blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 12
blaðið— Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. TVÍSKINNUNGUR í ÁFENGISMÁLUM Islendingar eru kostuleg þjóð. Til skamms tíma var bannað að kaupa bjór og enn er bannað að auglýsa ákveðna hluti eins og áfengi og lyf. Vandamálið er það að slíkar auglýsingar dynja á landslýð alla daga í gegnum erlendar sjónvarpsstöðvar, erlend blöð og internetið. Á sama tíma mega innlendir fjölmiðlar ekki auglýsa þessar vörur. Auðvitað hafa framleiðendur og heildsalar lyfja og áfengis fyrir löngu fundið leið framhjá þessu banni - ekki síst þeir sem reyna að koma sem mestu áfengi inn fyrir varir landsmanna. í fyrstu voru þessar auglýsingar dulbúnar, með því að gefa í skyn að ekki væri um áfenga drykki að ræða og þar sem ekki var amast við þeim var sjálfsagt að færa sig upp á skaftið og ganga alla leið. I dag hellast yfir okkur áfengisauglýsingar úr öllum áttum án þess að nokkuð sé að gert. Einn angi þessa máls er bann við sölu áfengra drykkja í verslun- um. Eigendur þeirra hafa löngum barist fyrir því að fá að selja létt- vín og bjór í verslunum sínum. Þetta er sjálfsögð krafa, enda tíma- skekkja að leyfa ekki slíka sölu. Verslanir geta alveg eins gætt þess að þeir sem eru ekki komnir á aldur kaupi ekki áfenga drykki eins og ÁT VR. Og þrátt fyrir að ÁTVR hafi í sjálfu sér boðið upp á ágætis þjónustu og úrval þá er ekkert sem segir að verslunareigendur geti það ekki líka. Þetta fyrirkomulag hefur gefist ágætlega víða erlendis og það er ekkert sem segir að það geti ekki gengið hér. Útspil Nóatúns um daginn þar sem bjór var boðinn með keypt- um grillum vakti auðvitað fyrst og fremst athygli á löngu úreltum lögum og reglugerðum sem tímabært er að breyta. Þetta var ódýrt auglýsingabragð sem auðvitað skilaði tilætluðum árangri, auk þess sem það vakti athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í þessum mál- um. Staðreyndin er líka sú að það hefur reynst erfitt fyrir ákæruvald- ið að sækja þessi mál sem hafa að gera með áfengisauglýsingar. í þeim tilvikum sem hafa komið til kasta dómstóla hefur málum oft- ar en ekki lokið með sýknu. Ástæðan er sú að lögin eru á margan hátt óskýr og hægt að túlka þau á ýmsan hátt. Það er því skiljanlegt að auglýsendur og aðrir gangi jafn langt og raun ber vitni. Auðvitað eru skiptar skoðanir á þessum málum, eins og flestum öðrum. Kjarni málsins er hins vegar sá að það þarf að fá hlutina á hreint. Á að leyfa áfengisauglýsingar hér á landi eða ekki? Á að leyfa sölu á áfengum drykkjum í verslunum? Þessi mál verður að ræða, það er óþolandi að enginn viti hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 12 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 blaöió Gísli Marteinn og efinn Ein óvæntasta niðurstaðan úr skemmtilegum sjónvarpsþætti sem ég var í á mánudagskvöld með Gísla Mar- teini Baldurssyni er að hann er skyndilega grip- inn miklum efa um hvort hann eigi að hjóla í Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Það kom á óvart. Stuðningsmenn hans hafa um töluvert skeið markaðssett sjónvarpsstjörnuna sem hinn frels- andi engil sem á að svífa af himnum og frelsa Sjálfstæðisflokkinn í borg- inni — einkum úr klóm Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar! En nú virðist Gísli haldinn því sem er hættulegast stjórnmálamanni — óvissu um hvert beri að stefna. Ástæðan var nokkuð augljós. Nú er í gangi skoðanakönnun — eða nýbú- in — sem framkvæmd er af Gallup þar sem spurt er um hverja menn vilji sjá leiða lista Sjálfstæðismanna. Hugsanlega hefur Gísli Marteinn pata af niðurstöðunni og finnst hún ekki nógu góð, eða það sem líklegra er, ætlar að bíða eftir niðurstöðunni áður en hann tekur ákvörðun. Ég held að það sé ekki farsæl afstaða. Gísli þarf að taka ákvörðun og til- kynna hana áður en könnunin kem- ur.f fyrsta lagi virkar það aldrei vel þegar stjórnmálamenn láta reka fyr- ir vindum skoðanakannana. Honum verður þá brigslað um kjarkleysi og tækifærismennsku af jafnt andstæð- ingum sem eigin flokksmönnum. I öðru lagi hafa stuðningsmenn hans leynt og ljóst ýtt undir það viðhorf að hann einn gæti hrifsað Borgina úr höndum Reykjavíkur- listans. Þeir hafa alið á svipuðu við- horfi