við
um málið í gær eru sammála
um að rjúpnastofninn sé sterk-
ur um þessar mundir og því
verði veiðar að öllum líkindum
leyfðar. Þó er gert ráð fýrir
að veiðitíminn verði styttur á
einn eða annan hátt, sem og
að nánast öruggt sé að sölu-
bann á rjúpur verði settar á.
510-3744
510-3799
HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690 ."Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði
..,
mí wm
V'""l
30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITAB0RÐINU
p
Sóltún 3 Bæjarlind 14-16
S 562 9060 S 564 6111
'fcl