blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 30
30 I FÓLK MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 I blaðiö SMÁborcrarinn JEPPAÆÐI Það er ömurlegt að fylgjast með íslendingum í umferðinni. íslend- ingar eru svo einstaklingssinnað- ir og nýríkir að hvern dag koma fleiri bílar á göturnar. Og í hverri bifreið eru vart fleiri en bílstjór- inn. Við hver gatnamót bætist stanslaust í raðirnar þar sem ein- staklingssinnaðir íslendingarnir geta ekki með nokkru móti tekið sig saman um akstursferðir til og frá vinnu. Það er þeim um megn að deila. Það er erfitt að finna nokkurn í s- lending sem ekki á bíl. Allir þurfa sinn bíl og þar sem hjón búa með börn yfir sautján ára aldri má sjá að bílastæðaskipulag fyrri tíma er brostið. í eldri hverfum borg- arinnar svo sem eins og vestur í bæ eða í hlíðunum er álíka erfitt að finna bílastæði eftir klukkan sex á kvöldin og það er við Kringl- una á útsölutíma. Hver fjölskyldu- meðlimur þarf að eiga bíl og það hvarflar ekki að nokkrum manni að samnýta bifreiðar heimilisins til aksturs í vinnu eða skóla. Þegar keyrt er framhjá strætis- vagnaskýlum borgarinnar, þess- um upplýstu dönsku auglýsinga- skiltum, er varla að sjá nokkra hræðu. Gulir vagnarnir aka um borgina hálftómir og sitja fastir við umferðarraðir einstaklings- sinnuðu borgaranna sem fylla göturnar á annatímum. Jafnvel á nóttunni er meiri umferð á göt- um borgarinnar en var hér fyrir nokkrum árum, áður en ríkidóm- urinn hvolfdist af fullum þunga yfir landann. Og kostnaðurinn er gríðarleg- ur. Fyrir utan síhækkandibensín- verðið, tryggingar og afborganir af bifreiðinni sjálfri bætist við aukinn kostnaður við viðhald vega sem tætast upp undan jeppa- þráhyggjunni. Nú er enginn mað- ur með mönnum nema hann eigi jeppa, helst upphækkaðan. Sumir aka jafnvel um á krómfelguðum Hummerum, innanbæjar! Það er ekki nokkur glóra í þessu jeppaæði sem virðist jafn- gilda einhverskonar sjálforðu- veitingu í lífsgæðakapphlaupinu stóra. Jepparnir auka ekki bara kostnað, auka ekki bara mengun heldur auka þeir einnig til muna slysahættu. Slys á fólki og jafnvel dauðsföll eru algengari þar sem jeppar eiga hlut í árekstrum. Auð- vitað er hættan meiri fyrir þann sem ekur um á fólksbíl og það er svo sem í takt við einstaklingseðli nýriku þjóðarinnar. „Betra þeir en ég.“ Eg fæ mér jeppa. Og sit svo fastur - í umferðinni. SU DOKU talnaþraut Su Doku -12. gáta 5 6 4 2 9 3 7 6 8 4 6 7 8 5 2 1 3 9 5 8 3 2 9 7 1 6 7 Su Doki - lausn við 11. íátu 4 2 7 9 8 3 5 6 1 9 5 T 7 6 2 3 8 4 6 3 iJL 4 5 1 2 9 7 8 7 4 2 3 9 1 5 6 5 6 2 8 1 7 4 3 9 1 9 z 4 ! 6 7 i 2 8 1 9 6 2 4 >] 7 5 2 1 4 5 6 7 8 9 1 3 71 8 LL T1 9 lL 6^ 4 ! 2 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum Lausn á 12. gátu verður að finna i blaðinu á morgun. Lausn á 11. gátu og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Söngvarinn Robbie Williams segist sjá eftir öllum húðflúr sem hann er með á líkama sínum, en þau eru all- mörg. Segir söngvarinn að gott væri að geta haft hreinan líkama aftur og getað bara þurrkað húðflúr öll út, en honum finnist samt mjög gaman að hafa verið með þau. Segist Robbie vera að hugleiða skurðaðgerð til að fjarlægja þau. Annars er það að frétta af Rob bie að hann sló í gegn á Live 8 tónleikunum í London, og söng þar fjögur lög: Feel, Angels, Let me entertain you og We will rock you. Mikið stuð var á áhorfendum þeg- ar hann kom fram, og greini- legt að hann er mjög vinsæll í heimalandi sínu, Bretlandi. Robbie séreftir húðflúrunum Ashton bregst illa við Ashton Kutcher er orðinn mjög frægur fyrir að hrekkja fræga fólk- ið í þáttunum “Punk'd” en hann er sjálfur greinilega ekki mjög hrifinn af því þegar papparazzi ljósmynd- arar taka myndir af honum, því það sást í Ashton vera að skamma ljósmyndara sem var að njósna um hann. Kutcher sá tvo ljósmyndara fyrir utan heimili sitt, og varð hann víst mjög reiður og reif skyrtu ann- ars þeirra í sundur, meðan að hinn náði mynd af atvikinu. Ljósmynd- ararnir segja Kutcher hafa grínast með að hann væri klikkaður áður en hann hellti sér yfir ljósmyndar- ann og reif skyrtu hans. Málið verð- ur ekki kært og hafa upplýsingarfull- trúar Ashton ekkert að segja um það. Aðrar stjörnur hafa líka brugðist illa við papparazzi ljósmyndurum, þar á meðal Britney Spears, Nicole Kid- man, Cameron Diaz, Reese Withers- poon og Jennifer Garner. Madonna byrjuð i hestamennsku Madonna virðist byrjuð í hesta- mennsku, en