blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 blaöið Hundruð látnir eftir náttúruhamfarir á Indlandi 20 í haldi Lundúna lögreglunnar Stuðmannatónleikar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Forsala á Olís-stöðvunum í Reykjavík. laugardagskvöldið 30. júlí kl. 21. Aðeins 500 kr. miðinn. (1if;olskyldu-o<; HOSDÝRAGARÐURINN nokkrir árásarmenn ófundnir og mikill ótti rikir við hryðjuverk þar í borg. 20 manns eru nú í haldi lögreglu eft- ir hryðjuverkatilraunirnar í Lundún- um fyrir réttri viku síðan. Lögregla handtók níu manns í hverfi í suður- hluta borgarinnar í gærmorgun en áður höfðu n verið teknir vegna málsins. Á meðal þeirra sem í haldi eru er a.m.k. einn fjögurra árásar- mannanna, hinn sómalísk-ættaði Yasin Hassan Omar. Lögregla hefur enn ekki haft hendur í hári hinna þriggja en enginn þeirra sem hand- tekinn var í gær mun vera á meðal þeirra sem frömdu árásirnar. Misheppnuð tilraun ekki veikleikamerki Lögreglustjóri Lundúna, Ian Blair, hefur ítrekað varað við því að frek- ari árásir gætu átt sér stað á næst- unni. Segir hann lögregluna leggja allt kapp á að ná hinum þremur sem frömdu árásirnar 21. júlí. Þá hafi aldrei jafn margir lögreglu- og ör- yggisverðir verið starfandi við neð- anjarðarlestir borgarinnar. „Mennirnir sem reyndu að gera hryðjuverkaárás síðasta föstudag eru engir viðvaningar. Þeir gerðu mistök og Lundúnabúar eru einstak- lega heppnir“, sagði Blair. Lét hann hafa eftir sér að hefðu sprengjurnar sprungið hefðu að minnsta kosti jafn margir látist og í sprengjuárás- unum 21. júlí en staðfest er að 52 létust þá. Þá sagði Blair ennfremur að rannsókn málsins gengi vel og fullyrti að þeim sem ábyrgð bæru á ódæðisverkunum yrði náð. ■ drógu burt yfirgefna bíla og stræt- isvagna til að reyna að greiða leið fólks um teppta vegi. Nú þegar vatns- magnið hjaðnar eru flestir vegir stífl- aðir vegna yfirgefinna farartækja. Lestarsamgöngur og flug hafa og leg- ið niðri frá því á þriðjudag en voru óðum að færast í eðlilegt horf á ný síðla dags í gær. Talið er að enn eigi eftir að finna fjölmörg lík í rústun- um. Verðbréfamarkaður Mumbai lá enn niðri á fimmtudag og stjórn- völd ítrekuðu til borgara að hætta sér ekki út úr húsi. IRA hættir vopnaðri baráttu Samtök írska lýðveldishersins, IRA, lögðu niður vopn í gær eftir að liðs- mönnum var skipað að hætta vopn- aðri baráttu. Samtökin, sem barist hafa í 35 ár, hyggjast snúa sér að frið- samlegri aðferðum í baráttu sinni héðan í frá. Yfirlýsing birtist frá samtökunum sökum þessa en þar er liðsmönnum sagt að ná stjórnmála- legum og lýðræðislegum markmið- um samtakanna með friðsamlegum leiðum, án vopnanotkunar. Ekki eru allir á eitt sáttir um mögulega framgöngu þeirra I ljósi ákvörðun- arinnar, en leiðtogar mótmælenda eru tortryggnir og segjast vilja bíða í nokkra mánuði og sjá hvort IRA standi við orð sín. Þeir benda á að samtökin hafi gert samkomulag um afvopnun árið 2000 en það hefði ekki tekið gildi fyrr en seint á árinu 2001 og svo fallið úr gildi árið 2003. Hjálparsveitarmenn bera lík úr rústum í gær eftir aftakaregn á Indlandi. Talið er að hátt á áttunda hundrað manns séu látin eftir gífurlegt mons- únregn á Indlandi í vikunni. Þar af eru minnst 450 látnir í Mumbai (fyrrum Bombay) og annars stað- ar í héraðinu Maharashtra frá því á þriðjudag. Mjög er þó deilt um hver