blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 blaöiö Verðbólga lægst á íslandi? Verðbólga í nokkrum ríkjum Lettland Ungverjaland Danmörk Noregur Tékkland Finnland Svíþjóð Portúgal fsland -1,0% 0,0% 1,0% 2,0% íslensk erfðagreining Prír sér- fræðingar frá Pfizer Þrír sérfræðingar á sviði lyfja- rannsókna hafa gengið til liðs við íslenska erfðagreiningu. Þeir hafa áður unnið við stjórnun á alþjóðleg- um lyfjarannsóknum hjá stórfyrir- tækinu Pfizer sem m.a. framleiðir Viagra. Mennirnir eru menntaðir í Bandaríkjunum. Segir í tilkynn- ingu frá félaginu að nú þegar séu þrjú lyf við meiriháttar sjúkdómum í klínískum lyfjaprófunum og stefnt sé að því að fjölga enn verkefnum á því sviði. ■ Blóðbankann vantar O-blóð Starfsfólk blóðbankans biðlar nú til fólks í O-blóðflokki um að koma og gefa blóð. Á heimasíðu blóðbank- ans segir að birgðir af O-blóði séu nú mjög litlar, en það er notað sem neyðarblóð sem gengur í alla aðra blóðflokka. Því er mjög mikilvægt að birgðir bankans af þessum blóð- flokki séu ávallt miklar. Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag allan ársins hring. Mikilvægt er að Blóðbankinn hafi aðgang að blóð- gjöfum úr öllum blóðflokkum. Verðbólga á íslandi var aðeins 0,3% í júnímánuði síðastliðnum sam- kvæmt samræmdri visitölu neyslu- verðs sem Hagstofa íslands birti í morgun. Þetta er lægsta verðbólga sem mælist á öllu EES svæðinu en þar er meðal verðbólga um 2%. Ef aðeins Evrópska efnahagssvæðið er skoðað kemur í ljós að verðbólgan var mest í Lettlandi, eða um 6,6% og í Ungverjalandi þar sem hún mæl- ist 3,7%. Eins og áður sagði er verð- bólgan minnst hér á landi, en næst minnst er hún 0,6% í Portúgal og 0,8% í Svíþjóð. Húsnæðisverð ekki með Mikill munur er á samræmdri vísi- tölu annarsvegar og hefðbundinni verðbólgu hinsvegar, hann er sá að húsnæðisverð er ekki tekið inní fyrr- nefndu mælinguna. Eins og kunnugt er hefur íbúðaverð á Islandi hækkað gífurlega síðasta árið og verið helsti verðbólguvaldurinn. í morgunkorni íslandsbanka í gær var bent á að hækkandi gengi krónunnar ásamt samkeppni á dag- Promens hf, dótturfélag Atorka Group keypti í gær fyrirtækið Bonar Plastick sem er með starfsemi í 8 löndum og starfrækir 12 hverfis- steypuverksmiðjur auk þess sem það selur vörur sínar til annarra landa. Bonar Plastics sérhæfir sig í hverfissteyptum vörum úr plasti. Mikill meirihluti af sölu félagsins vörumarkaði hefði haldið aftur af hækkun innflutningsverðs og inn- lendar vörur hafi einnig lítið breyst í verði um hríð. Þetta endurspeglast í þeim mikla mun sem er á 2,0% verð- eru vörur sem framleiddar eru fyrir aðra framleiðendur á iðnaðarvörum og er félagið stærsta fyrirtækið á þvi sviði í heiminum og eina fyrirtækið sem er með starfsemi bæði í Evrópu og Norður Ameríku. Með kaupunum verður til öflugt alþjóðlegt félag með starfsemi í 12 löndum, í þremur heimsálfum. Fé- 3,0% 4,0% 5,0% 6,0% 7,0% 8,0% bólgu í helstu viðskiptalöndum og aðeins 0,3% verðbólgu hér á landi samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. ■ lagið verður hið stærsta sinnar te- gundar í heiminum. Um verður að ræða eina stærstu fyrirtækjasam- stæðu í eigu íslendinga í framleiðslu á