hún pantaði nýlega klukkutíma kennslu hjá Stag Lodge Stables, í Richmond Park, í Lundún- um. Haft er eftir heimildarmanni að Madonna hafi viljað fara huldu höfði og því greip hún til þess ráðs að leigja allan staðinn fyrir sig eina. Söngkonan varð mjög hrifin af hest- um eftir þennan tíma, reyndar svo að hún fékk lánaða tvo hesta frá fyr- irtækinu til að vera með á heimili sínu í sveitinni í Englandi. Heimild- armaður segir að Madonna hafi ver- ið mjög áhugasöm um ýmsa hluti sem tengjast hestamennskunni, eins og hjálma, hnakka, tauma og fleira. HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ 1 dag færðu viðurkenningu fjrir alla þína vinnu. Það fer ekki hátt og kemur ur óvæntri átt en hún kemur. V Það eru allir undrandi yfir árangri þínum og ert vel kominn að öllu hrósinu. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Haltu þér á réttri braut, sama hve mjög þú vilt fara af henni. Ef þú ert ekki einbeitt/ur þá gæti svo farið að þú hafir ekki lokið neinu í lok aags. V Þú hefur aldrei verið öguð/agaður en nú þarf það að breytast, eins leiðinlega og það hljóm- ar. Annars muntu eyða deginum til einskis. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Þú ert í lausu lofti og því hentar vel að finna lærimeistara. Það þarf ekki að segja þér hvað á að gera heldur örva þig til að finna pína eigin leið í öngþveitinu. Þú skilur ekki af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru en það er sama hve mikið þú hugsar um pað, þú getur ekki leyst það. Rómantík er aularfull og þu getur ekki stjórnaö henni. o Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Ferill þinn mun taka stórt stökk fljótlega. Það verður tímabundið ástand, en einungis ef þú vilt það. Þú stjórnar ferðinni. V Hættu að velta bér upp úr hvað öðrum frnnst um þig. Þú ert frábær og pú veist það. Naut (20. apríl-20. maí) $ Einstaklingur mun storka þeim hugmynd- um sem þú hefur um fyrirtækið. Þú munt ekki skipta um skoðun en þú ert þakklát/ur fyrir skoð- anaskiptin. V Fylgstu með fólki sem segir þér hvernig hlutirnir eru, kannski hefiir það á réttu að standa. Þér líður vel en nýjar hugmyndir geta víkkað sjón- deúdarhringinn. mjm Tvíburar • (21. raaí-21,júní)...................... $ Það er ekkert eins skýrt og það var fyrir nokkrum dögum. Grafðu djúpt og lestu í samræð- ur sem þú átt við samstarfsaðila. V Rómantíkin er ruglingsleg þessa dagana. Hvernig væri að fresta ákvörðunum þar til and- rúmslortið hreinsast. Það skaðar engan að bíða aðeins. ©Krabbí (22. júní-22. júlí) $ Þér líður sem þú sért önnu persóna í vinn- unni, sem er ólíkt þér. Haltu því svona í nokkra daga og árangurinn mun koma þér á óvart. V Það eru engin vandamál þannig að þú skalt ekki skapa nein. Stundum virka hlutirnir dramat- ískari en þeir eru. Slakaðu á og ekki hafa áhyggjur. © Ljón (23. júlí- 22. ágúst) $ Boð þitt um hjálp kemur timanlega, svo tímanlcga að þú munt heilla rétta cinstaklinginn. Heppnin er með þér, eins og venjulega. V Þú veist hvað þú vilt en ástvinur þinn er eitthvað óviss. Leyfðu honum að átta sig á þvi. Það er ómögulegt að vera alltaf samstiga. vertu þolin- móð/ur. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Það er góður tími til að vera virk/ur og sköp- unarvinnan verður einstaklega upplífgandi og ánægjuleg. Fólki mun finnast mikið til um fram- lag þitt. V Astin fmnst á óvæntum stöðum. Daðraðu með sjálfsöryggi og skemmtu þér með aðdáend- um þfnum. Vog (23. september-23. október) $ Samkennd þin er mikil en gæti veriðjafnvel of mikil við smna viðskiptavini og samstarisfélaga. Það getur skapað vandamál með mörk. Reyndu að virða þin eigin mörk. V Nokkur gömul vandamál líta dagsins ljós á nýjan leik. Leystu úr þeim í eitt skipti iyrir öll og gleymdu þeim. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Viðræður munu ganga vel I dag sérstaklcga ef þú getur lokið þeim í dag. Það mim rætast úr öllu sem þú skrifar undir i dag. V Hlustaðu á metnaðargjarnt innsæi þitt og settu áætlanir þinar í gang. Aorir munu hjálpa til. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Peningar og aðrir snertanlegir hlutir eru ofarlega í huga þinum um þessar mundir og þú hefur nvjar hugmyndir um skapandi notkunar- möguleika. Deildu hugmyndum pinum og sjáðu hvað gerist. V Taktu spilarann með þér og farðu i göngu- túr. Þú hefur margt að hugsa um og timinn flýgur. Dagurinn í dag er hentugur fyrir romantik.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.