tala látinna sé enda hafa sam- göngu- og samskiptakerfi landsins að miklu leiti legið niðri og fregnir af látnum og særðum því óljósar. Miklar aurskriður og flóð hafa geng- ið yfir á stórum svæðum Indlands. Mörg þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og gífurlegt tjón hefur orðið á heimilum fólks og sam- göngum. Mesta regn sögunnar Samkvæmt yfirvöldum er regnið sem féll á þriðjudag það mesta sem skráð hefur verið í sögu Indlands en yfir 6scm af regni féll í borginni Mumbai. Yfir helmingur þeirra látnu komu frá Mumbai og munu þeir hafa kramist undir rústum húsa, festst í bifreiðum sínum eða fengið raflost. Herinn var kvaddur út vegna ham- faranna og hjálpaði hátt í 150 þúsund manns sem festust á vinnustöðum sínum, vegum, flugvöllum og lest- arstöðvum eftir regnið á þriðjudag. Björgunarsveitir veittu þúsundum neyðaraðstoð og dreifðu matarpökk- um og vatni til fólks. Bundnir voru kaðlar meðfram vegum til að hjálpa fólki að vaða gegnum mittisdjúpt vatnið meðan vinnumenn reyndu að koma lagi á samgöngukerfið og Aurskriða sópaði með sér þorpi I Saki Naka, úthverfi Mumbai, lenti aurskriða á litlu þorpi sem byggt var mestmegnis lélegum kofum. Fórust a.m.k. 50 manns þar. „Ég var hrædd- ur um að þetta myndi gerast. Ég var stöðugt að segja við frænda minn að við ættum að drífa okkur“, sagði As- lam Khan, frá Saki Naka, grátandi. „En hann hlustaði ekki á mig. Nú er það um seinan.“ Shabana Shaikh, sem einnig er frá Saki Naka, sagði: „Fólk hljóp sem mest það mátti um leið og aurskriðan fór af stað. En gamla fólkið átti ekki möguleika." Ibúar Mumbai hafa brugðist við af mikilli hetjudáð með þvi að opna heimili sín fyrir fórnarlömbum og dreifa mat og vatni til ökumanna sem festust í umferðinni og fólks sem óð gegnum vatnsdrulluna. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa vottað Indverjum samúð sína vegna náttúruhamfaranna. Benedikt XVI páfi sagðist t.a.m. minnast hinna látnu og særðu í bænum sínum. 'Ocpouquit sem Stuðmenn eru með fást aðeins hjá Olís Fleiri ákærur gegn Bouyeri Hinn 27 ára gamli Mohammed Boy- eri, sem i vikunni hlaut lífstíðardóm fyrir morðið á hollenska kvikmynda- gerðarmanninum Theo van Gogh, hefur verið ákærður fyrir að vera meðlimur íslamskra hryðjuverka- samtaka. Saksóknararsegja Bouyeri hafa verið meðlim í svonefndum loftkœling VerÖ fró 49!900 án vsk £=1. ÍS-hÚSÍð 566 6000 Hofstad-hóp sem sagður er hafa fyrirhugað árásir gegn hollenskum stjórnmálamönnum. Verður réttað yfir Bouyeri ásamt minnst 12 öðr- um sem sagðir eru meðlimir Hofst- ad-hópsins. Saksóknarinn Alexander van Dam sagði við Hofstad-réttarhöldin í Rotterdam að meðlimir hópsins ættu það sameiginlegt að túlka ís- lam þannig að þeir sem ekki væru múslimar þyrfti að lífláta. Van Dam sagði Bouyeri vera leiðtoga hópsins sem hafi hvatt aðra meðlimi hans til að beita ofbeldi. „Hinir grun- uðu eru ekki eingöngu vinir hans, heldur nemendur, fylgismenn og trúnaðarmenn“, sagði Van Dam. „Mohammed Bouyeri er einn sá mikilvægasti sem grunaður er | í málinu. Hann "1 stofnaði hópinn og stýrði hon- Mohammed Bouyeri ^ meðUm. ir voru fylltir andagift af skrifum hans.“ Meðlimir Hofstad-hópsins voru handteknir eftir morðið á Theo van Gogh. Réttarhöldin yfir þeim munu ekki hefjast fyrr en undir lok þessa árs. ■ www.olis.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.