blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 10
10 I VIÐTAL
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 bla6Í6
Hamingjusöm Birgitta
- söngkonan geðþekka fjallar um tónlistina, lífið og frægðina
,Ég er bara rosalega bjartsýn og jákvæð
að eðlisfari," segir söngkonan Birgitta
Haukdal aðspurð um útgeislun sína,
brosmildi og gleði sem hún hefur
jafnan verið þekkt fyrir. Hún segir
persónuleika sinn hafa mótast mikið í
kjölfar bróðurmissis í æsku og hugarfar
hennar til lífsins hafi breyst allverulega.
,Ég held að fólk læri að meta lífið þegar
það lendir í mótlæti og maður fer að
þakka meira fyrir það sem maður hefur.
Auðvitað segja margir að það geti ekki
verið að maður sé svona og stundum
finnst mér ég vera að segja rosa „klisju“,
en svona er ég bara og skammast mín
ekkert fyrir það.“
Hefur sloppið ágætlega við
leiðindi tengd bransanum
Birgittu þarf vart að kynna, en hún
hefur lengi vel verið á toppnum yfir þá
Islendinga sem hvað þekktastir hafa
verið og notið mikilla vinsælda fyrir
störf sín. Með hljómsveitinni Irafár
byrjaði hún að syngja sig inn f hug og
hjörtu landsmanna en síðan tóku við
leikhlutverk og fleiri verkefni hjá henni
sjálffi, en allt hefúr þetta gert það að
verkum að Birgittu þekkja allir. Hún
segist ekki fá leið á frægðinni, þó svo
að stundum komi tímar þar sem hún
vilji draga sig í hlé. „Ég hef vanist þvf
að vera þekkt andlit. Auk þess kemur
þetta í bylgjum, stundum koma dagar
þar sem alhr horfa á mann meðan ég
fell svo inn í hópinn aðra daga. Það er
bara eins og gengur. Annars finnst mér
voðalega notalegt þegar fólk heilsar
mér úti á götu, ég heilsa bara á móti og
brosi. Sumir heilsa manni í Kringlunni
og segja svo „Guð, fyrirgefðu - ég
hélt ég þekkti þig, hef bara svo oft séð
þig!“ en mér finnst það bara voða sætt
og tek því vel,“ segir hún, en tekur
fram að auðvitað geti tekið á að heyra
kjaftasögur um sjáfa sig eins og jafnan
gerist hjá fólki sem er áberandi.
„Ég held nú reyndar að ég hafi verið
ffekar heppin með það miðað við marga
þó svo ég sleppi auðvitað alls ekki.
Kjaftasögumar koma líka í hollum og
maður bara vinnur með það. Auðvitað
halda lfka ekkert allir upp á Birgittu
Haukdal, margir „ffla“ ekki tónlistina
mína né mig sjálfa, en það er líka mjög
eðlilegt - ég hef aldrei ætlað mér að ná
til allra, enda er það eflaust ekki hægt.
Minn markhópur er ákveðinn og ég
þarf alls ekki aÚa flóruna. En eins og ég
segi hef ég sloppið vel við leiðindi," segir
Birgitta og lemur hlæjandi í borðið:
1«
,7-9-13!
Eins og flestir gera sér eflaust grein
fyrir getur mikið álag fyigt því að vera
,stórt númer“ á Islandi, í litlu samfélagi
þar sem allir þekkja alla. Blaðamaður
veltir vöngum yfir því hvort að streita
og heilsuleysi geri ekki vart við sig
endmm og eins. „Þetta er nú voðalega
misjafnL f þessum bransa er allt upp
og niður - stundum er allt að gerast
í einu og þá auðvitað getur maður
orðið þreyttur. Ég neita því t.d. ekki
að þegar ég var í Eurovision, Grease
og Irafári þurfti ég virkilega að passa
mig vel svo að ég hreinlega gæti haldið
geðheilsunni. Það var mjög erfitt. En á
slíkum tímum þarf maður bara að fara
í slökun og gefa sjálfum sér tíma þegar
hægter.“
Ný plata í vændum frá (rafár
„írafár var í smá fríi, en sumarið
höfúm við notað f að leggja drög að
næstu plötu. Við erum svo að fara til
Danmerkur í ágúst þar sem við ætlum
að taka plötuna upp, en upptökur á
þeirri síðustu gekk mjög vel þegar við
fórum til Orlando. Hópurinn þjappast
betur saman og stemningin verður
meiri en ella með þessu móti,“ segir
Birgitta, og bætir við að f haust taki
svo við sveitaböflin og tónleikaferðir
um landið. Hún segir nauðsynlegt að
taka frf endrum og sinnum, annars
fái fólk einfaldlega leið á henni og
hljómsveitinni. Þetta sé allt meðvitað
gert svo að írafár lifi sem lengst.
Birgitta er einnig að leika í
Ávaxtakörfúnni, syngja í brúðkaupum,
fjölskylduskemmtunum og veislum,
auk þess að reka eigið fyrirtæki
- bhaukdal. „Fyrirtækið heldur í raun
utan um öll mín mál frá a-ö, allt sem
ég geri ein. Ég gaf t.d. út barnaplötu
fyrir jólin, en það var alveg æðislegt.
Það er rosa gaman að kynnast
markaðshhðinni líka, þó svo að þetta
geti verið afar strembið og mikið að
hugsa um. Þetta er f raun eins og skóh,
maður lærir eitthvað nýtt á hverjum
degi - það þarf að hugsa um bókhald,
samninga og fleira,“ segir hún, en
ástæðu fyrir stofnun fyrirtækisins segir
hún áhuga fýrir þvf að prófa nýja hluti.
