blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 22
22 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 blaöið Fyndinfréttfrá fótbolti.net Skallagrímur og Afríka mættust í 3-deild karla á Islandsmótinu síð- astliðinn föstudag. Leikurinn var skrautlegur í meira lagi og lauk hon- um ekki fyrr en í hálfgerðu rökkri um klukkan 22:30 en hann byrjaði rúmlega átta um kvöldið. Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dómari leiksins átti í fullt í fangi með að ráða við leikinn því alls fengu fjórir leikmenn Afríku rauða spjaldið i leiknum sem endaði 7-0 fyrir Skallagrími. Öll rauðu spjöld- in komu í síðari hálfleik sem var um 55 mínútur að lengd. Tveir leikmenn Afríku fengu rautt spjald fyrir ljótt brot og eftir að einn þeirra fékk rauða spjaldið þá sló hann leikmann Skallagríms á leið sinni af vellinum. Þá neitaði einn Ieikmaður Afríku að yfirgefa völlinn eftir að hann fékk rautt spjald og fór hann ekki fyrr en eftir nokkra stund. Afríkumenn hófu leikinn á föstu- daginn aðeins 9 en þeir höfðu samt sem áður 4 leikmenn á varamanna- bekknum. Tveir leikmenn sem voru í byrjunarliði Afríku voru ekki komnir í Borgarnes þegar að leikur- inn hófst og komu þeir ekki fyrr en um 10 mínútur voru liðnar af leikn- um. f-átba/t/ Fyrir þá sem vilja forvitnast meira um lið Afríku þá er heimildarmynd um liðið á leið í kvikmyndahús hér á landi í október. Myndin sló með- al annars í gegn á kvikmyndahátíð í Tékklandi á dögunum en hægt er að sjá „trailer“ úr henni á heimasíðu verkefnisins. ■ HK-menn óánægðir með KSÍ - Liðið verður án Rúriks Gíslasonar í kvöld sem er að leika með U19 ára landsliðinu HK og Fylkir mætast í kvöld í 8- liða úrslitum bikarkeppni KSÍ og VISA. Leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19.15. HK-menn verða án eins sterkasta leikmanns síns, Rúriks Gíslasonar sem hefur verið án efa einn besti leikmaður liðsins í sumar þrátt fyr- ir ungan aldur en Rúrik er aðeins 17 ára gamall. Hann er að leika með landsliði I s 1 a n d s s k i p a ð leikmönn- um 19 ára og yngri á I f\A Svíþjóðamótinu og fór fyrsti leikur íslands fram í gærkvöldi. HK-menn sendu inn ósk til KSÍ um að fá leikn- um við Fylki frestað vegna þátttöku Rúriks í U 19 ára liðinu en KSÍ varð ekki við þeirri beiðni sem verður að teljast mjög svo undarlegt. „Við sóttum um að fá leiknum frestað en okkur var skýrt frá því að bréf hafi verið sent til okkar deginum áð- ur um að leikjum yrði ekki frestað vegna þessara unglingalandsleikja,“. Sagði Kristinn Gunnarsson formað- ur meistaraflokksráðs HK í gær. „Svo vorum við búnir að semja við Rúrik um að hann fengi að fara út og spila ekki Fylkisleikinn og koma heim á föstudaginn og spila gegn Haukum en hann fékk gult spjald gegn Víkingi Ólafsvík og verður því í banni gegn HaukunT. „Rúrik er lítilsháttar meiddur og við báð- um forráðamenn landsliðsins um að hann léki ekki alla þrjá leikina á Svíþjóðamótinu, hann þolir það einfaldlega ekki“. „Mér finnst þetta óþarfi í miðju móti hjá KSl að skella þessu U19 móti á en það virðist vera mun erfiðara að fresta leikjum hjá körlunum en hjá konunum þegar landslið og félagslið skarast," sagði Kristinn Gunnarsson formaður meistaraflokksráðs HK í samtali við Blaðið. Leikur HK og Fylkis fer fram á Kópavogsvelli i kvöld og hefst eins og áður sagði klukkan 19.15. ■ FH - Neftchi í kvöld Það verður svo sannarlega á bratt- ann að sækja í kvöld fyrir FH-inga þegar þeir mæta Neftchi frá Azerba- djan í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikur lið- anna fer fram á Kaplakrikavelli og hefst klukkan 19.15. Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Neftchi og skor- uðu þeir seinna markið á síðustu sek- úndum leiksins. FH mætir til leiks án fyrirliða síns en Heimir Guðjóns- son er meiddur og hið sama er að segja um Denis Sim. „Við vissum fyrir leikinn ytra að þeir væru sterkir og það kom í ljós að þeir eru með marga góða leikmenn. Þeir unnu þennan leik sanngjarnt en á móti kemur að við spiluðum ekki vel“, sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Blaðið. „Við fengum svo á okkur mark í uppbótartima og það var alger óþarfi. Það var virki- lega klaufalegt hjá okkur. 