gagnvart Vilhjálmi og Margrét Thatcher lét uppi gagnvart Geoffrey Howe en hún sagði að hann væri álíka hættulegur og dauð rolla. Þetta hefur veikt stöðu Vilhjálms því yfir- vofandi framboð Gísla Marteins er auðvitað ekki hægt að túlka öðru vísi en vantraust á hæfni oddvitans til að leiða listann. Þessvegna væri Össur Skarphéðinsson drengilegast að hann gerði hreint fyr- ir sínum framboðsdyrum hið fyrsta. Hverjir eru þá möguleika hans? Ég held þeir sé allnokkrir en ekki alveg eins miklir og haldið er að almenn- ingi. Gísli er bráðefnilegur stjórn- málamaður. En það er honum mót- drægt hversu stuðningsmenn hans hafa haldið Gísla Marteini svo stíft fram sem valkosti við núverandi oddvita. Þeir markaðssetja hann sem nýjan Davíð Oddsson. Ákefð þeirra er slík að ósjálfrátt koma í hug hin frægu ummæli Lloyds Bentsen um Dan Quale: „Mr vice- president — I knew Jack Kennedy...” o.sv.frv. Þetta hefur þrengt svigrúm hans til ákvörðunar. Það er einfald- lega erfitt fyrir hann að hætta við — nema hann geri það strax. Innan flokksins er líka litið á hann sem „up-start.“ Sjálfstæðis- flokkurinn er færibandaflokkur þar sem menn vinna sig upp með enda- lausu striti í ungliðahreyfingunni og svo í fullorðinsdeildinni. Fullt af ungu fólki sem lítur á að það sé í röðinni á undan honum gýtur horn- auga á lætin í stuðningsmönnum hans og finnst að sjónvarpsljóminn eigi ekki að tryggja honum pólitísk forréttindi. Þau hugsa honum þegj- ándi þörfina, og það verður grunnt á Þórðargleðinni ef illa fer. Og það gæti hugsanlega farið illa. Vilhjálmur er klókur og hefur staðið sig býsna vel. Hann hefur komið sér vel við alla í flokknum og Alfreð líka. Hann hefur þann stóra kost í augum meðframbjóðenda sinna að ætla ekki að verða oddviti næst ef Borgin tapast. Þessvegna styðja þau hann öll. Vilhjálmur er búinn að gera bandalög út og suður. Guðlaugur Þór styður hann og er öfl- ugur 1 Borginni þó hann haldi tæp- ast áfram í borgarpólitík. Júlíus Víf- ill á ekki annan kost en styðja hann. Hvað með Kjartan Magnússon, þann geðþekka pilt? Hann leggur varla í að styðja nokkurn annan en foringjann. Hanna Birna styður Vil- hjálm líka. Það er stöff í þeirri konu — þó mér finnist hún stundum tala um of einsog hríðskotabyssa. Allt þetta fólk hefur sterkt lið með sér. Ekkert þeirra er líklegt til að láta stuðningsmenn sína styðja Gísla Martein — sama hvað hann gerir úr þessu. í þeirra augum er hann sek- ur um að vaða yfir þau á sjö mílna skóm úr sjónvarpinu og láta einsog hann eigi heiminn — alla vega flokkinn. Vinni hann er hann bú- inn að taka sætið sem þau dreymir öll um þegar Vilhjálmur hættir eftir að hafa tapað Borginni. Við þær að- stæður væru honum allir vegir færir. I raun finnst mér að úr því sem kom- ið er sé skásti kosturinn fyrir Gísla Martein að láta slag standa og berj- ast fyrir fyrsta sætinu. Hann gæti náð því og fær annan sjens þó hann eigi litla von um að vinna Borgina núna. Leiðtogaslagur væri úr því sem komið er hugsanlega besta leið- in til að tryggja annað sætið . En gef- ist hann upp núna eftir allt bröltið í stuðningsmönnunum — þar sem 99...................... íþeirra augum er hann sekur um að vaða yfir þau á sjö mílna skóm úr sjónvarpinu og láta ein- sog hann eigi heiminn — alla vega flokkinn. prófessor Hannes slær undir nára — væri það líklegt til að menn teldu hann ekki hafa nógu mikinn metn- að eða kjark eftir það sem á undan er gengið. Hann gæti þá oltið neðar á listann og hin bjarta ára kringum pólitíska framtíð hans myndi skað- ast. Draumurinn í djúpum hjarta hans um leiðtogastöðuna væri þá líklega búinn. Fólk á að berjast fyrir því sem það trúir á. Ef Gísli Marteinn trúir að það sé flokknum fyrir bestu á hann að taka slaginn. 1 öllu falli myndi ég í hans sporum gera hreint fyrir fram- boðsdyrum mínum áður en könnun- in er birt. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður www.ossur.hexia.net Auqlýsinqadeild 510-3744 i í f i f n i § 510-3799 llIUI I 5 510-3700 íbúðalán # 4,15°/o Kynntu þér kostina viö íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eöa á fasteignathjonusta@landsbanki.is Landsbankinn Banki allra landsmanna 410 4000 I landsbanki.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.