„Maður vill ekki standa í stað - ég er
nú orðin fullorðin," segir söngkonan
geðþekka og hlær, en bætir við að hún
þakki fyrir að geta lifað á því sem hún
hafi áhuga á - hstinni.
Blaðamanni leikur þó forvitni á að
vita hvort skólaganga sé á dagskrá hjá
henni en Birgitta segir líf sitt í dag með
besta móti og að engu vilji hún breyta.
„Það getur reyndar vel verið að maður
skelli sér í skóla þegar lítið verður að
gera - jafnvel þegar ég er komin á
fertugsaldurinn, en í dag stendur það
ekki alveg til. Annars er nú margt sem
ég gæti hugsað mér að læra, ég hef t.d.
áhuga á sálfræði og les slíkar bækur
mikið heima mér til skemmtunar."
„Er algjör pempía í már"
Birgitta segir stöðu sína í dag engu
brey ta um það hvort hún hafi sig til áður
en hún fer út eða ekki. Það sé ekki utan
aðkomandi þrýstingur sem geri það að
verkum að hún ldæði sig upp, heldur
hún sjálf. „Ég er bara algjör pempía í
mér og myndi örugglega klæða mig
upp hvort sem er. Eg elska náttúrlega
að vera í útilegu í sveitagallanum, en
ég fer hins vegar ekkert mikið án þess
að laga mig aðeins til - bara svona
„týpísk“ stelpa held ég. Geri mig fína
fyrir sjálfa mig svo mér líði betur og sé
öruggari. Þannig slakar maður betur
á og útgeislunin verður meiri,“ segir
hún en bendir á að fólk þurfi líka að
læra að vera ánægt með sig. „Auðvitað
lenti maður í því sem unglingsstelpa að
vilja vera eins og einhver önnur, en ég
hætti því sem betur fer. Við eigum bara
eitt lff, við erum eins og við erum og
þurfúm að læra að hfa með því. Það er
mjög mikið atriði að mínu mati. Ég er
til dæmis ekkert að stressa mig um of
ef ég segi eitthvað vitlaust í viðtali eða
á minn slæma dag útlitslega. Það eru
allirþannig.“
Birgitta er í ljónsmerkinu, en hún
segir sig passa vel inn í merkið. „Það
sést nú bara á því hvernig ég klæði mig
- öll í ghngri og litum. Ég get dúllað mér
alveg hefllengi áður en ég fer t.d. að
spila, við að gera mig fína. Svo er ég líka
alltaf að spegla mig, það er voða gaman
eins og kannski mörgum finnst,“ segir
hún hlæjandi en bætir þó við að hún sé
kannski svona „góð frekja“ eins og sagt
er að sumir í ljónsmerkinu séu.
Ástin, fjölskyldan og
tónlistin gefa gleðina
„Ég hef rosalega gaman af þvi að vera
með mínum nánustu, enda megum
við ekki gleyma því að það er fólkið í
kringum mann sem gerir mann að því
sem maður er engu að síður en maður
sjálfur. Ég hef svo oft lent í því að missa
af t.d. skírnum, brúðkaupum og fleiru
í fjölskyldunni sökum anna en nú er ég
farin að raða hlutunum betur niður og
BlaÖiÖ/Steinar Hugi
segja bara „nei, takk! Ég get ekki spilað
í kvöld.“ Það þarf stundum að sigta
út það sem skiptir máli. Mikilvægast
er án efa kærastinn og fjölskyldan,
auk þess sem tónlistin er ofarlega á
lista,“ segir Birgitta aðspurð um hvað
veiti henni gleði í lífinu. Talið berst að
kærastanum, Bensa, en þau hafa verið
saman í rúm tvö ár. Bensi, eða Benedikt,
er heimsmeistari í dansi og því ekki úr
vegi að inna hana eftir upplýsingum
um dansfærni hennar. „Hann hefur
nú kennt mér eitthvað smá, en ég mun
aldrei eiga neitt i hann!“ segir hún en
tekur undir að eflaust verði hægt að
stíga dansinn ef til brúðkaups kæmi.
„Já,já - það ætti nú ekki að verða
vandamál - hann er auðvitað rosalegur
dansari. Kannski maður skelh sér
seinna meir i samkvæmisdansana,“
segir hún og brosir út í annað.
Framtíð söngkonunnar er ekki
niðurnegld, enda segist hún taka einn
dag i einu án þess að plana mikið fram í
tímann. „Ég er rosalega hamingjusöm
í dag og ég held ég geti verið afar sátt.
Auðvitað er draumurinn að eignast
börn og gifta mig, en hvenær það verður
kemur bara í ljós. Ég sagðist nú alltaf
ætla að eiga börn 25 ára, en þar sem
ég er að verða 26 ára eru vinkonurnar
farnar að gera grín að mér. Það er
víst best að vera ekkert að ákveða of
mikið,“ segir hún að lokum og kveður
blaðamann jákvæð og brosandi eins og
hennieinnierlagið.
halldora@vbl.is
REMAULT
vönduö fronsk honnun
6,8 ltr/1 OOkm
Einstök þægindi
Fallegir litir ®
5 stjörnu NCAP öryggi
Einstaklega sparneytinn
Hlaðinn staöalbúnaöi
3 ára ábyrgö
Þú eignast hann fyrir
kr. 1.920.000
Bílasamningur / Bilalán
kr. 19.990 á mánuði* J
B&L Grjóthálsi 1 575 1200 www.bl.is
Meft btllnn handa þér
':i; ■
MEST SELDI BILL EVROPU
Aukahiutir a nyr.fi. úitdgui