1-0 hefðu verið sanngjörn úrslitT FH-ingar hafa komið fyrir um 1200 sætum sem þýðir að um 2000 manns geta keypt sig inn en einungis er leyfilegt að selja í sæti á leikjum í Evrópukeppn inni. „Ég ætla bara að vona að fólk styðji okkur í kvöld því okkar áhangendur hafa verið frábærir í sumar og ég á ekki von á öðru en FH-ingar mæti vel á völlinn í kvöld. Ég met mögu- leika okkar þannig að þetta sé 50-50 og við verðum að spila sóknarleik. Við verðum að setja pressu á þá frá V/SA BIKARINN 8 liða úrslit karla Laugardaginn 16. júlí kl. 16:00 FH - ÍA Kaplakrikavöllur - Úrslit: 5 -1 Miðvikudaginn 20. júlí kl. 19:15 HK - Fylkir Kópavogsvöllur Fimmtudaginn 21. júlí kl. 19 Fram - ÍBV Laugardalsvöllur Fimmtudaginn 21. júlí kl. 19 KR - Valur KR-völlur ítarleg umflöllun um bikarielkl sumarslns á www.vlsa.ls/bikarlnn BIKARINN byrjun og reyna að koma þeim á óvart en um leið verðum við að vera skynsamir. Þeir mega ekki skora og það er nánast útilokað ef þeir ná að skora að við skorum fjögur mörk á þá til baka. Mark á útivelli er dýrmætt eins og flestir vita,“ sagði Heimir Guð- jónsson um leikinn í kvöld í Kaplakrika en hann hefst eins og áður sagði klukkan 19.15. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Neftchi 2-0 og því verður á brattann að sækja fyrir Islandsmeistarana i kvöld. Það lið sem hefur betur mætir belg- íska liðinu Anderlecht í næstu um- ferð Meistaradeildarinnar. ■ íslandleikur við Venezúela og Pólland Knattspyrnusamband Islands hef- ur náð að semja við tvær þjóðir um vináttulandsleiki við A-landsliðið okkar í knattspyrnu á næstunni. Landslið Venezúela kemur hingað til lands 17. ágúst og leikur gegn Is- landi á laugardalsvelli en landslið Venezúela er í 70.sæti styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Islenska landsliðið leikur svo gegn Póllandi í Varsjá þann 7. október en Pólland er í 23.sæti styrk- leikalistans. Þetta er vissulega kær- komið verkefni fyrir landsliðið okk- ar og vonandi að úrslit verði okkur hagstæð úr þessum leikjum. ■ Hópferðá ArsenabChelsea Icelandair hefur tryggt sér miða á leik Arsenal og Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöld- inn sem fer fram á Þúsaldarvell- inum glæsilega í Cardiff í Wa- les 7.ágúst næstkomandi. Þetta er upphafið á leiktíðinni á Eng- landi og Icelandair hefur tryggt sér 40 miða í Arsenal-stúkunni og 40 miða í Chelsea-stúkunni. Þetta er 4 daga ferð. Farið að morgni föstudagins 5.ágúst og gist á lúxushóteli í eina nótt í London. Á laugardeginum verður síðan haldið til Cardiff þar sem gist verður eina nótt á lúxushóteli og leikurinn verður síðan á sunnudeginum klukk- an 14 að staðartíma. Eftir leik verður síðan haldið til London þar sem gist verður eina nótt á sama hóteli og á föstudeginum og svo verður haldið til íslands á mánudagskvöldinu. Sannköll- uð draumaferð fyrir aðdáendur þessara liða og fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að bóka sig á icelandair.is. Góða ferð og góða skemmtun. Crouchfertil Liverpool Rafael Benitez framkvæmda- stjóri evrópumeistara Liverpool heldur áfram að sanka að sér leikmönnum fyr- ir komandi átök i boltanum. Nýjasta nafnið á Anfield verð- ur hinn hávaxni framherji Southampton, Peter Crouch. Liverpool pungar út um 800 milljónum íslenskra króna og með kaupunum þykir nokkuð ljóst að tékkneski landsliðs- maðurinn Milan Baros fari frá Liverpool og þá væntanlega til West Ham United. Peter Crouch er 24 ára gamall og gengst í dag undir læknisskoðun á Anfield en hann skoraði 16 mörk fyrir Southamp- ) ton á síðustu leiktíð. ÍÞRÓTTIR Valtýr Bjöm IBV fékk stig á útivelli Keflavík og ÍBV mættust í n.um- ferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í Keflavík og mættu um 700 manns á völlinn. Fyrir leik- inn höfðu eyjamenn ekki fengið stig á útivelli í deildinni í sumar og tapað öllum fimm leikjum sínum. Keflavík hafði aftur á móti ekki unnið nema einn leik á heimavelli en þrátt fyrir það átti liðið með sigri í leiknum möguleika á að komast í þriðja sæti deildarinnar. Mikið rok var meðan á leiknum stóð og hafði það sín áhrif á spilamennskuna. Fyrsta markið kom ekki fyrr en eft- ir 48 mínútur en það skoraði Hörður Sveinsson og var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Á þriðju mín- útu jöfnuðu heimamenn með sjálfs- marki Gests Gylfasonar. Næstu 20 mínúturnar skiptust liðin á að eiga færi í leiknum en þegar seinni hálf- leikur var hálfnaður náðu heima- menn forystunni á ný þegar ólafur Jón Jónsson skoraði en hafði komið inná sem varamaður fjórum mínút- um áður. Þegar 10 mínútur voru eft- ir af leiknum jöfnuðu gestirnir með marki frá Pétri Óskari Sigurðssyni en hann hafði fyrr í leiknum ógnað marki Keflavíkur af mikilli grimmd í nokkur skipti. Lokatölur urðu 2-2 og eyjamenn náðu þarna í sitt fyrsta stig á útivelli í deildinni í sumar og það sem meira er að þeir skoruðu 2 mörk sem verður að teljast mjög gott þar sem ÍBV hafði aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. ÍBV er þar með komið úr fallsæti en liðið er nú í 7.sæti með 10 stig. Keflvíkingum mistókst aftur á móti að komast í þriðja sæti og eru því áfram í fjórða sæti með 16 stig. Keflavík hefur ekki gengið vel á heimavelli í sumar en aðeins einn leikur hefur unnist, þrír endað með jafntefli og tveir hafa tapast. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.