iðnaðarvörum. Kaupsamnin- gurinn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar í Low and Bonar PLC sem haldinn verður sein- nihluta ágústmánaðar. Flugstöð Leifs Eiríkssonar kemur mjög vel út úr alþjóðlegri könnun um gæði flugstöðva Flugstöð Leifs Eiríkssonar Priðja besta í heimi Ferðamenn völdu Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar þá þriðju bestu í heimi ár- ið 2004 í fokki flugstöðva með und- ir fimm milljóna flugfarþega á ári. Flugs töðin í Halifax lenti í fyrsta sæti og Malta í öðru sæti. Þetta er niður- staða könnunar sem framkvæmd er á vegum Airports Council Interna- tional (ACI) og the International Air Transport Association (IATA). Sam- tökin veita árlega verðlaun þeim flugvöllum sem standa sig best í þessari könnun. Ferðamenn völdu hinsvegar Hong Kong bestu flug- stöð í heimi á síðasta ári. I öðru sæti lenti Seoul Incheon og í því þriðja flugstöðin í Singapore. Könnunin var framkvæmd á flugvöllum um allan heim og eru farþegar fengnir til að svara spurningum á vettvangi um hina ýmsu þjónustuþætti í bygg- ingunni. Gagna í þessari könnun er aflað allt árið, en niðurstöður birtar ársfjórðungslega. _ Wýtt fyrirtæki með starfsemi í 12 löndum Hvað get ég gert fyrir þig? y -20% afsláttur af sumardekkjum -20% afsláttur af low-profile BIUKO bilko :is Þú gerir góð kaup með því að láta okkur í Bílkó sjá um að smyrja bílinn. Vaxtalausar léttgreiðslurl - Betri verð! ^ Smiöjuvegi 34 | Rauó gata | bilko.is | Sími 557-9110 TRAMPOLINSALAN Trampolínin okkar eru með breiðum og þykkum kanti svo þú ert öruggari Þú finnur ekki skemmtilegri leiö til að koma þér í form—já,eða skemmta þér með fjölskyldunni 15 feta trampolín (4,57ml ‘ (4,88mj •16 feta trampolín • Stigi fylgir með • Veíau gæðin ör Skemmtilegt fyrir alla fjölskyldunna oryggisins vegna komdu og prófaðu Dekk • • Smurþjónusta • • Peruskipti • • Rafgeymar* Islendingar setja heimsmet á Grænlandi Islenskt hugvit er lagt til grund- vallar í nýjum og náttúruvænni að- ferðum til rafmagnsframleiðslu á Grænlandi. Vlðast hvar á landinu er raforka framleidd með brennslu olíu en Islendingar leggja nú ná- grönnum sínum lið við að koma 7,2 MW vatnsaflsvirkjun í gagnið á Suður-Grænlandi fyrir Grænlensku orkuveituna. Þrisvar sinnum Golden Gate Til þess að flytja orkuna frá virkjun- arstæðinu við Qorlortorsuaq verða stálmöstur reist og er þyrla notuð til að auðvelda verkið. Um 70 kíló- metra háspennulína verður svo spennt á möstrin. Það sem e.t.v. á heima í heimsmetabókum er að við Einarsfjörð þarf að spenna línuna 3,7 kílómetra vegalengd þvert á fjörð- inn. Til samanburðar má geta þess að miðhafið milli uppistaða í Gold- en Gate-brúnni við San Fransisco er um þriðjungur af þessari vegalengd. Þessi svokallaða fjarðarspenna verður ein af þeim tíu lengstu í heim- inum en verkið er unnið af félagi sem samanstendur af ístaki, Pihl og Sön, YIT og Landsvirkjun. y -20% afsláttur y Polar-rafgeymar af sendibíladekkjum á tilboðsverði Bón og alþrifá tilboði Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 -sm afsláttur af vinnu við smur Trampolínsalan S: 565-0312 eða 848-7632 Við sendum um land allt

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.